29.10.2007
~til hamingju með daginn til mín og Winonu Ryder - erum 36 ára bæði
~ég er ekkert að verða yngri en það er eiginlega ok
Það er ekkert sérstaklega á dagskránni fyrir næsta tug nema kannski þetta helst:
~að gera eitthvað skemmtilegt í kringum jólin, gæti orðið mjög skemmtilegt
~að pabba finnst að ég ætti jafnvel að vera með það á dagskrá að lofa mig fyrir þann tíma, er samt "lofa" ekki eiginlega bara notað í ritmáli í dag, ef það er þá notað einhvers staðar:)
~að komast að því af hverju karlmenn almennt kvarta yfir minnkandi hárvexti en ég sé ekki betur en að hið andstæða eigi við um nefhár
~að vita hvort ég verði orðinn betri í golfi eða jafnvel hættur, finnst einhvern veginn í dag að það sé alveg sixty-fifty hvort verður niðurstaðan
~klára þetta MA nám sem ég er í, finnst það reyndar ekkert sérlega áhugavert þessa dagana en ég er búinn að skjóta svo á Halla með 12 ára verkfræðimasterinn hans að ég þarf eiginlega að klára mitt
~fara kannski á Bifröst aðra helgina í röð, það eru fínustu leikir á laugardaginn sem ég horfi pottþétt á, spurning um að horfa á þá með Jóni Bjarna, ætla að melta það aðeins
~plana eitthvað meira en korter frammí tímann, það er í vinnslu, er allavega farinn að velta jólafríinu fyrir mér. Fullt af fólki er með eitthvað masterplan í gangi, ég hef verið full mikið að pæla í því að lífið er það sem gerist á leiðinni að svona plani, held að það sé kominn tími til að viðurkenna að það er ok að plana aðeins fram í tímann, reyndar líka ok að standa við svoleiðis plan, allavega að hluta
~gera eitthvað annað en læra og vinna, er reyndar aðeins byrjaður á þessu með pilates og síðan bolta á sunnudögum, af því tilefni ætla ég að kaupa eitthvað gott að borða á eftir og horfa síðan á tv þangað til að sofna, ef niðurhal væri löglegt væri ég kannski búinn að sækja slatta af 30 rock til að horfa á í kvöld
~lesa málsgreinina hér að ofan og velta því fyrir mér hvort Birna vinkona mín hafi rétt fyrir sér í athugasemdinni sem hún skrifaði hérna áðan
~flytja til Hveragerðis, allavega flytja en ekki oftar en einu sinni á næstu 4(gúlp) árum, hef flutt sirka árlega síðustu ár og nenni ekki að flytja mikið oftar, Hveragerði er líka fínn staður hef ég heyrt
~muna að lífið er gott , ég á þessa líka fínu fjölskyldu og afbragðs vinahóp, það er víst á endanum það sem skiptir máli.
Man ekki eftir fleiru í svipinn
Flokkur: Bloggar | 29.10.2007 | 09:41 (breytt kl. 22:30) | Facebook
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Takk fyrir heimsóknina um daginn:) Ég var reyndar smá ofurölvuð...
Frábært að vera á Bifröst!
Fríða (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 11:09
gaman að hitta þig aftur. jebbs, það er greinilega gaman á bifröst
Pétur Björn Jónsson, 29.10.2007 kl. 11:50
Til hamingu með daginn afmælisbarn.
Vonandi áttu eftir að njóta dagsins til hins ítrasta, ég er sammála pabba þínum mér finnst þú eigir að festa ráð þitt og eiga fullt af börnum minime virðist nú vera vel lukkaður enda ekki við öðru að búast. Það vantar allavega klárlega að ala upp almennilega knattspyrnumenn fyrir landsliðið ;-) ég á bara stelpur þannig að ...En kannski óþarfi að halda að þeim Liverpool
Hjartans kveðjur, Birna
Birna (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 12:12
takk fyrir það :)
minime er allavega á góðri leið í landsliðið, skortir í það minnsta ekki áhugann. Þú manst að þú þarft að vanda þig til að eignast stráka ;)
Pétur Björn Jónsson, 29.10.2007 kl. 12:34
Þú verður bara að senda okkur hjónum uppskriftina :-)
Birna (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 14:36
Til hamingju með daginn :) 50% líkur á að ég geti bætt við í þetta landslið. Nú ef ekki, þá bara upp með kvennaboltann ;)
Lovísa (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 15:42
Takk :) jamms það vantar samt held ég meira í karlaliðið
Pétur Björn Jónsson, 29.10.2007 kl. 15:50
Til hamingju með daginn gamli....
Ella Þóra (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 20:03
takk unga/gamla framsóknarkona
Pétur Björn Jónsson, 29.10.2007 kl. 20:06
Jæja gamli, verð nú eiginlega bara að henda því á þig, vissi ekki að það væri svona langt síðan ég hefði séð þig
Innilega til hamingju með daginn. Vonandi hefurðu það gott nú og alltaf. Þú veist að koníaksflaskan bíður ennþá hjá múttu þegar námið er afstaðið!! Annars ertu alltaf velkominn í fjörðinn fagra.
Kv. Lisa og lítil nýfædd prinsessa
Lísa Ólafsfjarðarskvísa (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 20:13
hehe, hæbbs. til hamingju með litlu prinsessuna, ég hef eitthvað misskilið koníakið, hélt að það væri eftir grunnnámið, ok, ég mæti klárlega í fjörðinn fagra í koníak ef ég klára einhvern tímann þetta MA nám
Pétur Björn Jónsson, 29.10.2007 kl. 20:17
Já djók! Til hamingju með daginn!!
Fríða (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 20:28
Til hamingju með daginn rúsínurassgat.
Mundu svo bara að -life is what happens when you are busy making other plans- Svo slakaðu bara á í plönunum og njóttu líðandi stundar.. hehehe
Hafðu það gott drengurinn
Íris Dögg (Marteins) (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 21:24
takk báðar tvær
Pétur Björn Jónsson, 29.10.2007 kl. 21:31
Til hamingju minn kæri. Frábært nám sem við erum í, alveg snilld. Leiðinn er örugglega vegna þess að þú hefur of mikið að gera...
Hafðu það gott gamli minn...
Fjóla (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 03:50
takk frú fjóla, jamms það er sennilega ástæðan, ég mjatla þetta áfram
Pétur Björn Jónsson, 30.10.2007 kl. 10:09
takk vinur minn, ég hef orðið var við það hjá mér að þetta fer allt til fj... með aldrinum
Pétur Björn Jónsson, 30.10.2007 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.