Það er ekki lítið á mann lagt að hlusta á jólasveininn Guðjón Guðmundsson vera einan að lýsa fótboltaleik. Ætla að reyna þetta en það gæti orðið erfitt.
10.59 Keane er með stærsta bindi sem ég hef séð. Það er eins og hann sé með handklæði um hálsinn
11.00 Dwight Yorke er afturliggjandi miðjumaður, það er dáldið spes
11.01 Guðjón að auglýsa Express ferðir, það er orðið skemmtilega mikið um það hjá S'yn, auglýsingar í lýsingum, það er reyndar pæling, getur Guðjón ekki bara lesið upp auglýsingar allan tímann, það ætti að halda bullinu í lágmarki
11.03 Þessi leikur ætti annars að verða skemmtilegur, þeir eru það yfirleitt leikirnir hjá Arsenik. Það er ekki alveg hægt að segja það sama um Liver.
11.05 Ekki nokkur spurning að þetta var gult spjald, gott að Gaupi gleymdi ekki frasabókinni heima.
11.07 Arsenal fékk auka fyrir utan teig, það var eiginlega verra fyrir þá því þeir skoruðu úr langskoti
11.08 Ekki mikið verra samt því Van Persie skoraði fáránlegt mark uppúr aukaspyrnunni, 1-0 fyrir Arsenik eftir 7 mínútur
11.10 Minime er í fótboltaleik hérna við hliðina á mér, hann er jafnframt með beina lýsingu úr þessum tölvuleik
11.12 Adebayor með skalla eftir fína fyrirgjöf, vel varið hjá Flash Gordon, þetta gæti endað illa hjá Keaneland
11.14 Senderos skoraði eftir klafs og klúður, 2-0 fyrir Arsenik, Gaupi segir að þetta gæti orðið langur dagur hjá Royland, það er rétt hjá honum, ég reyndar var að segja það, ætli hann sé að lesa bloggið?
11.17 Ef sunderland halda áfram á þessari leið þá endar þetta með algerri skelfingu, ég er alveg sannfærður um það. Ok, Gaupi, þannig að þú meinar að ef Royland halda áfram að fá á sig mark á 7 mínútna fresti þá tapi þeir illa, þetta er ástæðan fyrir því að það er svo mikilvægt að hafa einhvern til að lýsa leikjunum, til að fá svona upplýsingar
11.19 Nú var Diaby að skora þriðja markið, það er hins vegar dæmt af útaf rangstöðu, sem reyndar er tóm vitleysa. Það er þá búið að dæma 2 mörk af honum á fyrstu 18 mínútunum, það er ekkert spes,
11.22 Guðjón hefur dálitla þörf fyrir að leggja áherslu á það sem hann er að segja. Nú var það "þetta mark hefði átt að standa" sem er í raun nóg, en bætti svo við "um það er ég alveg sannfærður" Ég held að hann sé stundum dáldið á sjálfstýringu
11.24 Ég held að hann heiti Jónas Tryggvason gaukurinn sem poppar upp í tv á 4 ára fresti til að lýsa fimleikum frá Óympíuleikum, það hefur engum dottið í hug að láta hann lýsa sigliakeppni eða fótbolta. Hvers vegan er þá Gaupi að lýsa einhverju öðru en handbolta?
11.27 Sunderland að skora, 2-1 núna. "Þetta er frábær leikur" og svo "það er vægt tekið til orða" Ég held að ég sé að fatta þetta, hann er að tala við sjálfan sig svona af því að hann hefur engan með sér núna í settinu, reynir að kommenta fyrir tvo. Það er eiginlega nóg að hafa einn Gaupa, veit ekki hvað ég væri til í að borga fyrir að þurfa ekki að hlusta á 2 Gaupa
11.29 Það eru 30 mínútur búnar og staðan er 2-1 fyrir Arsenik, Hleb hefur víst verið gulls ígildi fyrir Arsenal síðan hann kom árið 2005, veit ekki til þess að þeir hafi unnið neitt síðan, hvaða gull ætli það sé þá Gaupi?
11.34 Auki hjá Arsenal, Fabregas með skot rétt yfir, aldrei hætta samt. Gaupi ekki alveg viss um hvað sé hornið fjær þarna, Gaupi, það er hornið sem er fjær.
11.41 Smá skrepp þarna. Hmm, Gaupi að hrósa Keane fyrir að ná í Craig "Flash" Gordon, rétt hjá honum reyndar en kommentið var: "hann var dýr en líklega á það eftir að margfalda sig", hvað ætli það þýði?
11.45 það er að koma hálfleikur, Arsenik búnir að vera miklu betri, þetta mark sem var dæmt af þeim reddaði Royland, þeir nikkuðu muninn stuttu seinna, það er aðeins betra að vera 2-1 undir en 3-0
12.03 Seinni að byrja, veit ekki hvað þarf til að Sunderland taki stig, það væri reyndar snilld en afar ósanngjarnt, verst er þó að ég tók Van Persie úr draumaliðinu mínu
12.07 Nú er Jones búinn að jafna, þetta er afskaplega ósanngjarnt en telur lítið, 2-2
12.12 Aronsgreining: Leikurinn fór vel af stað og þetta voru flott mörk hjá báðum liðum, ekkert meira um það að segja
12.16 Royland er ða reyna ða tapa þessu held ég, þeir hreinsa ekki þegar þeir fá tækifæri til, rétt í þessu var Theo Walcott að koma inná, ég er svona dáldið að velta því fyrir mér hvernig hann gat verið í landsliðshópnum á Hm 2006 þegar hann kemst ekki ennþá í liðið hjá Arsenik.
12.25 Smá tafir hjá mér, er að skoða hús í Hveragerði á mbl, staðan er annars ennþá 2-2 og Arsenik í smá vandræðum, held einhvern veginn að þeir geti ekki annað en unnið
12.35 Arsenal er að valta yfir sunderland en korter eftir og það er ennþá 2-2
12.36 Held að ég nenni ekki að skrifa meira um þetta, er of upptekinn að skoða hús í Verahvergi, það er slatti til þarna sýnist mér
12.44 Van Persie að klára þetta 3-2, gott mark hjá þeim og afskaplega sanngjarnt, Arsenik eru heitir og eru eitt af 3 liðum sem geta unnið dolluna með Liver og ManU
Meginflokkur: Enski boltinn | Aukaflokkar: Íþróttir, Leikjadagbók | 7.10.2007 | 11:02 (breytt kl. 12:47) | Facebook
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.