Desember

Byrjaði alveg ágætlega, var að koma af jólahlaðborði hjá Valitor, afar mikill matur og góður. Þetta eru aðeins öðruvísi samkomur heldur en hjá Voda enda töluverður aldursmunur á starfsfólki. Þægilegasta kvöld samt. Jón Ólafsson kom og tók fjögur lög, hann hefur sungið þau nokkur hundruð sinnum en tókst samt að gleyma textanum að Líf.

Hann var með einhver gamanmál á milli laga, þokkalegt en ég hugsa að ég myndi ekki panta hann í afmæli. Hann var í einhverju veseni með míkrafóninn, sagði þá að míkrafónninn væri eins og typpi sem væri ný búið að fá það, kom skondin þögn á hópinn.

Dagurinn var reyndar rólegur líka, einna helst að það væri vesen í manager, ég var í manager og horfði á leikina með öðru. Var reyndar orðinn svo þreyttur á einhverjum leiknum að ég þreif íbúðina, ekki bara tók til heldur þreif, ætla að biðja ykkur að segja engum, það fer með reppið.

Skil ekkert í því að mér, sem nýlegum hryllingsmyndaáhorfanda hafi ekki verið boðið á hryllingsmyndakvöldið sem haldið var í kvöld, sennilega var vitað að ég kæmist ekki útaf jólahlaðborðinu.

Bolti á morgun, ætti að verða sprækur enda á bílnum í kvöld. Kannski helst að þessi 300 kíló af kjöti sem ég borðaði í kvöld hafi áhrif. Er að horfa á 4 4 2, sá þáttur er meiri snilldin. Ætla að reyna að rétta við skútuna hjá managerLiver í svona 2 tíma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband