Enn einn hlekkurinn í keðju skynsamlegra ákvarðana

hjá þessum furðufugli Bush. Það sem er næstum jafn slæmt er að demókratar munu líklegast stilla fram Obama eða Clinton á móti einhverjum repúblikana. Það er því miður ekki séns að bandaríkjamenn kjósi svartan mann eða konu sem forseta. Ég þekki lítið til þessarar náunga sem eru í framboði hjá repúblikönum annarra en Giuliani en veit ekki alveg hversu mörg ár í viðbót af svona Bushtýpustjórn heimurinn þolir.

(**Leiðrétt eftir komment)

Oscar Wilde sagði einhvern tímann "America is the only country that went from barbarism to decadence without civilization in between" og þrátt fyrir að ég sé almennt mjög hrifinn af bandaríkjamönnum þá er ég að verða meira og meira sammála honum.

Björn vinur minn sendi mér einhvern tímann linkinn á þetta lag með Pink en best að ég endi á að setja það aftur inn.


mbl.is Demókratar gagnrýna Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Jón

Gúglaði smá:

America is the only country that went from barbarism to decadence without civilization in between.

Oscar Wilde er ekki franskur...
 

Einar Jón, 5.12.2007 kl. 14:57

2 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

það er laukrétt hjá þér, ég á að vita betur en að treysta heimildum frá UGA, http://fax.libs.uga.edu/text/co34txt.txt

Pétur Björn Jónsson, 5.12.2007 kl. 15:20

3 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

takk annars fyrir ábendinguna, mun skemmtilegra að vísa í Oscar Wilde en einhvern dularfullan frakka

Pétur Björn Jónsson, 5.12.2007 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband