Leikjadagbók Liverpool-Wigan 2.1.2008

Jórsalir 4, engir gestir eða gestabloggarar, enginn bjór en reyndar hálfdrukkin kók frá því í gærkvöldi

19.51 Gummi Ben er í settinu, einn að ég held. Eitthvað af fleiri leikjum í kvöld, pælum kannski í þeim seinna.

19.53 Liðið er Reina, Finnan, Carra, Arbeloa, Aurelio, Pennant, Alonso, Mascherano, Harry, Gerri og hinn gullfallegi Fernando Torres. Þetta er einhvers konar 4-5-1/4-3-3/4-2-4 týpa. Gerri fyrir aftan Torres, líst ágætega á það, reyndar finnst mér ekkert spes að Pennant og markaleysið hans sé aftur komið í liðið en hann gefur þó boltann fyrir

19.56 Gleymdi að minnast á liðið hjá Wigan en fattaði þá að mér er alveg sama um það, þið getið bara fundið það sjálf, get þó sagt að Emile Heskey er í liðinu

19.57 Varamenn eru Itandje, Riise, Benayoun, Kuyt og crouching tiger er kominn aftur eftir ninjastökksbannið

20.00 Koma svo

20.01 Hápressa hjá Liver, taktíkin hentar ágætlega í það

20.02 Pennant með skemmtilega sendingatilraun á Gerra, gekk ekki alveg en þó ágætis hugsun, stundum getur maður ekki farið fram á meira frá Pennant

20.04 Alonso er með afbragðs sendingar, Harry hins vegar eitthvað utan við sig og var rangstæður þegar hann hafði alla línuna fyrir framan sig, klafs og Wigan næstum komnir í færi, reina reddaði því

20.05 Nikkið hans Jóns Bjarna á msn er "happier than a tornando at a trailer park" ég hló upphátt að því, er víst úr stórmyndinni Cars

20.07 Kannski er það bara ég en mér sýnist Liver koma til með að vera meira með boltann, það er svona stöff sem maður lærir af því að spila lengi fótbolta skiljiði FootinMouth

20.09 Torres með ágæta sendingu innfyrir bakvörðinn á pennant, kannski aðeins of fast, held samt að pennant hafi bara ekki veirð nógu fljótur

20.11 Torres er fljótur, var að stinga einhvern af á kantinum núna, Pennant reyndi að stinga einn af á miðjunni án þess að bæta í hraðann, það virkar sjaldnast

20.13 Torres innfyrir en rangstæður, afar tæpt en rétt.

20.14 Mascherano með 5 metra sendingu sem gekk næstum því, hann er ekki alveg á Sissoko level en samt

20.15 Dæmt á Torres, það hefði ekki verið dæmt á þetta er hinn hefði farið svona í Torres, Wigan að fá horn eftir afar dapra hreinsun hjá Aurelio, Liver fékk 8 sénsa tli a hreinsa eftir þetta horn en Brown átti síðan skot svona 3 sentimetra framhjá, það er smá bögg með þessi horn þegar Hyypia og Agger eru ekki með, skulum ekki gefa þeim of mörg horn, nú eða bara hreinsa þegar tækifæri fást til

20.18 Nennir einhver , sem er á Anfield, að segja Pennant í hálfleik að maður eigi ekki að gefa fljótandi fyrirgjafir þegar það eru 20 manns inní teignum og maður hefur nægan tíma

20.20 Harry og Aurelio með skemmtilegt trix á vinstri kantinum, Harry komst í skotfæri en einhver var að þvælast fyrir, Torres og Mashcerano að koma sér í færi en Mashcerano með svona þokkalegt skot sem Kirkland varði

20.23 Brotið á Pennant en ekkert dæmt, hann var alveg steinhissa, Wigan fær sókn uppúr því, auki sem ekkert varð úr

20.24 Gummi að vitna í Steve Bruce, "Taylor er nýr Beckham, án útlitsins". Torres þá með fína sendingu á Gerra sem kom ekki almennilega skoti úr góðu færi

20.26 Gerri á að vera þarna inní teig, þegar hann er í svona frjálsri stöðu þá þarf hann ekki að fara mikið til baka að sækja boltann, þó honum finnist gaman að gefa langar ristarspyrnur

20.27 Kirkland að tefja, það er alltaf gott á 27. mínútu

20.28 Pennant ekki búinn að fatta að hann hefur ekki sama hraða og hann hafði fyrir meðislin, var að reyna að taka annan á án þess að bæta í hraðann, það virkaði ekki

20.29 Það hefur gengið hörmulega hjá Liver að hreinsa, hálftími búinn og ennþá 0-0

20.31 Aurelio með ágæta spyrnu úr auka utan af velli, verst að þetta var beint á Kirkland og enginn Liver maður nálægt, að öðru leyti vel útlítandi spyrna, hmm..

20.33 Er að pæla í með Pennant, er ekki betra að nota æfingar eða æfingaleiki til að koma mönnum í form, svona frekar en deildarleiki. Brown þá fljótlega að fá spjald fyrir endurtekin brot, fær eina svona klassíska róaðu þig ræðu frá dómaranum, spái að hann fari ekki eftir því

20.35 Fyrirgjöf en Gerri búinn að gleyma því að hann á að vera kominn inní teig, ekki mikil hætta þá

20.39 Það mætti setja crouching tiger inná í hálfleik fyrir Pennant, bara ekki Benayoun, okkur vantar ekki fleiri sem gefa ekki fyrir. Getum alveg eins sett Crouch inní og Finnan aðeins framar

20.41 Væri til í að sjá aukaspyrnutölfræði um þennan leik, búið að dæma slatta, ágætur auki hjá Xabi en Torres með skalla yfir.

20.44 Pennant gaf á Finnan, ágætt að hann náði þá að gefa einhvern tímann á samherja áður en honum er skipt útaf

20.47 Gummi vill fá Yossi inná fyrir Harry, væri nú ekki nær að koma Pennant útaf sem fyrst, mér er reyndar sama þó Harry fari útaf en Crouch má allavega koma inná

20.49 Best að horfa á City næsta korterið, það er sem sagt kominn hálfleikur hjá Liver, staðan 0-0 og ekki mikið um færi, hef engar áhyggjur samt, nægur tími eftir til að skora nokkur mörk

21.05 Seinni byrjaður, engin skipting en ógulegt trix hjá Rafa, Pennant og Harry að skipta um kant, er þá betra að Pennant missi boltann þeim megin, anywho.. horn hjá Liver

21.06 Finnan með dapran bolta inní, eiginlega fór ekki inní heldur útfyrir hliðarlínu

21.08 Gullfallegt mark hjá gullfallegum manni, var einhvern veginn svona, Finnan, Torres, Gerri, Finnan, Torres mark, gott spil og þægileg afgreiðsla

21.10 Góður punktur hjá Gumma, Wigan komst í færi en reyndar dæmd rangstaða, Gummi benti hins vegar á hveru algengt það er að fá á sig mark eða allavega færi fyrstu mínúturnar eftir að maður skorar, Gaupi heldur því væntanlega fram að það sama gildi um handbolta, jamms svo sem rétt en dáldið öðruvísi íþrótt

21.13 Harry með run, ekki sérlega árangursríkt eða gott run en run samt

21.15 Jæja, 56. búnar og ekki skipting ennþá, getum gefið okkur að hún komi á 64. mínútu, ég held að Pennant þurfi súrefni ef hann veðrur lengur inná en það. Talandi um hann og hárkolluna hans, þeir bræður eru búnir að skipta aftur um kant

21.17 Afar dapur aukavaríant hjá Liver, taka stutt á einhvern, gefa aftur á Aurelio og hann beint á Kirkland, Gerri nú með gott skot úr auka sem Kirkland varði ágætlega 

21.20 Gummi búinn að skipta um framburð, einn hjá Wigan sem heitir Valencia og var borið þannig fram í fyrri, er nú orðið ValenÞía, voða fínt

21.22 Nú er eiginlega komin 63. mínúta, engin skipting ennþá, getur verið að við þurfum að bíða til 74.?

21.23 Pennant ætlaði að ná sér í aulaspjald með því að fella einn, ágætt kannski að hann var allt of seinn og langt frá

21.24 Þetta er einn af þessum leikjum sem líða hratt, venjulega merki um að ekki sé mikið að gerast, Torres með trix og komst næstum í færi.

