Jórsalir 4, sérlegur aðstoðarbloggari Aron Freyr.
12.33 Er að melta þetta byrjunarlið, Reina, Finnan, Carra, Sami, Arbeloa, Gerri, Momo, Leiva, Kewell, Kuyt og hinn gullfallegi Fernando Torres. Sýnist Gerri þá vera á hægri kantinum, verður gaman að sjá hverju Momo tekur uppá í þessum leik, hann hefur allavega hinn hárprúða Lucas Leiva, fyrirliða brasilíska U-21 liðsins, sér við hlið. Ég ætla að spá því að betra spil komi frá brassanum. Ég spái 3-0 fyrir Liver, Aron Freyr spáir 3-0 fyrir Liverpool, merkilegt nokk vissi hann ekki hverju ég hafði spáð.
12.41 Þegar Minime er spurður um fullt nafn á Torres þá kemur með bros á vör og spænskum hreim, Hinn Gullfallegi Fernando Torres, klókur piltur sem ég á
12.43 Gummi Ben er einn að lýsa, það er ágætt, fókusinn verður á fótbolta næstu 2 tímana allavega. Lucas Leiva er með svona seventíes hágreiðslu, sítt hár og hárband, ég hef séð Jón Pétursson, fyrrum landsliðisfyrirliða, með svona svipaða hárgreiðslutýpu í leik
12.45 Itandje, Riise, Crouching Tiger, Babel og Mascherano á bekknum, koma svo
12.47 Liver byrjaði með boltann, er að spá í eitt, ég er ekki viss um að Torres sé mikið verri skallamaður en Crouch, hann er allavega gormur
12.49 Martins í liðinu hjá Newcie Brown Ale, hef ekki almennilega skilið af hverju hann fær ekki að spila meira, góður leikmaður, crap, nú meiddi Gerri sig eitthvað
12.51 Það má ekki stökkva á bakið á Torres, samt ekkert dæmt. Newcastle maðurinn meiddi sig eitthvða við það, gott á hann, Gerri er eiginlega ekki á hægri, er að melta hvernig þeir eru eiinlega að spila, kem að því á eftir betur
12.55 Mér sýnist Momo vera svona hægra megin á miðjunni, getum samt seint kallað hann flanker, Gerri með auka rétt fyrir utan teig eftir að brotið var á Torres, Momo tókst að fá dæmda á sig aukaspyrnu þegar hann stóð í veggnum, það er nýtt trix
12.57 Ok, ef ég væri þjálfari Newcie Brown þá myndi ég benda þeim á að það er enginn á hægri kantinum á Liverpool, skiptir reyndar meira máli þegar þeir ná aksjúallí boltanum en allavega, Torres að reyna laumast til vinstri trixið sitt og fékk horn, kom ekkert útúr horninu
13.00 Munaði engu að Momo hitti á samherja, ég spái því að það gerist í leiknum. Ég er afar sáttur við að Harry er kominn í liðið, hann er góður, hlýtur samt að vera skrýtið fyrir fólkið í kringum liðið að sjá hann án þess að vera með sjúkraþjálfarann í eftirdragi
13.02 Jamms, það er staðfest, Momo er á hægri kantinum, skulum gera ráð fyrir því að Finnan eigi að koma dáldið upp kantinn þó það væri fróðlegt að sjá hvað gerist ef Momo reynir svona beyglufyrirgjöf
13.05 Lucas búinn að fá tiltal vegna brotafjölda, það er svona hálft gult ef þú ert varnarmiðjumaður, hann má allavega ekki brjóta neitt næsta korterið
13.07 Liver eru með boltann eiginlega allan tímann, Newcie Brown reynir síðan að laumast upp hægri kantinn þegar þeir fá boltann, sjá ekki að það er hinn kanturinn sem er auður, Momo reyndi alveg nýtt trix núna rétt fyrir utan teiginn hjá Newcie Brown, hann skaut með hægri í vinstri og boltinn skoppaði einhvern veginn svona tíu metra áfram, veit ekki alveg hvað átti að gerast þarna en þetta virkaði allavega ekki
13.09 Ágætt skot hjá Gerra en Given varði, Carra með verra skot og enginn þurfti að verja, útspark
13.12 Heldur þröngt spil hjá báðum liðum, engin færi ennþá en Liver klárlega betri það sem af er. tuttuguogfimm búnar, 0-0
13.15 Gerri með fáránlegt mark úr auka, Given átti varla séns, rétt hjá Gumma, þetta var frábært mark, 1-0
13.16 Momo og Kewell að skipta aðeins um kanta, það losnar kannski um Harry og breytir ekki alveg llu hvort Momo sleppir því að gefa fyrir á hægri eða vinstri. Vissuð þið að í USA selur Dominos hamborgarapizzu, það er þá fyrir feitt fólk sem er of latt til að velja
