Ef niðurhal væri löglegt

~þá væri ég að horfa á Louis Theroux sem að þessu sinni væri að skoða lýtalækna á Rodeo Drive. Ég hef annars einu sinni verið þar, ekki hjá lýtalæknunum heldur götunni. Við Dagur fórum þangað og ef ég man rétt þá fórum við í Armani búðina og keyptum samtals eitt par af sokkum.

~þá hefði ég verið að horfa á nýja mynd með Denzel, American Gangster. Afar skemmtilegur leikari.

~þá hefði ég verið að horfa á fyrstu tvo þættina af women´s murder club og fundist þeir alveg ágætir, ákvað að tékka á þeim víst Maja var að missa það af hamingju yfir bókunum

~þá væri ég búinn með fyrstu 4 þættina í seríu 2 af 30 rock, snilldarþættir og hafa komið mér gríðarlega á óvart

Já og ef niðurhal væri löglegt þá hefði ég horft á þetta og eitthvað meira stöff í kvöld ásamt því að dunda mér á netinu og borða misjafnlega hollan mat, alveg ágætur afmælisdagur en kannski ekki sérstaklega pródúktívur Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband