Jórsalir 4, nóg af kóki en ekkert saltnammi. Engir gestir að þessu sinni, Minime farinn heim til sín. Var að spá í að skrifa þetta frá Bifröst en nennti ekki að keyra í myrkri eftir leik.
Það verður gaman að sjá hvernig liðið verður, er næstum að vonast eftir miðju með Gerra, Masherano, Xabi og Babel.
15.45 Var að sjá liðið. Reina, Finnan, Carra, Hyypia, Riise, Gerri, Alonso, Masherano, Voronin, Kuyt og hinn gullfallegi Fernando Torres. Við gætum mögulega verið að sjá ný level af sérkennilegheitum frá Rafa, Gerri jafnvel á vinstri, allavega hann eða Voronin, gott að Babel er ekki kantmaður eða svoleiðis?
15.48 Gaupi er í settinu með Grana og Frey úr FH, það er reyndar einn stór kostur við það, Gaupi er þá ekki að mala á meðan leikurinn er í gangi. Spái Hödda og Bjarna Jó í lýsingunni.
15.49 Gangurinn að klefunum á Anfield er svona eins og landgangur á flugvöllum, einbreitt eiginlega, ætli það verði ekki rýmra á Shankley Park
15.51 Torres er sérstaklega vel greiddur í dag, hann hefur mitt leyfi til að skora þrennu í dag.
15.52 Það er mér hulin ráðgáta, nú eins og áður, hvernig Voronin gat fengið tíuna
15.54 fyrir þau ykkar sem ætla að hringja til að spyrja hvað mér finnst um hitt eða þetta í fréttum þá get ég svarað því strax, mér finnst það alveg fínt eða afleitt, allt eftir aðstæðum, það eru 5 mínútur í leik þannig að ég tek ekki síma í 2 tíma, Grani og Freyr spá báðir 3-1, reyndar fyrir sitthvoru liðinu
15.56 Arnar er einn að lýsa, holy smoke, var enginn sérfræðingur laus?
15.57 You´ll never walk alone
15.58 Nett taugaspenna, hollt og gott því þá er manni ekki sama
15.59 Theo Huxtable er á bekknum, stóð sig sennilega ekki nógu vel síðast hjá Arsenik. Yfir/undir á beinum ristarspyrnum hjá Kuyt er 9, þar af minnst 7 úr sérkennilegum vinklum
16.02 Arsenal byrjar með boltann, það skiptir yfirleitt ekki miklu í fótbolta
16.03 Þetta er Kuyt/ Voronin á hægri/vinstri, Gerri fyrir aftan Torres, það lítur vel út. Meikar meira að segja sens, nema kannski fyrir þær sakir að hvorki Voronin né Kuyt eru kantmenn, þeir eru samt eiginlega ekki heldur senterar, hmm.... þeir eru svona sóknarmenn, crap, Carra er meiddur
16.06 Voronin með spjald, best að taka hann þá útaf. Hann fékk þetta eftir svona látannfaratrix, hann gleymdi bara að snúa við og taka boltann því það var enginn annar þar
16.07 Þeir eru búnir að laga HD hljóðið allavega, Liver með auka svona meter fyrir utan teig
16.09 Gerri að taka þetta, af hverju eru þeir að vesenast með það að renna boltanum
16.10 Já ok, kannski af því að Gerri getur þá neglt honum inn, 1-0, nammi namm
16.11 Fínasti auki hjá Gerra, er almennt ekki hrifinn af því að renna boltanum til hliðar í auka, það gefur hinum séns að komast fyrir boltann, hjálpaði þarna að innsti gaukurinn í veggnum ákvað að vera ekki lengur í veggnum
16.12 Ég held að Voronin sé ekki búinn að fatta hvað gult þýðir, hann var allavega að renna sér aftur, ok, ég skal útskýra ef hann skyldi lesa þetta í hálfleik, sko, ef þú ert kominn með gult þá þarftu að passa þig dáldið, annað gukt þýðir nefnilega ða þú ert rekinn útaf og það má enginn koma inná fyrir þig
16.14 Crouch að hita upp, veit ekki alveg hvað það þýðir, vona að Torres sé í lagi
16.16 hendi á Hleb, þetta var samt bara önnur, veit ekki af hverju þeir dæmdu á þetta, Gerri er í svona frjálsri stöðu fyrir aftan senterinn, sýist honum ekki leiðast það mikið. Arsenik er að svona þvælast upp kantana, vel spilandi lið samt
16.18 Almunia í marki hjá Arsenik, var ekki Lehman búinn að segja wenger að passa sig? hann hefur sennilega misst af því, hjúkk, Adebayor í færi en Reina reddaði
16.20 Voronin er búinn að eiga 5 sendingar, þar af 7 á mótherja
16.21 Hyypia með langan bolta sem var sentimetra frá því að hitta Torres, eða reyndar svona 2000 sentimetra
16.22 Arnar hefur eiginlega ekki sagt neitt vitlaust það sem af er, hmm.... ok, þangað til núna þegar hann sagði að dómarinn væri hliðhollur Liver en svo 5 sekúndum seinna að að hann væri samkvæmur sjálfum sér þegar Liver fékk ekki auka, ég er smá ringlaður, hvort er þetta Arnar?
