Jórsalir 4, engir gestabloggarar að þessu sinni enda gerist þess vart þörf. Ég held að það sé búið að selja hálf Luton liðið frá því síðast, það hjálpar þeim varla
19.47 Var heldur snemma á ferðinni að þessu sinni, munaði litlu að leikjadagbókin þyrfti að hefjast á því að Pétur Jóhann væri að veiða lax, hann er betri í Thule auglýsingunum
19.50 Liðið er annars Itandje, Arbeloa, Carra, Hyypia, Riise, Pennant, Gerri, Alonso, Babel, Crouch og hinn gullfallegi Fernando Torres. Það á greinilega að vera skotæfing í dag, Gerri og Torres báðir í liðinu. Þetta gæti farið illa, ef Liver skorar snemma þá gæti þessi leikur snúist upp í tóma dellu, ekki bara það að þeir labbi yfir Luton heldur vilja þeir síðan sennilega ekki skora alt of mörg.
19.53 Gummi Ben er einn í settinum, það mætti gjarnan vera þannig oftar, hann bæði veit slatta um fótbolta og er vinur hælspyrnunnar. Klakksparkens vänner er sponsorafélagið hjá Hammarby
19.54 Don Hutchinson er í liðinu hjá Luton, hef lítið við söguna frá síðasta leik að bæta. Carra er fyrirliði í sínum fimm hundraðasta leik fyrir Liverpool. Martin, Lucas, Harry, Aurelio og Kuyt eru á bekknum.
19.56 Holy smoke, Don Hutchison er hafsent, ég get eiginlega ekkert sagt til viðbótar við það
19.58 ég kann vel við Carra, hann er nagli. Ég kann hins vegar ekki vel við ísskápinn minn, hann er tómur
19.59 Leikurinn hafinn, ég ætla að spá 9-1
20.01 Ekkert færi ennþá en ein hælsyrna hjá Torres og nú ein hjá Arbeloa
20.02 Hutchison stoppaði Gerra, hafði meira með það að gera að Gerri fór of nálægt en að Hutch hafi gert eitthvað spes
20.03 Luton fékk annars fyrsta hornið, Crouch skallaði frá
20.05 Pennant með fína fyrirgjöf og Crouch skallaði framhjá í góðu færi
20.06 Luton fékk líka horn nr. 2, Itandje kýldi það frá
20.07 Pennant með nýtt trix, tók boltann á magann og öxlina og þaðan til Lutonkalls
20.07 Fín sókn og Babel með beyglu í stöng, gott skot eftir dapra móttöku
20.09 Fyrsta hornið hjá Liver, Pennant með fljótandi rist sem átti að fara á Crouch, fór ekki á hann, Crouch með skot framhjá fljótlega á eftir, veit ekki hvernig hann fékk ekki horn en það er allavega rigning í Liverpool
20.11 sex þúsund stuðningsmenn Luton mættir á leikinn, það er meðaltalið þeirra á heimaleikjum
20.12 Torres að reyna rennatilvinstrioghlaupatrixið sitt en það virkaði ekki, komst síðan í skotfæri en skaut 12 metra yfir
20.14 Gerri og Torres að reyna þríhyrning, Gerri var blokkaður og vildi auka, fékk ekki en Liver var að fá gefins horn, það var Jackson sem gaf þeim það
20.16 Hmm, ágætt spil en Crouch reyndi að skoppa boltanum á markið, einn hjá Luton síðan með skot sem hitti reyndar markteiginn
20.19 Pennant reyndi að taka einn á áðan, náði allavega að vera samsíða honum þegar hann missti boltann
20.20 Carra með trix og fyrirgjöf, fínt trix og fínasta fyrirgjöf, Liver með horn, Pennant reynir þá beyglu
20.21 Pennant með fyrirgjöf afturfyrir, 22 búnar og staðan er 0-0, Jón Bjarni spáir 1-1 og Carra skori bæði, ég er til í jafntefli ef Carra jafnar metið hans Paul McGrath og skorar öll mörkin í 2-2 leik
20.23 Torres með utanfótarfyrirgjöf og Hutch hreinsaði í horn, hornið fór síðan í magann á fyrsta varnarmanni, skapaði litla hættu
