Ef niðurhal væri löglegt

þá væri ég að horfa á þáttaröð sem heitir Greek, eitthvað USA háskólastöff sem ég hefði verið að ná í. Fyrir ykkur sjö, err átta meinti ég Hafdís( er ennþá að venjast fjöldanum skiluru), þá er þetta hreint afbragð ef þið gerið engar kröfur um söguþráð, spennu, brandara eða annað það sem yfirleitt er að þvælast fyrir sjónvarpsþáttum.

Get ekki beðið eftir Evertonpuke á móti liði félagsskap hins himneska og gullfallega Fernando Torres(ég veit,dáldið langt en þetta er stór leikur) vona bara að Hinn Útvaldi(lesist Fernando Torres ef einhver var ekki að fatta) verði klár í leikinn. Hans konunglega hátign er víst eitthvað tognaður en hann svona 35% er betri en flest annað sem við höfum uppá að bjóða. Leikjadagbók fylgir í fyrramálið nema að ég verði svo hugfanginn af Greek að ég sofni ekki og missi af leiknum, vonandi ekki samt,(það hefur nefnilega gerst svona einu sinni eða tvisvar)

í tuttugastaogellefta skiptið á stuttum tíma verður þetta lag sett sem lokalag(fyrir ykkur sem viljið væla þá er þetta alltaf skárra en Uhh Ahh Cantona)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband