Jæja, ég er kominn úr Bónus, keypti spægipylsuálegg, 8 núðlusúpur og 6 Thule pilsner. Það var enginn sem kommentaði að þá vantaði neitt þannig að þetta varð ekki meira. Þetta kostaði alveg 800 kall.
Allavega, er staddur í Jórsölum 4, engir gestir að þessu sinni. Í þessum töluðu orðum er verið að sýna Urban Freestyler stöff á sýn2, þessir gaukar eru teknískir. Einhverjar fréttir af "svindli" á ksí hófinu í gær, Margrét Lára ekki valin best heldur einhver úr KR. Ég man eftir þesus einu sinni áður, það var fyrir einhverjum 20 árum þegar allir KR-ingarnir völdu einhvern úr Víði Garði, hann fékk flest atkvæði en það var mixað einhvern veginn.
11.31 Aukakrónur, þær koma bara, fer að verða þreyttur á þeim auglýsingum. Everton-Liverpool er víst fyrsti leikurinn í háskerpu(HD) í íslensku sjónvarpi. Ætli það breyti miklu í 7 ára gömlu Sony sjónvarpi?
11.34 Gummi Ben og Bjarni Jó í settinu, gott mál, það verður þá fjallað um fótbolta í þessari útsendingu. Þeir eru að tala um þreytu eftir landsleikjahléið, það er slatti af svoleiðis köllum í Liver, þýðir ekki að væla yfir því. Bjarni er ekki hrifinn af skiptimiðakerfinu hans Rafa, er ekki einn um það.
11.36 Bjarna finnst að ef menn eru heilir þá eigi þeir að spila sem eru bestir í liðinu, hann mætti senda Rafa póst með þessum upplýsingum. Gummi var greinilega búinn að ákveða að tala um liðsuppstillingarnar, þær tefjast aðeins og Gummi er að babbla til að redda sér úr því. kominn í 12 og á síðustu 60 sekúndum. Eitt við háskerpuna, það heyrist full mikið þegar þeir félagar eru að anda með nefinu, kannski er þetta reyndar ekki háskerpan heldur að þeir eru með mikrófónana uppí nefinu
11.40 Reina, Finnan, Carra, Hyypia, Riise, Gerri, Mascherano, Momo, Yossi, Kuyt og Voronin, má bjóða þér franskar með því?
11.42 Gerri kominn á kantinn aftur, erum við byrjuð með það crap aftur, hver á þá að gefa sendingar af miðjunni? Sigfríð að hringja, ætli hún viti ekki að það er leikur að byrja
11.44 nærmynd af Phil Neville rétt áðan, mig langar ekki að eiga mynd af honum
11.45 Þá er það byrjað, eftir 49 sekúndur tapar Sami sínum fyrsta langa skalla, ekki gott
11.48 Yossi komst innfyrir bakvörðinn, sem náði honum fljótlega aftur, Yossi er ekki raketta allavega en er með þokkalegt auga fyrir spili, erfitt að stoppa svoleiðis leikmenn í varaliðsdeildinni
11.49 Gummi sagði að það hefði farið fullt af athyglisverðum karakterum frá Íslandi á leikinn, svo flissaði hann, hvað getur það eiginlega þýtt? fór Ástþór Magnússon?Bubbi? Voronin í færi eftir spil frá Yossi en beint á markmanninn, þetta lítur vel út hjá Liver
11.52 Momo gaf á samherja sem var 7 metra frá honum, ef hann gæti verið í þessu allan leikinn þá er hann góður, vinnur mikið af boltum allavega
11.54 Gerri og Riise tóku hörmulegan aukaspyrnuvaríant, það er yfirleitt betra þegar þú endar ekki á að renna þér þegar þú átt sjálfur auka fyrir utan teig hjá hinum
11.57 Bjarna finst dómarinn leyfa leiknum að fljóta, rétt hjá honum. Leon Osman tók stutt horn, það er við hæfi, ég held að hann sé minni og léttari en Yossi, ætli það sé hægt
11.59, ég missti af því hverjir eru á bekknum, best að tékka
12.02 Itandje, Babel, Crouch, Pennant, Lucas Leiva er bekkurinn, Sami skallaði frá áðn eftir erfiða aukaspyrnu frá Arteta, vel gert hjá kallinum, Kuyt í færi en var ranglega dæmdur rangstæður
12.04 Hmm, Bjarni sagði að dómarinn leyfði karlmannlegar viðkomur, ég er nokkuð viss um að ég hef ekki heyrt þetta áður í fótboltalýsingu, átti samt einhvern veginn ágætlega við, dómarinn hefur ekki veirð að flauta á smástöff
12.07 Mig langar heldur ekki í mynd af Stubbs
12.08 sjit hvað það er mikil rigning hérna, eða réttara sagt fyrir utan, "rigningin lemur rúðurnar" héti þetta er leikjadagbókin væri glæpaskáldsaga, Momo og Osman skalla saman, það er ekkert spes
12.13 Everton búnir að vera betri síðustu mínútur, nokkur horn sem hafa verið svona hálfhættuleg
12.15 Hálftími búinn everton betri en engin stórhættuleg færi, Sami að vinna einhverja langskalla, sem er gott
12.16 Carra að taka auka, ég fer einhvern veginn alltaf að hugsa um jólaboð hjá Liver þegar ég sé Carra, skulum bara segja að eitt árið var fenginn strippari í það og Carra fór víst uppá svið
12.19 Momo að reyna hluti sem hann ræður ekki við, skulum bara segja að það sé ekki í fyrsta skipti
12.20 Everton átti ágætis skalla og Riise þokkalegan auka, Liver aðeins að mjakast aftur inní leikinn allavega, horn á fyrsta varnarmann, annað horn. Momo reyndi vinstrifótarsendingu sem var lengri en 5 metrar, hún fór svona 15 metra frá Liverkallinum
12.23 Enn eitt hornið hjá Everton, þeir eru hættulegir í þeim, Sami með sjálfsmark úr einu slíku, hvaða þvæla er það eiginlega hjá honum, afar klaufalegt en reyndar þokkalega afgreitt hjá Hyypia
12.26 Það er sem sagt 1-0 fyrir Everton, eðlilegast væri að skipta í hálfleik enda ekki verið sérstaklega mikið að gera hjá Liver en ætli hann bíði ekki og skipti á 57. 76. og 86. mínútu þegar það verður of seint. Getum nokkurn veginn gefið okkur að Pennant komi inná fyrir Momo á 57. Babel fyrir Yossi á 76. og svo Crouch fyrir Voronin á 86. mínútu. Reyndar gæti þetta breyst ef Liver jafnar en annars verður þetta svona, jafn pottþétt og getraunaseðlar helgarinnar
12.30 Nú eru bæði Momo og Riise búnir að sleppa Everton köllum við gult með því að standa strax upp eftir að það var brotið á þeim
12.32 flautað til hálfleiks, Everton betri en ég hlakka til 57. mínútu þegar við fáum skiptingu, verst að Pennant kemur inná og er að spila á móti Lescott en það er þó skárra en enginnákantinumafþvíaðGerrierhlaupandiinnámiðjunatrixið sem þeir eru að nota núna.
12.49 Öllum að óvörum er engin breyting á Liverliðinu, sennilega svo ánægður með hvernig gekk í fyrri. koma svo liver
12.52 ekki nema 11 mínútur í skiptingu, yakubu meðð svona stökkdýfu, alltaf skondið þegar menn eru felldir en fara upp í loftið við það
12.53 allt í lagi, ég skal spyrja, á þetta ekki að vera derbyleikur, af hverju eru engar tæklingar af viti, svo standa menn bara upp og eru voðalega góðir vinir, Gummi heldur því fram að þetta verði blóðugt til leiksloka, þá rann voronin á rassinn, hann ætti að kaupa takkaskó, það er betra á grasi
12.56 er það þegar maður ér að verða 36 ára þegar maður fer að finna smá buzz af því að drekka 2,25% thule pilsner
12.57 Víti og rautt, gerri sótti þetta fannst manni, reyndar togaði Hibbert í hann, réttur dómur
12.58 Kuyt er vítaskytta og skorar, 2 reglur um víti, 1. það er betra að taka í hornið sem markmaðurinn er ekki í og 2. besta víti í heimi er víti sem þú skorar úr.
