Jórsalir 4, ég er að elda þannig að þetta gæti orðið aðeins stopult, gæti reyndar orðið stopult af því að mér er slétt sama um bæði þessi lið
18.50 Gaupi einn að lýsa, það er svona eins og að fá null í tombólu. Newcastle Brown Ale eru búnir að vinna 3 í röð, Tottenham engan í röð.
18.53 Gaupi er búinn að fara yfir stöðuna í deildinni og hvaða leikir eru framundan, hann hefur ekki komið með neitt sérkennilegt komment ennþá, nema reyndar akkúrat núna, var að taka það fram að Arnar hefði lýst West Ham leiknum eins og honum einum er lagið
18.58 Gaupi sagði okkur rétt áðan að Newcastle hefði unnið 3 leiki í röð, var svo rétt í þessu að bæta við að Allardyce hefði byrjað vel hjá Newcastle en liðið væri núna að koma til baka eftir frekar erfitt gengi, þeir eru samt bara búnir með 8 leiki í deildinn, er það bara ég sem er ringlaður?
18.59 Frekari tölfræðiupplýsingagreiningar frá Gaupa, dáldið eins og að hlusta á pípara lýsa skurðaðgerð
19.00 leikurinn byrjaður, Berbatov á bekknum, kannski ok að láta 18 milljóna senterinn darren bent spila eins og einn leik. Tottingham eru í dáldið fínum hvítum búningum
19.03 búinn að elda, kjöt og pasta, smá hlé á meðan ég næ í þetta
19.04 Kominn með þetta, er sem sagt núðlusúpa með kjötbragði
19.05 Best að hrósa Gaupa, hann má eiga það að hann er duglegur að ná sér í stöff um leikmenn og hafa með sér í leikinn, var að segja okkur að Abdoulaye Faye hafi spilað hjá Lens, vona að hann haldi sig við svona stöff, það er kannski ennþá von?
19.10 Emre meiddist aðeins áðan, eru það annars sérkennilegustu viðskipti síðari ára, þegar Souness vildi endilega losna við Jenas og keypti svo Emre. Hver ætli tilgangurinn hafi verið að losa sig við Jenas, hver vill svo sem eiga unga enska varnarmiðjumenn? Jón Bjarni sagði um daginn að við ættum kannski að fá Souness til að taka við Liver aftur, hann var að sjálfsögðu að grínast en mér er ennþá flökurt við tilhugsunina
19.13 Bale fékk gult fyrir að tefja horn hjá Newcie brown ale, Faye átti síðan skalla í stöng uppúr horninu
19.15 gott að sjá að fair play herferðin er að virka, Bale fékk auka og sat og var að kveinka sér, Tottingham notaði þá tækifærið og tók aukann strax, ekki það að Bale sé í tottenham eða neitt
19.17 Mér finnst þessi núðlusúpa ágæt, geri samt ráð fyrir því að Maja eldi eitthvað annað eftir tvær vikur, hún er afbragðs kokkur, ætli maturinn þá sé inní þriggja ára planinu eða er það meira svona almennt um það hvað maður ætlar að gera, ekki endilega máltíðir hvers dags?
19.20 Bale farinn útaf meiddur, Geremi steig á hann áðan, það var held ég ekki gott.
19.21 var að fatta að Arsenal eru komnir með 25 stig úr fyrstu 9 leikjunum, það er slatti, það er eiginlega svona manager byrjun, fyrir þá sem ekki vita hvað manager er þá get ég bara ekki hjálpað ykkur
19.24 ég hélt einu sinni með tottenham, það var þegar ég var svona 8 eða 9 ára, já ég veit dáldið langt síðan, það var af því að garth crooks var í liðinu, mér fannst svo skrýtið að sjá svarta menn spila fótbolta
19.26 nei, mér finnst það ekki ennþá skrýtið, en takk fyrir að spyrja
19.27 Owen í færi en markmaðurinn varði vel, fannst þetta skrýtið þangað til að ég fattaði að mrs. robinson er ekki í markinu hjá tottingham heldur einhver cerny. Það er ágætt fyrir þá, prófa að vera með markmann sem stoppar hitt liðið í færum í staðinn fyrir að gefa þeim færi, allavega vel þess virði að reyna, svona miðað við að þeir eru i 18. sæti og svona
19.29 Tottenham með sama trix og þeir skurðuð tvisvar úr á móti liver, einn langur sem annar senterinn flikkar á hinn, Keane komst í færi en skoraði reyndar ekki. Þetta er kannski svona óstöðvandi trix, svipað og lokasparkið í karate kid 1
19.31 ef þetta er óstöðvandi af hverju nota þeir þetta þá ekki meira, ekki eins og að annað sé að ganga allt of vel hjá þeim. Litli tyrkinn að minna á sig segir Gaupi, Emre átti sem sagt skot framhjá. Nú fáum við ferilskrána hans Emre, þetta eru ágætis upplýsingar frá Gaupa
19.35 Faye með tveggja fóta stökktæklingu sem Keane hoppaði uppúr, það má víst taka tveggja fóta ef maðurinn hefur vit á því að hoppa, ekki viss um að Gylfi væri hrifinn af þessari dómgæslutúlkun
19.37 Chimbonda hraunaði einn og fékk gult, kom þá alveg steinhissa veifandi einum fingri, hann heldur víst að það megi taka eitt hraun áður en maður fær spjald, Duffield vinur minn er dáldið inná þessari skoðun líka.
19.39 Það eru búnar 39 mínútur og eiginlega bara eitt alvöru færi, það er ekkert spes. Sjálflýsandi græna peysan sem dómarinn er í er hins vegar dáldið spes, hann er svona eins og grænn hlunkafrostpinni
19.42 Hmm, ætli Gaupi hafi verið nýbúinn að borða þegar hann mætti í útsendinguna, hann hefur eiginlega ekki sagt neitt furðulegt í útsendingunni, hann er kannski svona mettur og sæll að honum detta engir misjafnir brandarar í hug. Þetta er þá fínt trix, svona þangað til að handboltatímabilið byrjar, hvenær sem það nú er, gefum Gaupa helling að borða fyrir lýsingar
19.45 Obafemi Martins að skora gott mark, hann er fljótur og góður, reyndar sterkur líka, ætli þeir vilji skipta á sléttu á honum og crouching tiger? Og þá byrjaði ruglið í Gaupa, Martins fagnaði með einhverju flikkflakkheljarstökku, Gaupi byrjaði þá á 15 sekúndna lýsingu á því að Martins gæti keppt fyrir Ísland á ólympíuleikunum í fimleikum, bara ef hann fengist til að skipta um ríkisfang, það þyrfti einhver að gefa Gaupa eitthvað að borða í hálfleik, þetta var búið að ganga svo vel hjá honum en hann er sennilega að verða svangur
19.56 Gaupi má samt eiga það að hann er snyrtilegur í taujinu kallinn, það er alltaf ágætt
19.58 Það geta allir verið heimsborgarar, nýju auglýsingarnar eru ágætar, toppa samt líklega seint Jack-ið frá síðasta vetri
20.01 Gaupi segir að tottingham sé líklega að fara að tapa þessum leik, það gæti alveg verið rétt hjá honum. Gaupi að fara aftur yfir stöðuna í deildinni, hann er markviss í kvöld kallinn, allavega svona mestan partinn.
20.05 Hive að hringja aftur og bjóða mér eitthvað, heyrðist síðan ekkert í þeim, verða þá líklega að hringja aftur, alltaf gaman að símasölufólki svona yfir leiknum, hélt fyrst að Sigfríð væri að hringja en hún veit sennilega að það er leikur
20.07 Það er stundum dáldið svipað með leikjadagbækurnar og sunnudagsboltann hjá mér, meiri kraftur framan af. Þessi leikur er dáldið gamaldags á köflum, ef þið kannist við myndir úr hm frá 60 og eitthvað, svona einn sem hleypur og 1 til 2 að verjast honum, aðrir standa og horfa. Newcie brown ale var að skora úr horni, 2-0, Cacapa skoraði með skalla. Berbatov þá farinn að hita upp, kannski kominn tími til að taka hann úr skammarkróknum sem Gaupi talaði um í hálfleik
20.12 er ekki dáldið vesen að vera með Robbie Keane sem fyrirliða þegar þú ert með Berbatov og Darren Bent í hópnum líka, þarf eiginlega fyrirliðinn þinn ekki að vera pottþéttur í liðið? eru ekki bæði bent og berbatov betri en keane?
20.15 að sjálfsögðu skoraði þá Keane, reyndar úr frákasti eftir að Bent skallaði í stöng 2-1, allavega mörk í þessum leik, Berbatov er samt að fara að koma inná, einhver aðstoðarþjálfari að með töflufund á hliðarlínunni til að útskýra eitthvað, Berbatov inná fyrir Malbranque
20.17 Berbatov er eitthvða kalt, hann er með jesperblomqvist ermatrixið, mér finnst það alltaf frekar furðulegt að sjá, sérstaklega þegar menn eru þarna á stuttum
20.19 Gaupi er orðinn svangur aftur, þetta var að koma uppúr honum " Allardyce hefur lést talsvert frá því að hann kom frá Bolton, kannski verri matur, ég veit það ekki", gott að Gaupi er að hugsa um leikinn
20.21 Gaupi kominn aftur í blöðin sín, það er fínt, Cacapa er frá Brasilíu, var í Atletico Madrid, áfram svona Gaupi, maturinn er á leiðinni
20.24 Tottenham er búið að fá á sig 20 mörk í 10 leikjum, það er slatti í poka
20.25 Gaupi er líka með svona fínan framburð, djínas. ok, fínn framburður og fín föt hjá honum, tískuþáttastjórnandi kannski?
20.27 Joey Barton á leiðinni inná, hann er geðgóður, verst að bowyer er farinn frá newcastle
20.33 Milner var að skora 3-1 ágætis mark, það svona eiginlega drap aðeins þennan leik, þetta verður svona engin miðja leikur, liðið sem er yfir parkerar 2-3 frammi sem sækja en hitt liðið er með 5 frammi, ekki ósvipað æfingu þegar lið spila á lítinn völl
20.40 Jenas er víst búinn að vera alveg hrikalega slakur, ööö ég hef eiginlega ekki tekið eftir því, hann hefur svo sem ekki gert mikið en veit ekki hvort hann hefur verið hrikalega slakur
20.43 Þessi leikur dó eiginlega við þetta þriðja mark, það eru ca. 7 mínútur eftir og nenni eiginlega ekki að horfa á restina af þessu, Newcastle búnir að vera betri mestallan tímann. Ætla að sjá hvort það er ekki eitthvað skemmtilegra í tv.
20.53 Það gerðist ekki meira í leiknum, Martin Jol var dáldið fýldur á svipinn, sennilega lítið eftir af Tottenham ferlinum hans, best að nota þá síðasta tækifærið til að minnast á það að hann á 2 bræður sem heita dick og cock
Meginflokkur: Enski boltinn | Aukaflokkar: Leikjadagbók, Íþróttir | 22.10.2007 | 18:53 (breytt 23.10.2007 kl. 19:19) | Facebook
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.