20.25 Gerri og Torres að reyna þríhyrning sem virkaði ekki, það verður vonandi ekki þema hjá þeim
20.25 Maður leiksins frá því síðast, Talbot, er meiddur eftir að Babel hljóp hann niður, hann er eitthvað haltur eftir þetta
20.27 Pennant með hlaup og síðan of stutta 5 metra sendingu á Torres, Pennat án hraða er eins og Sammy Lee án knattspyrnuskilnings
20.29 Hálftími búinn, staðan ennþá 0-0, það er víst annars búið að kaupa Luton, leikmennirnir fá þá kannski borguð laun, það er alltaf betra
20.32 Gerri með skot í varnarmann eftir ágætis upphlaup, horn sem fór í hnéð á fyrsta varnarmanni, dapurt finnst mér
20.33 Pennant með eitthvað trix, gaf síðan 5 metra sendingu útaf, merkilegt að komast að því hvað gerist í kollinum á Pennant, það snýst allavega ekki um fótbolta. Babel með skot í Crouch og síðan Gerri með skot í varnarmann þegar hann átti að vera löngu búinn að gefa á Torres, allt eitthvað klént, eins og svo margir undanfarnir leikir Liver
20.37 Ég er ekki viss um að línuvörðurinn kunni innkastsregluna, sá sem sparkar útaf á ekki að fá inkastið, einhvern misskilningur hjá honum
20.39 Ætli ég nái m.c. steakhouse í hálfleikshléinu? kannski sjoppupylsu? það er ekki gott að vera svangur í leik. Ætli ísskápurinn sé tómur af því að ég er alltaf að gleyma að fara í búðina?
20.42 Allt of þröngt spil hjá Liver, Gerri stóð núna 10 metrum fyrir utan teig og tók skæri í 20 sekúndur, Torres núna með skot í Hutchison. Pennant síðan með sendingu í magann á Gerra, háklassaleikmaður. Gerri með hælklobba upp í hornið á Babel, Liver með horn
20.44 Hutchison skallaði hornið frá og skallaði svo skotið frá Gerra í burtu, einni mínútu bætt við. Það verður kjúklingapasta í matinn. Torres með sendingu á Babel, gott skot í fjær og 1-0, fínt mark
20.47 Hálfleikur, nú verður gert smá hlé á meðan ég tek til við kjúklingapastað
21.04 Seinni byrjaður, engar skiptingar, ég tafðist örlítið því ég var að klára núðlusúp.... nei ég meina kjúklingapastað
21.08 Pennant með 5 metra sendingu á Gerra sem fór reyndar í aðra átt og á einhvern Luton kall
21.09 Pennant með fyrirgjöf á Crouch sem skallaði á Gerra sem skallaði í markið, svona klafslegt en telur
21.11 Crouch renndi sér á stöngina, honum fannst það ekki gott held ég
21.13 Torres með skot yfir, þrjú horn í röð hjá Liver, það á að vera víti
21.14 Fengu ekki vítið en Gerri með horn á Hyypia sem skoraði, 3-0, það er heldur farið að halla undan fæti hjá Luton, skiptingar á leiðinni, vonandi Torres og Gerri útaf
21.16 Gerri með skot í Crouch, Crouch er þá búinn að verja tvö góð skot og renna sér á stöngina, honum er sennilega illt
21.18 Slakt hjá Torres, einn Luton kallinn kom honum einum innfyrir en Fernando var allt of lengi að dunda sér við að taka boltann niður, varð ekkert úr því
21.20 Var að fá skemmtilegt komment frá Unu Matthildi, hún er hluti af uppáhalds fjölskyldunni minni á Ólafsfirði, Eggert, Hafdís, Heiða Kristín, Una Matthildur og Friðrik Hermann eru toppfólk, ég var helling þar á Leifturstímanum, eiginlega mitt annað heimili í 6 ár. Spurning um að fara með minime í smá roadtrip í sumar í fjörðinn