16.25 OK, nú sagðist hann ætla að draga þetta til baka frá því áðan, þetta er eiginlega meiri Derby leikur en á móti Everton síðast, allavega er tempó í þessu og menn virðast smá pirraðir
16.27 Torres reyndi rennonumframhjáoghlaupatrixið en gleymdi að renna boltanum fram Toure
16.28 Liver er aðallega að reyna að negla fram á Torres, er það ekki venjulega betra ef það er allavega í áttina að honum, eða bara allavega ekki beint á markmanninn
16.29 Gerri með skot eftir 2 horn, aftur horn, á það ekki að vera víti?
16.30 Æ, þessi 3 horn og víti brandari er að verða þreyttur, ég er hættur að notann. Carra prófaði einn langan á Torres, það er ekki gaman að elta svona þvælu allan leikinn, nú sást reyndar að það var hendi á Sagna í horninu, það er stundum víti en reyndar var þetta bara önnur
16.33 Carra sló Eboue inní teig, það má ekki, af hverju sá línuvörðurinn þetta ekki, nú var Gerri með eina Ninja tæklingu en meiddi sig, sýndist hann fá högg á ökklann, þetta var ekki gott allavega
16.35 Voronin hitt núna loksins á samherja, það gerðist reyndar þegar hann var að hreinsa, ok þetta er dáldið ýkt hjá mér, hann hitti einu sinni eða tvisvar á samherja áðan af 5 metra færi
16.36 Arnar hefur verið að finna blaðið sitt með gamalli tölfræði, það er fínt, virkar svona eins og suð í sjónvarpinu
16.38 Arsenik eru búnir að vera betri bróðurpartinn af leiknum, það er ekki sama flæði í Liver, kannski að því að kantararnir eru ekki kantmenn og að Liver reynir eiginlega bara langa bolta
16.40 Adebayor að reyna að setja schnabel í eyrað á Hyypia en hann varði sig með olnboganum, shit hvað hann hoppar hátt, það er reyndar mikið betra en Scwarzer í ManU leiknum í gær, hann hoppaði niðrávið í markinu hjá Nani
16.43 Það eru svona 4 eftir af fyrri, Liver má eiginlega þakka fyrir ef þeir ná að fara í hálfleik með þessa stöðu, væri gott samt
16.45 Gerri með ágætan auka, munaði ekki miklu að Sami næði að skalla af markteig, það telur reyndar ekki mikið að ná boltnaum næstum því
16.46 Mér sýnist nokkrir þarna vera orðnir dáldið þreyttir, það er svo sem búið að vera hellings tempó í leiknum, Torres reyndi eina 60 metra skiptingu með vinstri, hann dreif svona 30, það var ekki nóg, nú meiddi Torres sig, hvað með að henda boltanum útaf þá, nei ok, Torres er staðinn upp.
16.49 Þegar Crouch kemur inná fyrir Torres, ætli við höldum áfram að reyna bara stungur? Er það ekki dáldið eins og að fara í malargryfju að kaupa í matinn að stinga á Crouch, það er eitthvað sérkennilegt við það
16.51 ok, hálfleikur. Liver eru yfir og það er svona passlega sanngjarnt, Arsenal hafa allavega verið meira með boltann og hafa fengið eitt/tvö færi. Crouch er á leiðinni inná fyrir Torres í seinni, það ruglar aðeins kerfinu hjá Rafa, hvort ætli hann hæti þá við skiptinguna á 54. 75. 87. mínútu? Ég spái því að þetta veðri í staðinn fyrir 54. mínútu skiptinguna. Babel kemur þá inná fyrir Voronin á 75. ef Voronin les bloggið í halfleik og lætur ekki reka sig útaf.
17.06 Það var viðtal við Grobbelar í hálfleik, Pétur Hafliði fór einu sinni útá lífið með honum, kemur fáum á óvart að Grobbi er skemmtilegur náungi, hann lítur einhvern veginn þannig út, svona svipað og að ég er pottþéttur á því að Souness er leiðinlegur
17.08 Jónas Grani benti réttilega á það í hálfleik að Liver er ekki með neina kantmenn. Það skiptir líka voða litlu máli þegar senterinn þinn getur eiginlega bara skorað eftir fyrirgjafir, gott að við vorum ekki að setja einn tveggja metra inná sem getur bara skorað eftir fyrirgjafir
17.11 Hey kúl, þið vitið svona þegar tónlistarmenn gera kóver af lögum í virðingarskyni við aðra tónlistarmenn, Mascherano var núna, í virðingarskyni við Momo, að taka Momo trix, þ.e. að vinna boltann en hlaupa svo af stað í dellu og missann aftur
17.13 Arsenal með þokkalegt spil, láta bolta flæða ágætlega á milli kanta, nú var Crouch að taka boltann niður, snúa sér og negla langt fyrir utan teig, ég hef ekki séð þetta áður, Gerri með horn beint á fyrsta varnarmann, sko það er ekki erfitt að taka horn og auka, koma boltanum bara aðeins yfir fyrsta varnamann, það er yfirleitt nóg
17.16 Arsenal með skot í stöng og Fabregas með skot framhjá tómu marki af vítapunkti, kom eftir frábært spil frá þeim. Mashcerano fékk gult eftir eina tveggjafóta stökktæklingu, gott að það eru ekki reglur sem segja að það eigi að reka útaf fyrir svoleiðis eða neitt
17.18 Nú var Crouch að salta einn, það eru tæklingar og aksjón í þessu.
17.20 Endursýning af Ninjastökkinu hans Masherano, merkilegt að hann sé ennþá inná og líklega ágætt fyrir Sagne að hann hoppaði frá þessu
17.21 Dammit, Riise með fyrirgjöf á fyrsta varnarmann, hann á samt að vita að horn/aukaspyrnureglan á líka við um fyrirgjafir, nennir einhver að sms-a því á hann ef hann skyldi vera með símann á sér inná, ég er ekki með númerið hans
17.24 Reyndar eitt með svona slána eins og Crouch, það er erfitt að kenna þetta, þ.e. hæð
17.25 rúmar 10 í Voronin/Babel skiptinguna, ég held að Arsenal sé að færa sig framar, allavega er svæði fyrir Crouch til að hlaupa í og ekki hleypur hann hratt.
17.27 Þetta var óvænt trix, Benayoun var að koma inná fyrir Voronin á 65. mínútu, Alonso næstum búinn að skora með hendi, Arnar næstum búinn að fatta að það var aksjúallí dæmt á þetta, Theodore Huxtable Walcott að koma inná
17.29 Þessi skipting ruglaði mig dáldið, síðan hvenær skiptir Rafa eftir 64. mínútur, geri mér enga grein fyrir því hvað þetta þýðir, nú er Alonso meiddur aftur; Arbeloa að koma inná með hárkolluna hans Pennant, þetta er sennilega svona í virðingarskyni við Pennant víst hann meiddist, fallega gert hjá honum
17.32 ég er ekki hrifinn af þessari skiptingu hans Rafa, hefði ekki verið hægt að færa Gerra neðar og setja Babel inná, getum ekki alveg pakkað finnst mér. Jafnvel hægt að færa Yossi innar og koma Babel á kantinn, hann hefur hraða til að breaka á þá ef við skyldum einhvern tímann ná boltanum af þessu Arsenal liði
17.35 Tvær skiptingar á leiðinni hjá Arsenal, Mascherano vann boltann til Riise sem hljóp af stað og reyndi þríhyrning við Toure, sennilega ekki fattað að hann er ekki með honum í liði þannig að Toure gaf ekki boltann á hann aftur
17.37 Riise með skot beint fyrir utan teig eftir að Gerri gaf fyrir af vinstri kantinum, ætti kannksi að vera öfugt en þetta var allavega ágætt skot.
17.39 Bendtner skallaði í gegnum klofið á Sami, dáldið töff, Arsenal annars í reit inní teig hjá Liver, kannski að við ættum að reyna að taka boltann af þeim
17.40 Það er svona korter eftir, AArbeloa er að reyna sama trix og Voronin í fyrri, þ.e. að gefa mest á kallana í hinu liðinu, hann er allavega dáldið lengi að þessu eitthvað. Fabregas búinn að jafna, kemur ekki mikið á óvart enda Arsenal búnir að vera betri eiginlega allan leikinn 1-1
17.43 Ætti að verða tempó þessarar síðustu 10 mínútur, ekki að það hafi vantað hingað til. Crouch að pressa inní teig hjá hinum, Yossi ákvað þá að dekka svæði við miðjulínuna, borgar sig ekkert að hjálpa við pressuna ef hún skyldi kannski virka. Svæðið við miðjulínuna skapaði allavega ekki hættu
17.47 Dómarinn tók boltann af Kuyt á miðjunni en Carra reddaði því, er annars að pæla í því hvar Neil Mellor sé, hann hefur skorað á CopEnd á móti Arsenik
17.49 Töff, sama trix og áðan, Arsenal með skot í stöng og síðan frákast framhjá, Liver fóru með 8 fram áðan, verst að Gerri ákvað þá að missa boltann þegar hann var aftastur af þeim
17.50 Arbeloa með sendingu sem fór ekki á mótherja, fór reyndar úaf en allavega ekki á mótherja
17.51 Mér er búið að takast að blokka svo vel á Arnar að Ómar þurfti að benda mér á að hann hafði líkt Sami við gamlan finnskan vörubíl
17.54 Þetta fer að verða búið, eigum eiginlega ekki mikið meira skilið en 1 stig úr þessu, hefði svo sem verið fínt ef Gallas hefði ekki náð að henda sér fyrir skotið hans Gerra áðan en so be it.
17.55 Flautað af, endaði 1-1 sem er sennilega sanngjarnt svona þegar allt kemur til alls. Liver hefði hugsanlega getað hangið á þessu en Arsenik átti ekki skilið að tapa þessu. Nú er bara að vona að Torres og Xabi séu í svona þokkalegu lagi, við þurfum á þeim að halda.
Ómar vinur minn, sölukall hjá Eyjunni er farinn að skrifa leikjadagbækur líka, hann er dáldið reiður bloggari sem gerir bloggið hans dáldið skemmtilegt. Hann er samt markmaður þannig að hann er með soldið skrýtnar hugmyndir um fótbolta , heldur t.d. með ManU sem er yfirleitt merki um að menn séu ekki alveg með fulle fem
Meginflokkur: Enski boltinn | Aukaflokkar: Íþróttir, Leikjadagbók | 28.10.2007 | 15:42 (breytt kl. 18:11) | Facebook
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Fyrir þig Petter björn þá vona ég að gerra verði ekki tekinn útaf eftir 55 mín eins og í síðasta deildarleik!
Ómar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 15:52
hehe, gerri er minnst 65 mínútna maður í dag
Pétur Björn Jónsson, 28.10.2007 kl. 15:56
Afhverju brunar þú ekki í hálfleik til Valla á mánagötuna og tekur FIFA 2008 eftir leik? nei...bara pæling ;)
Ómar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 15:59
ég er að einbeita mér að leiknum, svo þarf ég að einbeita mér eftir leik
Pétur Björn Jónsson, 28.10.2007 kl. 16:01
En það er betra að einbeita sér að HD en ekki það er á hreinu :D
Ómar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 16:03
hd er svipað og venjulegt í 7 ára gömlu sony sjónvarpi
Pétur Björn Jónsson, 28.10.2007 kl. 16:05
Mér finnst líkingin hjá Arnari fyndin þegar hann líkti sami við gamlan finnskan vörubíl...en leiðinlegt með markið samt...
Ómar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 17:42
ég missti merkilegt nokk af því hjá honum, já ég veit að þér fannst leiðinlegt með markið
Pétur Björn Jónsson, 28.10.2007 kl. 18:01
Til hamingju með daginn elsku brósi...
Kolla sys (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 09:16
takk:)
Pétur Björn Jónsson, 29.10.2007 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.