21.26 Harry með skot frá endalínu, fór ekki alveg á markið, það var svo sem enginn inní en þetta var samt ekkert spes, Beckham án útlitsins með skot yfir úr frekar þröngu færi, útspark

21.29 Tuttugu eftir og enn eitt hreinsunarklúðrið, smá klafs hjá Heskey, hann er svona Carragher sóknarmannanna, þ.e. hann helsti styrkur er að þvælast fyrir, ekki það að hann sé góður

21.32 Ágætt skot frá Harry eftir sendingu frá Torres, Harry þá útaf fyrir Yossi, merkilegt nokk á 74. mínútu, Rafa furðulegur með þessar skiptingamínútur sínar

21.34 Korter eftir og Pennant einhverra hluta vegna ennþá inná, það er næstum eins skrýtið og að Brown sé ekki kominn með spjald, hmm... hvað ætli Rafa geti dottið í hug á 82. mínútu, ok ég ætla að spá Riise inná fyrir Pennant þá og svo Kuyt fyrir Torres á 88. ég er mikill spámaður bara svo að þið vitið það

21.37 Hvað er með þessar plebbahreinsanir hjá Liver, nún voru þeir að klúðra einni enn og Bramble skoraði 1-1, meira crappið en það er ekkert spes að geta ekki hreinsað boltanum, Gerri fær þá stoðsendingu á þetta, 10 eftir og ætli Rafa fáist þá til að taka Pennant útaf núna?

21.43 Gerri með skot sem Kirkland varði vel og síðan fékk Gerri frákast sme Kirkland varði enn betur, Crouch nú inná fyrir Mashcerano, Kuyt á leiðinni inná líka, það er frekar dýrt að nota ekki færin, Pennant loksins útaf á 87. mínútu það er alveg svona 87. mínútum of seint, allavega 43.

21.46 Nokkrar eftir og Rafa pirraður, hann ætti kannski að prófa að vera einhvern tímann með lífsmóti á meðan leiknum stendur, ekki bara ef það kemur eitthvað bögg upp á síðustu mínútunum, þýðir lítið að vera að vera í fýlu yfir þessu ef þú hefur ekki unnið fyrir því að klára leikinn, Liver eru búnir að vera 10 eiginlega frá 20. mínútu, allavega hefur Pennant ekki gert neitt og það meira að segja sást fljótlega að hann var ekki tilbúinn í leikinn 

21.49 Fínasta fyrirgjöf frá Kuyt en þá var enginn inní, Crouch að kvarta eitthvað, nú fékk Torres spjald fyrir að fara með olnbogann í Bramble, ef það er eitthvða þá ætti það að vera rautt en þetta var samt eiginlega hvorugt, kannski auki en í takt við annað í þessum leik, LIver á ekki einu sinni almennilega sókn þó þetta sé að verða búið, það er yfirleitt merki um að lið sé í ruglinu.

21.52 Búið að flauta af, endaði 1-1 sem verður að teljast afar dapurt, eiginlega hörmung. Það sem var næstum jafn slæmt var hvernig liðið spilaði, Pennant ekki með en samt inná í 87 mínútur, Harry ekki að gera mikið, liðið klúðraði afar mörgum hreinsunum eiginlega allan leikinn og það endaði á því að Gerri sendi í magann á Mascherano og til Bramble sem þrumaði boltanum inn. Dáldið spes leikur og úrslit. Ætli Van Basten geti fengið sig lausan og tekið við Liver, þetta er að verða komið gott hjá Rafa


mbl.is Man City lagði Newcastle, 2:0 - Liverpool gerði 1:1 jafntefli við Wigan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilldar lýsing á leiknum,,,, ég tók eftir Pennant pirringnum hjá þér......

hahaha 

gfs (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Gísli Torfi

Þetta var hressandi lesning og Heilagur nikulás hvað ég er gjörsamlega sammála þér um gjörsamlega allt hér :) við hljótum að vera tvíburar :)

Gísli Torfi, 3.1.2008 kl. 03:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband