Veður vont

Verður til þess að Aron kemur ekki í árlega jólanammisdreifingu í vinnunni í dag. Viðráðanlegra væntanlega að vinna það á þriðjudag. Var að velta því fyrir mér hvort vænlegt væri að vinna mikið með bókstafinn V, svona til heiðurs Vininum Joey, Vinaáhorfendur skilja væntanlega vísunina.

Best að hætta því samt. Engin æfing heldur hjá minime í kvöld en hann varð ekki allt of fúll, sagði mér frá því glaður í bragði að kl. 17.30 væri endursýning á leik Chelsea og Sunderland sem við þyrftum að horfa á.

Keila í fyrramálið, svo lengi sem veðrið er ekki jafn nuts og núna. Ætlum að reyna að fara í smáralind á morgun til að versla jólagjafir, Aron þarf að velja jólagjafir fyrir Árnýju Eik, Lilju Hugrúnu, Eyjólf Andra og Ernu Sólveigu, ég þarf að finna eitthvað fyrir Sverka the great swedish player, veit ekki almennilega hvað maður gefur rauðhærðum sauðkrækingum með risastórt nef. Þar sem Dagur les bloggið mitt reglulega þá get ég lítið tjáð mig um hans gjöf, nema hvað það er ekki Liverpool peysa, líklega nóg að ég var það ófrumlegur að ég gaf honum Livertreyju 9 ár í röð held ég.

Sunnudagurinn verður fótboltadagur, Liver-ManU kl 1 og Arsenal-Chelsea um hálf 4. Þetta er einhvern veginn helgi þar sem ég held að það sé best að halda sig sem mest inni.

Líkurnar á því að ég flytji til Hveragerðis eru heldur að minnka sýnist mér en þó ekki öll nótt úti enn, sjáum til hvað gerist. Marri vinur minn í Hveragerði verður væntanlega afar vonsvikinn en svo lengi sem ég get hringt í hann í hvert skipti sem ég heyri Spenntur með á móti sól þá jafnar hann sig líklega.

Leitaði heldur óhefðbundinna leiða um daginn við að auglýsa eftir fólki en það skilaði sér, réði þrjár afbragðs manneskjur. Var nett ánægður með sjálfan mig eftir það, ágætt að hugsa öðru hvoru aðeins út fyrir kassann.

Ef niðurhal væri löglegt þá myndi ég reglulega ná í sjónvarpsþætti af netinu fljótlega eftir að þeir væru sýndir í bandaríkjunum. Handritshöfundar í bandaríkjunum hafa hins vegar verið í verkfalli í dáldinn tíma núna þannig að gera má ráð fyrir að t.d. 24 tefjist eitthvað og hugsanlega fleiri þættir. Ef niðurhal væri löglegt þá gæti þetta haft töluvert truflandi áhrif á vorprógrammið hjá manni. Maja vinkona mín var hins vegar að gera mikið misserisverkefni um þessi torrent mál skilst mér, ég geri að sjálfsögðu ráð fyrir að fá að sjá stóradóm þeirra um torrent, það ætti að verða fróðlegt.

Þar sem að ég er nú búinn að eyða næstum því korteri í að skrifa þetta í vinnunni þá er best að fara í mat.

Hafið það gott og haldið ykkur inni í dag, þetta er svona klassískur uppísófaundirteppiyfirtvdagur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh maður á nú eftir að sakna ykkar feðga á röltinu  með jólanammið.. En mæli auðvitað eindregið með að þið kíkið til okkar og takið einn rúnt um verið:)

Ella Þóra (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 18:36

2 identicon

Ekki Liverpool treyja!! Hmm... maður er nú bara orðinn spenntur.  Kannski maður þurfi þá að fara að leita að einhverju öðru en skyrtu fyrst þú ætlar að vera svona frumlegur ;)

Dagur (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband