Plebbismi

Þar sem ég er karlmaður þá verð ég sjaldan veikur en verð eðlilega mjög veikur þegar það gerist.

Ég er ekki veikur núna en hins vegar kvefaður, hálfslappur og sef eitthvað hálf illa. Þykir það heldur þreytandi en það lagast væntanlega fljótlega.

Dáldið spes þegar maður er slappur hvað heilinn á manni verður illa starfhæfur, dagarnir einhvern veginn líða án þess að maður pæli í nokkrum sköpuðum hlut, einhvers konar majonesdagar.

Jim Valvano var þjálfari í usa sem hélt ræðu á verðlaunahátíð 1993 þar sem hann talaði um að maður þyrfti að gera þrennt á hverjum degi, hlæja, hugsa og gráta. Á svona slappleikadögum gerir maður eiginlega ekkert af þessu. Sóun á annars afskaplega skemmtilegum mánuði.

Enda með ræðu Jimmy V


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband