Naustabryggja 29, sérlegur aðstoðarbloggari er Aron Freyr.
16.10 ég er heldur seinn að byrja þetta, var að koma úr bolta, það eru búnar 9 mín.
16.11 Liðið er Reina, Finnan, Arbeloa, Carra, Aurelio, Yossi, Gerri, Mascherano, Harry, Kuyt og hinn gullfallegi Fernando Torres
16.12 Er ekki heldur slappt að vera farinn að stirðna upp 10 mínútum eftir að ég klára boltann, venjulega verður maður ekki stirður fyrr en eftir svona 3-4 tíma þegar maður hefur setið aðeins kyrr.
16.14 Yossi að reyna smá laumustungu á Torres sem klikkaði, það er annars óttalegt bras á Arbeloa og Carra þarna saman í hafsentinum, ég var að vonast eftir Hobbs en so be it
16.16 Joe Hart er í markinu hjá City, ég veit ekki almennilega á hvað hárið á honum minnir mig, einhvers konar lambagæra á kollinum á honum, dáldið spes
16.17 Rafa er brosmildur eins og vanalega
16.18 Petrov klobbaði Gerra hressilega, reyndar missti síðan af boltanum þannig að það telur ekki
16.19 Harry með smá run, gott að hann fái dáldið boltann, það er erfitt að gera mikið sem kantari ef þú færð ekki boltann, svona þegar ég hugsa um það þá á það við um flestar stöður
16.20 Gummi er einn að lýsa, einnhver þarf að rölta til hans og segja honum að Mascherano og Kuyt eru ekki líkir, Kuyt er þessi ljóshærði
16.22 Tuttugu búnar, eggið ennþá, leikurinn er þokkalegu jafnvægi, Harry með afar skemmtilega týpu af ýtaöðrummeginhlaupahinummegintrixi, fyrirgjöfin hins vegar svona la la
16.24 Arbeloa með aðra lélega hreinsun, getum alveg eins verið með Hobbs ef þetta á að vera svona, hann er þó allavega stór
16.27 Harry með skot sem Hart varði á endanum, Kuyt var rétt áður í skotséns sem Micah komst fyrir
16.29 Ágætis moment núna hjá City, Carra komst fyrir skot, ekki alveg fyrsta skipti sem sá ágæti maður þvælist fyrir, það er eiginlega sérsviðið hans, dáldið spes að þykja góður fótboltamaður og það sem þú gerir best er að þvælast fyrir
16.31 Kuyt örlítið seinn að afgreiða færi, Liver fékk horn, hefði heldur viljað mark
16.33 Aurelio með ágætis skot af svona 35 metrum eftir hornið, rétt framhjá, Hart ryendi einhvers konar magaskutlu á eftir þeim bolta, Liver aftur horn núna
16.33 Boltinn barst út eftir hornið, Aurelio með ágætis skot og Liver fékk horn, þetta er að verða eitthvað þema, nei annars, boltinn til Reina eftir þetta horn, það þýðir yfirleitt að hornið var ekkert spes, Torres reyndi hjólhest eftir síðasta klafs, skulum bara segja að hún hafi ekki tekist almennilega
16.37 Auki af 35 metrum hjá City, fór af Richards afturfyrir, útspark. Micah væri velkominn í Liver
16.40 Smá bögg á Liver núna, allar sendingar í magahæð, veit yfirleitt ekki á gott
16.41 Yossi að reyna að sóla fjóra í staðinn fyrir að renna á Kuyt, þoli ekki svoleiðis gáfupinnaspilamennsku, Torres fékk annars skoppandi bolta á sig og reyndi látannfaraoghlaupatrix, boltinn var hins vegar aðeins og laus þannig að Dunne náði að stoppa það með vinstri mjöðm, hann er dáldið þannig varnarmaður
16.45 þrjár eða fjórar eftir, lítið að gerast síðustu mínútur, í þeim töluðu orðum fékk Yossi eðalskotfæri beint fyrir utan teig, ákvað hins vegar að reyna renniskot framhjá, dáldið spes eða eiginlega ekkert spes
16.48 Harry sólaði Ireland en ákvað að gefa ekki fyrir, sólaði hann þá aftur og gaf ekki fyrir, Ireland akvað þá að taka bara af honum boltann, dapurt hjá Harry.
16.49 Kominn hálfleikur, 0-0 og ekki mikið af færum, Spái því að þetta endi 3-1 fyrir Liver, þeir eru búnir að vera betri en ekki mikið
17.05 Seinni byrjaður, óbreytt lið, Torres fékk tvö færi á fyrstu mínútunni, ekkert mark. Komst einhvern veginn ekki alveg clean í færin en lofar góðu
17.09 Micah með stökktæklingu á Torres, auki rétt fyrir utan teig en slakasti dómari Englands, Uriah Rennie spjaldaði ekki. Gerri skaut framhjá út aukanum, svona ok auki en samt ekki
17.10 Yossi með annað fullkomlega óásættanlegt rugl, var á run-i með boltann og Kuyt var alveg frír fyrir framan hann, Yossi hélt hins vegar áfram með boltann og missti hann svona sekúndu seinna, algjört crap hjá Yossi og hann þarf eiginlega að fara útaf eftir þetta, hann er greinilega að hugsa um eitthvað annað en fótbolta
17.16 þokkalegt break hjá Liver, Harry kom með boltann fyrir í fyrsta, sem er yfirleitt betra, Dunne hreinsaði í horn, Liver getur eiginlega hætt að taka þessi horn, Crouch og Hyyia ekki með, veit ekki alveg hver á að skalla þetta
17.18 Gott run hjá Gerra, Yossimeð skot sem Hart varði yfir, hmm ég hélt að Yossi væri farinn útaf, nei annars, ég vonaði það
17.20 Stephen Ireland farinn útaf, það eru búnar sextíu þannig að þá eru um 7 í skiptingu hjá Rafa
17.22 Itandje,Voronin, Riise, Babel, Alonso á bekknum, gleymdi að tékka á því áðan, væri fínt að fá Babel inná fyrir Yossi
17.24 Ætli það séu engir kjúklingar sem geta verið á bekknum í staðinn fyrir Voronin, hann er ekkert spes og er sennilega búinn að missa sjálfstraustið líka, hefur sennilega séð vídjó af sjálfum sér í leik
17.26 hmm, setíuogsjö búnar og ekkert ber á skiptingu hjá Liver, jæja, það verður þá bara að vera á 74. mínútu í staðinn
17.28 Enn eitt hornið í rugl hjá Liver, Elano útaf fyrir Bianchi, Rafa er sennilega svona ánægður með alla hjá sér, reyndar hefur Liver verið að spila vel en ekki svona vel
17.30 Yossi með sendingu á Joe Hart, verst að hann er markmaður hjá City og þetta átti að vera skot, Yossi drífur sem sagt varla frá vítateig, tuttugu eftir
17.33 Babel á leiðinni inná, merkilegt nokk á 74. mínútu, það er ekki alveg nýtt, ætli þetta verði ekki fyrir Harry, vona samt að það verði fyrir Yossi, jebbs, það er Hary sem fer útaf, nú höfum við eiginlega engan til að setja inná fyrir Yossi, og þó, kannski Alonso, hann er svona klassískur kantari
17.36 Aurelio með afbragðs 15 metra hæl, er nefnilega Brassi skiljiði, Gerri með skot framhjá
17.38 Torres innfyrir, Dunne braut á honum en lélegasti dómari Englands Uriah Rennie dæmdi ekki einu sinni á það, dæmdi síðan á Arbeloa fyrir minna. Þurfti svo að tala við Arbeloa og Bianchi þrátt fyrir að það væri ekkert í gangi á milli þeirra, hann hefur sennilega vantað athygli, afleitur dómari enda sá eini sem hefur veirð felldur niður um deild, féll síðan á þrekprófi líka, ef hann væri sjónvarpsmaður þá væri hann Gaupi, ef hann væri tónlistarmaður þá væri hann William Hung
17.44 og þá spjaldaði hann Torres fyrir lítið.
17.45 Babel með gott run, gaf boltann einu skrefi of seint, Liver fékk horn sem lítið varð úr, City reddaði síðan á línu mínútu seinna eftir eitthvað skallaklafs. Gerri síðan með góðan bolta fyrir en City komst fyrir skotið og Liver fékk horn sem merkilegt nokk varð lítið úr
17.48 City með auka en síðan dæmt á þá inní Liverteignum, var verið að endursýna þegar Dunne henti sér fyrir skotið áðan, vel gert hjá honum
17.50 þremur bætt við en þetta endar víst 0-0, þarf að nýta færin sem maður fær til að vinna
17.51 Yossi tókst að vera einu sinni enn of lengi með boltann, gat skotið eða gefið á Babel, ákvað hins vegar að hlaupa á varnarmann, kannski er það bara ég en ég man ekki eftir því að það hafi tekist að hlaupa í gegnum varnarmann, ever
17.54 Gerpið búið að flauta af, endaði 0-0, líklega sanngjarnt þó Liver hafi verið betri
Meginflokkur: Leikjadagbók | Aukaflokkar: Enski boltinn, Íþróttir | 30.12.2007 | 16:11 (breytt kl. 17:55) | Facebook
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.