Vinna vinna

Verð víst að vinna til að verða sjö og fer þá í Pilates, verður sennilega ágætt enda er ég ónýtur eftir fótboltann á sunnudaginn, veit ekki af hverju í ósköpunum ég var að hlaupa helling þar, mun gæfulegra að standa og skipuleggja, svona eins og Jan Mölby. Virðist ekki hafa borið neinn skammtímaskaða af myndum gærdagsins, nema hvað ég er ennþá pirraður yfir því að It var 3 tímar, þvílík sóun, hef sennilega ekki orðið jafn pirraður eftir mynd síðan ég sá Star Wars, episode 2.

Strax eftir Piratos fer ég heim og tek til við listann á nýjan leik. Byrja á Texas Chainsaw Massacre, síðan Ringu og loks Nightmare on Elm Street, allavega ef tími vinnst til. Hlakka dáldið til að sjá Texas Chainsaw, maður hefur heyrt um hana síðan Köben brann en einhvern veginn aldrei horft á hana, dáldið eins og Psycho með sturtuatriðið. Hlakka minna til að sjá Ringu, er búinn að sjá usa útgáfuna og fannst hún ekkert spes, talað um að þessi sé miklu betri, við sjáum til. Veit ekki alveg hvað mér finnst um Nightmare on Elm Street, veit reyndar ekki heldur af hverju ég er ekki búinn að sjá hana. Verður allavega skondið að sjá Freddy Kruger í ljósi þess að Robert Englund/Freddy bregður fyrir í Ford Fairlane, sem var ekki hrollvekja, verður samt varla verri en It.

Er annars búinn að tékka á tímanum á öllum myndum kvöldsins, þær eru allar með þennan eðlilega bíómyndatíma þannig að það ætti ekki að gera mann geðveikan. Held annars að hrollvekjudagbókin mín frá því í gær sé lengsta bloggfærsla sem ég hef séð, veit ekki hvort það getur verið gott, blogg á almennt ekki að vera jafn langt og símaskráin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband