Ekki skrýtið

að þeir tapi þegar þeir eru með idjíot sem þjálfara. Fatta eiginelga ekki hvernig þeim datt í hug að ráða hann. McClaren náði litlum árangri með Middlesboro þrátt fyrir að vera með fullt af ágætis köllum í liðinu og nóg af peningum. Það hefði verið nær fyrir þá að fá Gauja Þórðar.

Ætli þeir komi ekki með eitthvað væl um gervigrasið núna. Get ekki séð að það hefði verið betra að spila á gaddfreðnum grasvelli. Þetta er annars sama týpa af grasi og er í nýja húsinu í Kópavogi, við ættum þá að geta lengt Íslandsmótið og spilað frá apríl-október.

Ætli McLaren sé sá eini sem ekki sér hvað Robinson er slappur markmaður, hann gaf seinna markið í dag og hefur sennilega gefið flest mörk á Englandi á þessu tímabili, Lehman hefur þó gefið fleiri mörk pr leik en Wenger er löngu hættur að láta hann spila.


mbl.is Rússar lögðu Englendinga, 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband