eða gæti verið að hljóðsendingin sé á undan myndinni. Ég held að Arnar Björnsson sé í Englandi að lýsa þessu, lógískt því mér skilst að hann hafi verið ða Arsenik leiknum í gær. Þá var smá vesen með það að lýsingin hans Arnars var á undan myndinni okkar, munaði ekki miklu en nóg til þess að það böggaði mann.
Núna er hann hins vegar örugglega svona sekúndu á undan þannig að ef eitthvað gerist í leiknum þá veit maður það áður en maður sér það, skyggn? Man öðru hvoru eftir þessu úr útsendingum af handboltastórmótum, það er þetta reyndar miklu meira pirrandi því þá veit maður hvenær þeir skora og ekki, aðeins meira um mörk í handbolta. Er þess vegna búinn að vera með slökkt á hljóðinu núna í dáldinn tíma, það er ekki alvitlaust. Er samt með tillögu fyrir sjónvarpsstjórnendur, á meðan ekki er hægt að samræma mynd og lýsingu þegar lýsandinn er í útlöndum þá er best að láta lýsa þessu frá Íslandi. Getur vel verið að þetta sé svona umbunarkerfi þannig að spekúlantarnir fái að fara á X-marga leiki á ári, það er þá fínt, leyfið þeim bara að horfa á leikinn og hafið einhvern hérna heima til að lýsa leiknum. Víst ég minnist á það, það væri fínt að hafa Gaupa, Arnar og Þorstein dáldið mikið í útlöndum, þeir geta þá tekið viðtöl og svona, sýnt myndir frá ferðum Íslendinga til Englands og jafnvel verið með svona sína sýn á enska knattspyrnu, sem við getum þá sleppt því að horfa á og um leið losnað við þá úr lýsingunum.
Munurinn á Sýnarlýsendum sást ágætlega í gær, Arnar var að lýsa beint og það var einhvern tækling á miðjunni sem gaukurinn fékk McCann fékk spjald fyrir, Arnar var að missa legvatnið yfir því hvað hann væri heppinn að fá ekki rautt. Málið var hins vegar að þetta var ekkert sérstaklega gróft og Gummi Ben benti réttilega á í umfjöllun um leikinn að það hefði kannski verið fullmikið að spjalda á brotið.
Sko, Sýn er afbragðs stöð og sýnir alls konar íþróttir. Væri ekki ráð að láta þá, sem vita eitthvað um fótbolta, lýsa leikjunum en hinir(lesist, Arnar, Þorsteinn og Gaupi) sjá um aðra viðburði. Gaupi séi t.d. alveg um handbolta og póker(væri merkilegt nokk framför að hlusta á Gaupa miðað við dúddann sem lýsir því nú), Arnar og Þorsteinn gætu skipt á milli sín boxi, fitness og öðru slíku. Ég veit að það hljómar spes að þeir sjái um fitness en það snýst meira um áhorfendafjölda sem fylgist með en sérfræðiþekkingu þeirra.
Það er töluvert um hræringar á fjölmiðlamarkaði, sýnist manni allavega. Þetta á samt ekki alveg við um sýn, þeir þremenningar eru búnir að vera þarna síðan Köben brann. Eflaust búa þeir yfir reynslu sem gott er að nýta, er ekki hægt að láta þá vera einhvers konar verkstjóra, þeir svona ráðleggja sérfræðingunum og kannsk kóvera ef leysa þarf einhver mönnunarvandræði í stað þess að þeir séu stöðugt í sviðsljósinu.
Ég einhvern veginn held að við myndum ekki sætta okkur við þá félaga sem bókmenntaskýrendur um jólin. Ég er samt pottþéttur á því að þeir hafa lesið fullt af bókum. Sama á eiginlega við um fótbolta, þeir verða ekki sérfræðingar á að hafa horft á fullt af leikjum, (já og ég veit að Þorsteinn var einu sinni markmaður). Þetta voru allavega mín 2 cent um þessa ágætu menn.
West Ham sigraði Sunderland 3:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Sjónvarp | 21.10.2007 | 16:03 (breytt kl. 16:05) | Facebook
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Ég horfði einmitt á Arsenal leikinn í gær og þetta fór þvílíkt í taugarnar á mér að hljóðið skyldi vera á undan. Það nánast eyðilagði leikinn. Ég held að sjónvarpsstöðvarnar hafi mjög einfaldan búnað sem seinkar hljóðinu ef þurfa þykir. Kannski var maðurinn sem kann á tækið í helgarfríi!
Mér finnst Arnar ótrúlegur þegar hann er að lýsa leikjum. Það sást vel í gær. Í byrjun var mikill pirringur í leikmönnum og mikið af óþarfa og ljótum brotum. Arnar var að kvarta yfir þessu. Dómarinn tekur til þess ráðs að dæma meira og taka hart á öllum brotum og við það lagast þetta og leikmenn losna við mesta pirringinn og meiri fótbolti er spilaður. Þá fer Arnar að kvarta yfir því hvað dómarinn dæmir mikið og hann sé að skemma leikinn. Ég held að það sé kominn tími til að íþróttafréttamenn séu settir á dómaranámskeið og eru skikkjaðir að dæma nokkra leiki á ári. Til dæmis í 3.eða 4. flokki. Þá myndu þeir kannski fá smá tilfinningu fyrir því sem dómarinn er að gera.
Annað sem vakti athygli mína í Liverpool leiknum í gær var Bjarni Jóhannsson sem var aðstoðarlýsir. Hann var með allt á hreinu og vissi alveg hvað Benitez átti að gera til vinna leikinn. Laga kantspilið og sækja upp kantana og reyna að fá meira út úr miðjuspilinu, virkja miðjumennina meira. Það sem vakti athygli mína við þessi ummæli er það að Bjarni er aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og af hverju er hann svona klár þegar hann er að lýsa og getur sagt Benitez hvað hann eigi að gera, en getur ekki gefið Eyjólfi þokkaleg ráð.
Mummi Guð, 21.10.2007 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.