21.23 Gerri að skora 4-0, 66 búnar, það var einhver skipting þarna sem ég missti af, best að tékka.
21.24 Kuyt fyrir Crouch var það víst, einhver fyrir einhvern hjá Luton
21.26 Ég veit ekki hvernig Kuyt ætlaði að skora utanfótar með hægri, vinstra megin við markteiginn og boltinn eiginlega í kyrrstöðu, markmaðurinn höndlaði þetta allavega. Hyypia að fá sér gult spjald fyrir að hlaupa einn niður, klókt í ljósi þess að staðan er 4-0, best að leiðrétta það, Gerri með gott skot, 5-0. Það sem er hins vegar verra er að Torres var að meiða sig. Gerri að fara útaf fyrir Leiva, sýnist Torres alveg vera til í að fara útaf líka
21.30 Jebbs, hann fékk að hvíla sig, Aurelio inná fyrir hann, fínt fyrir Hutchison að fá þá Babel fram. Fínt run hjá Babel og Kuyt með skot í hendina á einum, ekki víti samt, allavega ekki dæmt.
21.31 Talbot er töluvert betri en Pennant, er reyndar ekki kantari en miðað við hvernig Pennant verst þá er hann það hvort eð er ekki heldur, verst að Luton myndi ekki einu sinni vilja skipta þó Liver borgaði launin fyrir þá báða
21.34 Ég veit ekki hvað kom fyrir skottæknina hjá Riise, hann hefur ekki hitt markið síðan á síðasta tímabili
21.37 Tíu mínútur eftir, Kuyt skoraði en það voru svona 30 sekúndur síðan hann var flautaður rangstæður, vantar núna bara 5 mörk á síðustu 10 til að spáin mín rætist. Pennant vann annars næstum því boltann áðan, Kuyt tók síðan boltann af Lucas í þessu líka fína skotfæri, boltinn útá kant og Kuyt síðan með skalla framhjá, Liver eru merkilegt nokk búnir að vera betri í þessum leik, ekki hægt að segja það sama um fyrri leikinn
21.41 var ekki búinn að taka eftir því en markmaðurinn hjá Luton tekur ekki útspörkin, vinstri bakvörðurinn kemur og tekur þau, þetta er orðið afar sjaldgæft, reyndar tók ég stundum útspörkin á Raufarhöfn, það sem kannski var sjaldgæfara var að ég kom til baka og tók þau líka í leiknum þegar ég var senter
21.48 Þetta er að klárast, endar 5-0 fyrir liver og frekar þægilegur seinni, ég þarf hins vegar að taka til við þriðju seríuna af so you think you can dance aftur, á tæplega helming eftir
Meginflokkur: Leikjadagbók | Aukaflokkar: Enski boltinn, Íþróttir | 15.1.2008 | 19:49 (breytt kl. 21:52) | Facebook
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Allt finnur maður á netinu=) rambaði inná þessa síðu og fannst ég kannast við þetta beauty andlit sem prýðir síðuna =) mun klárlega fylgjast mér þér gamli=) bestu kveðjur að norðan
Una Eggerts
Una Eggertsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 20:58
Hæ, gaman að heyra frá þér Una, var að skoða barnalandssíðuna, fallegustu börn, ágætt að þau fengu útlitið frá mömmu þinni en ekki pabba þínum, bið að heilsa í fjörðinn
Pétur Björn Jónsson, 15.1.2008 kl. 21:04
haha flestir segja að þau séu nú nokkuð lík pabba sérstaklega Gabriel hehe =) en já skila góðri kveðju
Una Eggertsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.