13.03 Lescott átti sennilega að fá víti og stuttu seinna skaut Riise yfir úr deddara
13.05 Liver að pressa, 3 fyrir 1 í færum en kuyt skallaði yfir
13.06 Gummi að benda á að Momo sé bestur í að vinna bolta en verstur í að send´ann, það er hárrétt hjá honum
13.09 Momo reynir dáldið svona þéttingsfastímagahæð sendingar
13.13 Babel kominn inná fyrir Yossi, það er ágætt, hann er allavega massa skotfastur, Liver eru eðlilega mikið meira með boltann, lítur vel út verð ég að segja, nú er Lucas Leiva að koma inná, vonandi fyrir Momo
13.16 Gerri er víst að fara útaf, Lucas Leiva inná, vorum sennilega með of mikla breidd í liðinu
13.19 Mascherano með skot í Osman, það er ekki létt að hitta hann, Liver að fá horn sem ekkert varð úr
13.22 Vá hvað Voronin átti lélegt skot núna, hefði ekki einu sinni verið mark í varaliðsdeildinni, McFadden inná hjá Everton, hann er ágætur, allavega í landsleikjum
13.24 Momo í dauðafæri, átti næstum jafn lélegt skot og Voronin áðan, reyndar kannski verra en þetta var hinum megin þannig að það er erfitt að meta það alveg
13.26 Nú styttist í Crouch, það er fínt að setja hann inná svona af því að við erum ekki með neina kantmenn til að gefa á hann, ekki eins og að hans styrkur sé að skalla eða neitt
13.27 Bjarni að biðja um Crouch inná, veit sennilega ekki að það er ekki komin 86. mínúta
13.29 Dæmt á Carra, hann er alveg steinhissa, þrátt fyrir endursýningin hafi sýnt það ágætlega að hann var í einhvers konar flugvélarstellingu ofan á honum
13.31 Momo missti boltann á miðjunni, það kemur öllum á óvart nema þeim sem hafa einhvern tímann séð fótbolta. Horn hjá Everton, varð sem betur fer lítið úr því
13.33 Carra og McFadden báðir gult, Carra skilur það ekki, Momo farinn útaf fyrir Pennant, fínt að hann komi inná til að gefa á engan
13.35 víti og rautt, sjáum hvað gerist, sennilega aftur Kuyt, gott skot hjá Leiva en Phil Neville varði með hendi á línu, Kuyt skoraði en Everton átti sennilega að fá víti á 93. mínútu
13.43 Everton átti að fá þetta víti, gott á þá. Kuyt var frekar heppninn að skora úr seinna vítinu, hann gleymdi reglu 1, skjóta í hornið sem markmaðurinn fer ekki í. Fínasti sigur hjá Liver á endanum. Þeir voru reyndar ekki betri fyrr en þeir voru orðnir einum fleiri og búnir að jafna, Lucas Leiva var sprækur, vel spilandi gaukur, enda Brassi.
13.52 Háskerpa á ekki við um hljóð greinilega, nú eru Bjarni og Gummi að fara yfir leikinn, held ég. Málið er að það er ekkert hljóð, þetta var svona í smá stund í byrjun leiks líka, í hálfleik var síðan tónlist eða eitthvað á meðan þeir voru að tala og nú hefur ekki verið neitt hljóð í nokkrar mínútur. Ok, ég er farinn að skilja þetta háskerpustöff, þeir nota bandvíddina sem áður var notuð í hljóð til að senda betri mynd. Svona fyrir mig þá hefði ég kosið að hafa bara hljóðið áfram, ég fæ ekki mikið betri mynd á 7 ára gamla Sony tækið.
Meginflokkur: Enski boltinn | Aukaflokkar: Íþróttir, Leikjadagbók | 20.10.2007 | 11:32 (breytt kl. 13:57) | Facebook
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Les þetta stundum og flissa. Viltu eiga mynd af Jolien Lescott?
YNWA
GK, 20.10.2007 kl. 14:35
hehe, takk en nei takk
Pétur Björn Jónsson, 20.10.2007 kl. 14:44
hahaha snilld
johnny (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.