Annar í jólum

er afar þæhilegur dagur. Sit og horfi á Derby-Liver með mandarínur og nammi. Jólin voru afar þægileg, rjúpur á aðfangadag og hangikjöt í gær. Torres búinn að skora fyrir Liver. Hann klobbaði frummanninn hjá Derby svo illa að hann datt, renndi boltanum síðan í hornið.

Þægileg tilhugsun að nú eru bara tveir vinnudagar og síðan aftur 4 daga frí. Verð með Aron á gamlárskvöld í fyrsta skipti í langan tíma, hef verið að vinna með Maju síðustu 3 gamlárskvöld, á eftir að sakna hennar en það verður skemmtilegt að hafa minime hjá mér.

Ætli ég fari ekki til Dags í kvöld og sjái hvort það er einhver kalkúnn eftir á þeim bænum. Kannski scrabble líka.

Er kominn með nett ógeð á manager í bili, það gerist á hverju ári, nokkrum vikum eftir að ég kaupi leikinn, verður smá managerhlé næstu daga.   

**uppfært kl 16.30 talandi um nett ógeð, shit hvað ég er að verða þreyttur á því að horfa á Voronin í Liver peysu, hann er búinn að vera að aulast núna um völlinn í rúman klukkutíma. Ryndar veit ég ekki alveg með hvaða hugarfari Liver liðið fór í þennan leik, þeir eru búnir að vera labbandi um eiginlega allan leikinn, jebb fyrir þá sem ekki vita þá var Derby að jafna Smile

16.33 Korter eftir af þessu rugli, skondna er að Derby hafa verið betri í seinni, þ.e. ef hægt er að tala um betri þegar maður gerir ekkert annað en hlaupa um, Liver gaukarnir hafa ekki einu sinni nennt því

16.36 Voronin að klúðra því einu sinni enn að komast í færi, það er eitt að klúðra færum en alveg allt annað level að klúðra alltaf síðustu snertingunum á leiðinni í færið. Ef hann væri sjónvarpsþulur þá væri hann Gaupi. Ef hann væri bíll þá væri hann kassabíll

16.42 Alonso með gott skot en markmaðurinn varði vel, Torres síðan með hörmulegt skot í ágætu færi. Títtnefndur Voronin með horn beint á ysta varnarmann, jamms ætlaði að reyna svona trixhorn þar sem gefið er útfyrir teiginn, þar var hins vegar enginn Liverkall þannig að Voronin gaf þá bara á Derbykallinn. Í þeim töluðu orðum brenndi Derby af besta færi leiksins, skalla yfir af markteig

16.46 Gerri með skot í slá, þetta endar þá 1-1 sýnist mér, það er þá lélegustu úrslit sem ég man eftir

16.49 Gerri að skora eftir að Torres brenndi af í dauðafæri, 2-1. Gerri startaði þessu og fékk að hlaupa upp allan völlinn með boltann. Renndi á Yossi sem gaf á Torres í dauðafæri. Nei hver þremillinn, Voronin að koma útaf fyrir Leiva.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Minn ágæti Pétur Björn!

Jólin verða gleðilegri en gleðileg að lesa pistlana þína, veit ég má ekki hrósa þér svona,verður sjálfsagt að henda athugasendinnni út, en ég hef ekki lengi skellt eins oft upp úr að lesa blogg eins og þetta hjá þér t.d. þessa færslu og um Liverpool - Portsmouth!

Magnús Geir Guðmundsson, 27.12.2007 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband