Allt í lagi, ég skal spyrja

~ hver pantaði þetta veður? ég labbaði niður laugaveginn áðan til að hitta Ómar vin minn, ég hefði ekki blotnað meira þó ég hefði stokkið í sjóinn

~ hvernig get ég verið viku frá því að verða 36 ára? ég fór í fótbolta í gær og var afar sprækur, varð ekki stífur í kálfunum og móður fyrr en fyrsti leikurinn var hálfnaður, ca. 6 mínútur.

~ hvað varð um kvikmyndaferilinn hjá Alec Baldwin? finnst einhvern veginn ekki vera langt síðan hann lék í hunt for red october, þangað til að ég áttaði mig á því að hún er frá 1990 og hann hefur eiginlega ekki leikið í neinu af viti síðan. Ef niðurhal væri löglegt þá væri ég núna að horfa á hann í 30 rock.

~ hvað þarf maður að hafa sem meðlæti með núðlusúpu til að það teljist eldamennska?

~ hvað er það augljóst ellimerki að vera alltaf vaknaður áður en vekjarinn hringir klukkan sjö?

~ er það merki um að hafa verið of lengi piparsveinn þegar ég þekkti ekki helminginn af grænmetinu og kryddinu sem Jamie Oliver notaði í þáttunum sínum sem ég hefði verið að horfa á í gær ef niðurhal væri löglegt?

~ hvað þýðir það eiginlega að ég hafi eytt sunnudagskvöldi í að horfa á kokkaþætti með Jamie Oliver? eða sko hefði gert það ef niðurhal væri löglegt

~ er ekki frekar lame að blogga um veðrið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég gæti komið með svar við öllum spurningunum, en er ekki viss um að svörin myndu hitta í mark. Svo ég svara bara einni: Núðlusúpa er ekki matur!

Lovísa (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 13:55

2 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

hehe, efast ekki um að þú hafir einhver komment við þessu

Pétur Björn Jónsson, 23.10.2007 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband