og uppáhalds fagið mitt var trúarbagðafræði, var að lesa yfir gömul verkefni þar og fann þetta, sem ég skrifaði einhvern tímann vorið 2004. Man reyndar ekki alveg hvort þetta voru fyrstu drög og þar af leiðandi hversu mikið þarna kemur beint frá öðrum en þá so be it. Fór nefnilega aðeins að pæla í trúarbrögðum útaf skólanum og reyndar líka útfrá hörmungunum í Pakistan, here goes:
Trú endurspeglar allt það sem fólk trúir á. Ekki er aðeins um að ræða það sem við í daglegu tali teljum trúarbrögð, t.d. kristni, islam o.s.frv. Átrúnaður hefur verið til staðar frá tímum fornmanna þegar þeir treystu á hina ýmsu vætti. Átrúnaður getur einnig leynst innan þeirra stjórnmálahugmynda sem hafa það að markmiði að eyða trúarbrögðum. Stjórnmálastefnan sem slík, og hugmyndafræði hennar verður þá trúin, sbr. kommúnismi og nasismi. Átrúnaður tekur hins vegar breytingum með tíð og tíma. Kristni nútímans er ólík kristni frumkirkjunnar rétt eins og búddismi er ólíkur eftir því hvort hann er stundaður á Sri Lanka eða í Tíbet. Menn og þær aðstæður sem þeir fást við í sínu daglega lífi hafa áhrif á trúarbrögðin og þau breytast í samræmi við væntingar á hverju svæði á hverju tíma. Þar gildir einu hvort breytan er landsvæði eða tími.
Því er gjarnan haldið fram að trúarbrögðin séu leiðarvísir mannsins. Markmið þeirra er að kanna djúp mannshugans og leita uppi kjarna tilverunnar. Trú hvers samfélags er því sú leið sem það hefur valið til að ná fram þeim lífsgæðum sem álitin eru æskileg viðkomandi samfélagi. Þar sem trú er svo samofin samfélögum er ljóst að ekki er hægt að skoða sögu án tengingar við trúarbrögð, söguskoðun er því alltaf skoðun trúarbragða hvort sem fólk gerir sér grein fyrir því eður ei. Við skoðun trúarbragða er ekki aðeins verið að skoða hugmyndafræðilegan bakgrunn þeirra heldur einnig hvaða áhrif þau hafa á samfélög og félagslega uppbyggingu þeirra. Trúleysi er átrúnaður í sjálfu sér þar sem afneitun á guðlegum leiðtogum er sú lífskoðun sem viðkomandi hefur tamið sér og verður því að teljast lífskoðun þess aðila.
Hvað er átrúnaður. Trúarbrögð eða átrúnaður er atferli sem byggir hugmyndum manna um hinstu rök tilverunnar þessi skilgreining er gjarnan notuð þó lengra mál þurfi til að skilgreina átrúnað ítarlega.
Lengi hefur verið tilhneiging hverrar trúar að álíta að þeirra trú sé æðri öðrum, það liggur svo sem í hlutarins eðli þar sem að með því að viðurkenna að önnur trú sé æðri þinni ertu jafnframt að hafna eigin trú og álykta að eðlilegt sé fyrir þig að skipta um trú. Nýlendustefna Evrópuþjóða kemur meðal annars af þessum grunni, kristni evrópu var æðri frumstæðari trúarbrögðum og því rétt að fá þær þjóðir til að skipta um trú. Í þessu liggur hins vegar vandi sem er jafn gamall manninum, tilraunir til að fá einhvern til að afneita sínum trúarbrögðum hefur leitt til deilna og átaka frá öfrófi alda og nægir þar að nefna að gyðingar sem lentu í ofsóknum nasista létu frekar lífið en að afneita sínum guði.
Karl Marx hélt því fram að guð væri ekki til og heimurinn stjórnaðist af óbreytanlegum náttúrulögmálum og kommunísminn boðaði því í raun trú á kenningar Marx og urðu þannig trúarbrögð í eðli sínu.
Menn hafa gjarnan velt því fyrir sér hvers vegna menn trúa alls staðar á eitthvað, eflaust er þar um að ræða þörf fyrir leiðarvísi, skýringar á því hvers vegna við eigum að gera eitthvað og hvaða tilgangi það þjónar. Stjónvöld og átrúnaður hafa yfirleitt átt í deilum þar sem völd yfirvalda eru í eðli sínu takmörkuð ef þau koma ekki frá átrúnaðinum.
Á hvað ætli Íslendingar trúi í dag?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 19.10.2007 | 20:52 | Facebook
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 94118
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Athugasemdir
Hlýtur að vera copy/paste, ég hef sennilega verið að glósa við kafla þarna, það eru hins vegar nokkur orðasambönd sem eru augljóslega mín þannig að ég hef allavega verið að myndskreyta þau. Það var annars inspirerandi að vera í þessum kúrs, sr.Þórhallur Heimisson kenndi mér, hann er afar bright gaukur og skemmtilegur sögumaður. Nylon er hins vegar snilld, eins og áður hefur komið fram einhvers staðar í blogginu þá er ég með Losing a friend sem hringingu, kemur manni í gott skap, vona bara að ég hafi ekki jafn rangt fyrir mér með nylon og þegar ég var að hype-a hanson bræður og mmm bop lagið á sínum tíma
Pétur Björn Jónsson, 20.10.2007 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.