13.19 Liver er með góða stjórn á þessum leik, reyndar ekki mikið af færum en Newcastle eru að spila það illa að áhorfendurnir eru að úa á þá
13.22 Ætli það sé vænlegt í toppbaráttu ef Nicky Butt og Alan Smith eru lykilmenn á miðjunni hjá þér, hefði Sir Alex ekki fattað það og haldið þeim hjá ManU, kannski hluti af ástæðunni fyrir því að Newcie Brown er sjladnast í toppbaráttu
13.24 Momo er dáldið spes leikmaður, hann er góður í að vinna bolta fyrir bæði lið, Smith átti ágætt skot rétt framhjá, Newcastle eru þá búnir að eiga allavega eitt skot nálægt marki. Finna átt furðulega fyrirgjöf rétt í þessu, Torres kom á ferðinni á nær en Finnan ákvað að gefa á engan á fjær í staðinn, dáldið spes
13.28 Alan Smith með stökktæklingu, það má held ég frekar ef dómarinn veit að þú ert nöts. Gummi með spes tölfræði, Smith á 20 landsleiki fyrir England, það er hreinlega stórfurðulegt, aðallega í ljósi þess að hann er ekki góður
13.30 Ekki mikið sést til Kewell ennþá, fékk þó horn núna sem lítið varð úr, eitthvað vesen á Gerra og Leiva
13.32 Furðuleg atburðarás, Given varði með öxl langt fyrir utan teig en ekkert dæmt, Torres fékk síðan boltann fyrir utan en skaut í stöngina, ekkert spes hjá honum en örlítil pressa, hann átti samt að skora, ekki síst vegna þess að hann er fyrirliði í draumaliðinu mínu, 0-0 í hálfleik og Liver búnir að vera miklu betri
13.50 Seinni að byrja, ég tafðist örstutt þar sme að ég var að raka mig, Liver fékk ódýrt horn sem Kuyt skoraði uppúr, ekki slæmt það, 2-0 fyrir Liver, Kewell núna með gott run og fékk auka rétt fyrir utan teig sem hann ákvað að skjóta síðan í vegginn
13.53 Gummi ruglaðist aðeins, það var slatti af fólki sem kom seint í stúkuna eftir hléið en hann hélt að slatti þeirra væri að fara
13.55 Emre á leiðinni útaf en hinn geðprúði Joey Barton kemur inná í staðinn, það ætti að verða meira aksjón þá, það er dáldið spes þegar miðjan hjá liðinu er Barton, Butt og Smith, ef þetta væri keppni í hóptæklingum þá væri þetta allavega óvinnandi vígi
13.57 Harry næstum búinn að koma Torres innfyrir, þokkaleg tilraun allavega
13.59 Liver virka þéttir, eru á undan í flesta bolta og lítil hætta, Finnan meiddi sig eitthvað, ekkert spes
14.01 Babel á leiðinni inná, líklegast fyrir Kewell þó ég voni reyndar að það sé fyrir Momo
14.02 Kewell á leiðinni útaf fyrir Babel, Harry karlinn var alveg ágætur í þessum leik, gott að fá hann til baka
14.05 Dómarinn reyndi að stoppa Gerra en náði honum ekki, Nicky Buttocks náði honum hins vegar og fékk gult, það mátti næstum spjalda dómarann líka fyrir þetta
14.06 Torres sólaði Rosenal uppúr skónum inní teig en Given kom út og lokaði vel, Liver fékk síðan fljótlega aðra skyndisókn og horn uppúr því sem lítið varð úr
14.08 Babel er sprækur leikmaður, fljótur og skotfastur þó hann sé stundum dáldill fækjufótur, ekki á Momo level en samt
14.11 Gerri og Babel með góðan þríhyrning og Babel skoraði, klassamark hjá þeim, 3-0, nú er dáldið af áhorfendum að fara, Torres aftur innfyrir en skaut framhjá, einn af þessum dögum hjá honum en hann kemur sér þó í færi, það er allavega frumskilyrðið fyrir því að skora
14.13 Gerri kom Torres í enn eitt færið en nú reyndi hann að sóla markmanninn, klikkaði og ég held að það sé sama hvað hann fær mörg færi í dag kallinn, hann skorar ekki
14.15 Þetta er þokkaleg einstefna og hefur verið eiginlega allan tímann, mér sýnist Torres vera farið að leiðast þetta, hann veit að þetta er ekki hans dagur, sást ágætlega á því að Torres reyndi ekki einu sinni að taka einn á núna þegar hann gat komið á ferðinni, ætli ég fái stig í draumaliðsleiknum fyrir færi sem Torres kemur sé í?
14.18 Myndavélin reglulega að taka myndir úr stúkunni af fólki sem er að fara, Gummi með snilldarkomment eftir að Babel sólaði Rosenal, sagði að það væru allir búnir að sóla Rosenal í þessum leik. Kuyt fékk dauðafæri en ákvað að best væri að gefa á markmanninn
14.21 Crouching Tiger á leiðinni inná, ætli Gerri fái ekki að hvíla sig, reyndar held ég að Torres væri alveg til í að fá sér sæti
14.22 Allardyce að hrista upp í leik Mewcastle, setti Stephen Carr inná, Momo með ferlegt brot, klaufalegt hjá honum og hann fékk réttilega gult, Gummi bætti því við að Barton ætti þetta inni, sem er hárrétt hjá honum
14.24 Crouch inná fyrir Gerra, það er ágætt að gefa honum smá pásu þessar síðustu tíu. Klassískt Momo moment þarna, hann vann boltann mjög vel og síðan þegar hann gat losað boltann þá ákvað hann að snúa frekar aftur inní manninn aftur, spes leikmaður
14.27 Reina að verja vel frá Viduka, var síðan reyndar rannstæður, smá líf í Newcastle, kannski kominn tími til, held reyndar að þetta sé aðallega af því að Liver eru farnir að chilla
14.29 Lucas er með gott auga, hefur ekki reynt mikið á varnarvinnuna hjá honum en hann hefur skilað sínu ágætlega, þetta er kosturinn við að kaupa Brassa, þeir eru að jafnaði með alveg ágætis tilfinningu fyrir fótbolta
14.31 Þetta er svona að fjara út rúmar fimm eftir, verið að stökkva á bakið á Torres, það er gult, dómarinn var sammála
14.33 Var að velta fyrir mér þessari tölfræði með landsleikina hans Alan Smith, hvernig getur hann verið búinn að spila 20 landsleiki, það er eiginlega stórfurðulegt
14.34 You´ll never walk alone hljómar, stuðningsmenn Newcastle ættu kannski að prófa þetta, dáldið sérstakt að vera farnir að úa eftir korter, Smith fékk heimskulegt gult núna, ekki í fyrsta skipti
14.35 Gummi sagði að Smith væri ekki alltaf sá skynsamasti í hausnum, miðað við að ég veit ekki hvar annars staðar maður væri skynsamur þá er þetta samt rétt Gumma
14.40 Búið, 3-0 fyrir Liver eins og við Aron spáðum báðir. Lokamat á leiknum frá Aroni Frey er að Gerrard hafi skorað frábært mark. Honum fannst Torres vera mjög góður, Kuyt góður og Liverpool liðið mjög gott. Honum fannst Newcastle liðið vera ágætt, ég er sammála þessu mati, nema kannski að mér fannst Newcastle ekki vera gott, fínasti leikur hjá stórliði Liverpool og góð úrslit
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Enski boltinn, Leikjadagbók | 24.11.2007 | 12:37 (breytt kl. 14:50) | Facebook
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Mér finnst að elsa sif ætti að halda áfram að hrauna ég sakna hennar! hehehe en góð tvö mörk fyrir þig þá vona ég að þeir haldi þessu, en fyrir mig vona ég að þetta fari 2-2 :D
Ómar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 13:59
Það er bara að vona að konur einhverra þeirra sem eru að spila núna séu að lesa þetta, koma kannski komment frá þeim þá. Sé ekki annað en þetta sé öruggt hjá Liver, þeir eru allavega miklu betri
Pétur Björn Jónsson, 24.11.2007 kl. 14:04
já þetta virðist vera nokkuð öruggt. ég held að konan hans Gerra sé að lesa þetta blogg reglulega vonum bara að hún commenti...en þarna átti Torres að skora ;)
Ómar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 14:07
Newcie getur þakkað guði fyrir að Torres er ekki í stuði!
Ómar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 14:17
jebbs, þetta er ekki hans dagur
Pétur Björn Jónsson, 24.11.2007 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.