Managerdagbók 4.12.2007

Eftir kommentið frá Sigurhirti í managerdagbókinni í gær ákvað ég að það væri best að fara aftur á byrjun. LLM er það því í dag og næstu daga, reglurnar fyrir lower league management eru í kommentinu við færsluna frá því í gær.

17.33 Tók við liði í Blue Square South deildinni, liðið heitir Thurrock, ég veit nákvæmlega ekki neitt um það en nafnið minnti mig á The Rock og það hljómaði ekki verr en hvaða annað. Þessi deild er held ég tveimur deildum fyrir neðan gömlu fjórðu deildina sem heitir víst í dag önnur deild.

17.38 Ómaríó var að poppa upp á msn og spyrja mig hvort ég væri á eiturlyfjum víst ég væri að skrifa managerdagbókSmile, nei Ómar en takk fyrir að spyrja.

19.39 Thurrock seldi 52 ársmiða fyrir tímabilið og ég vann fyrsta leik, 2-1 heima á móti Dorchester

01.36 það eru búnar 37 umferðir og ég er í 18. sæti af 22 liðum, þetta hefur gengið heldur brösuglega, besit leikmaðurinn minn er Greg Lincoln, fyrrum unlgingaliðsmaður hjá Arsenal. Mér tókst að fá tvo leikmenn að láni og fékk 2 gauka frítt. Eina vesenið er að þá vantar mig ennþá 6 nothæfa fótboltamenn og nískupúkinn sem á liðið neitar að borga 45 pund á viku fyrir scout núna, veit ekki alveg hvort náunginn á það skilið þar sem hann er með 4 í að meta ability en heila 10 í potential. Bes tað reyna að klára þessa 9 leiki sem eftir eru, ég get eiginlega ekki fallið úr þessu þannig að þetta ætti allavega að verða fróðleg sumarvertíð. Hver segir svo að ekki sé hægt að eyða tímanum í algjöra tilgangslausa vitleysu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert allavegana að sýna fram á það með þessum tveimur síðustu færslum að þú átt í einhverjum erfiðleikum með höfuðið á þér hehehe

Ómar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 17:48

2 identicon

Snilld, þú nærð kannski að gera Thurrock að, kannski ekki englandsmeisturum en, deildarliði. 

Verður gaman að sjá hvort þú náir meðal áhorfendafjölda yfir 200. 

Sigurhjörtur (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 22:31

3 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

ég er sko með 289 að meðaltali á leik, það er heldur erfiðara að ná í leikmenn sem eru með eitthvað annað en 1 eða 2 í tölfræði, nú er ég að reyna að fá lánaðan 18 ára senter úr varaliðinu hjá Ebbsfleet

Pétur Björn Jónsson, 4.12.2007 kl. 22:41

4 identicon

Hvað er málið með karlmenn og manager?????

Á aldrei eftir að skilja hvernig menn geta eytt öllum þessum tíma í EKKI NEITT ;-)

Kv. Birna

Birna (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 09:13

5 identicon

Við fórnum í staðinn öðrum nauðsynjum, eins og að fara í neglur.

Sigurhjörtur (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband