Leikjadagbók Ason Villa-Newcastle 9.2.2008

Naustabryggja 29, sérlegur gestabloggari og yfirlesari Aron Freyr Pétursson

Keegan hefur ekki brillerað frá því að hann tók til en það kemur væntnanlega á endanum. Villa er við það að parkera sér á sinn hefðbundna stað í deildinni 6-12 sæti. Sir Makan vinur minn er Villa fan og það er víst mjög þægilegt, skilst reyndar að hjartveiku fólki sé ráðalagt að halda með þeim, Villa eru alrei í fallhættu og aldrei í toppbaráttu

12.45 Gaupi er einn að lýsa, það er þá sennilega leikjahlé í öllum handboltadeildum heimsins eftir HM. Er ekki annars réttast að Gaupi sé þá líka í fríi.

12.46 Best að tékka á liðinum, brb..

12.47 Villaliðið er Carson, Mellberg, Laursen, Davies, Bouma, Petrov, Barry, Reo-Coker, Young, Maloney og hinn geðþekki eða ekki John Carew

12.49 Liðið hjá Newcastle er Given, Carr, Taylor, Cacapa, Beye, Barton, Butt, Duff, Milner, Owen Smith. Var að átta mig á því af hverju Aghbonlahor er ekki í liðinu hjá Villa, ég var að kaupa hann í draumaliðinu. Það eru þá hann og Torres sem ég er með í liðinu og eru ekki að spila.

12.52 Owen að skora 1-0 eftir fyrirgjöf frá vinstri með hægri, ágætis skalli eftir sendingu frá Milner

12.54 Sigur hja Newcastle myndi styrkja stöðu Keegan hjá Newcastle segir Gaupi. Gaupi þarf yfirleitt að tala um flest annað en leikinn, kemur til af því að hann skilur ekki leikinn

12.57 Það er þokkalegt tempó hjá Newcie Brown Ale. Alan Smith er orðinn senter aftur, það er þá búið að parkera Viduka

13.00 Ashley Young með gott run og Barry með gott skot. Barton greip næstum því boltann í skotinu hjá Barry en dómarinn dæmdi samt ekki víti, þetta má sennilega í fangelsisbolta og þær reglur verða að gilda alls staðar þar sem Barton spilar á meðan hann er laus gegn tryggingu

13.04 "hér sjáum við Alan Smith, greiðslan góð en mætti vera betri í fótbolta" merkilega rétt lína hjá Gaupa nema hvað greiðslan var ekkert sérlega góð

13.06 Reo-Coker með frekar einfalda 40 metra skiptingu sem var víst frábær samkvæmt Gaupa, nú er búið að sýna hendina á Barton 40 sinnum og þá var Gaupi að uppgötva að þetta hafi líklega verið hendi

13.08 Það eru allavega búnar 20 og staðan er 0-1, Milner er þokkalega sprækur

13.11 Nú átti að vera annað klárt víti á Barton, hann þrumaði Young niður inní teig en dómarinn, sem stóð nokkra metra frá, ákvað að dæma ekkert, Young er haltur á eftir

13.13 Maloney með skot yfir úr auka og Barry svo með stökkskot framhjá stuttu seinna

13.15 Bein lýsing hjá aðstoðarbloggaranum á því hvað Donatello er að gera

13.16 Aðstoðarbloggarinn er nefnilega ða leika sér með Turtles kall eftir að hafa horft fjórum sinnum á Turtles myndina á síðasta sólarhringnum

13.18 Þessi leikur er ekkert sérstaklega skemmtilegur, sést kannski best á því að aðstoðarbloggarinn er farinn inní herbergi að horfa á ostaauglýsingu og hann er fótboltafíkill

13.22 Mikil skipulagning í gangi varðandi flutningana í Bollagötuna, sgó erum búnir að komast að þeirra niðurstöðu að við þurfum að byrja á að kaupa ísskáp og þvottavél, ég þarf síðan rúm. Borðstofuborð er þá líklegast næst. Samningar í gangi við manneskju til að þrífa, staðan í leiknum er annars ennþá 0-1 og 20-20 í marblettum

13.28 Skalli hjá Carew en Carson ver vel, sniðugt að skilja Carew eftir einan á vítapunkti. Nú held ég reyndar að Gaupi hafi endanlega veirð að missa það, hann sagði að Carson væri feykilega reyndur markmaður, hmm..... nennir einhver að segja honum að hann sé á láni hjá Villa meðal annars af því að hann fékk lítið að spila hjá Liver, það var verið að gagnrýna val hans í landsliði nýlega af því að hann væri svo reynslulítill

13.34 Hálfleikur og staðan 0-1, Owen. Svona lala leikur, slatta aksjón en kannski er það bara af því að mér er sama um liðin en finnst þetta ekkert spes

13.37 Ekki að það þurfi að koma mikið á óvart en það er innipúki um helgina

13.38 Þessi auglýsing þar sem gaukurinn hoppar ofan í bað til konunnar og maður sér hneturnar eru dáldið spes, eða eiginlega ekkert spes, mér finnst hnetur í auglýsingum alveg óþarfar um hábjartan dag

13.49 Marlon Harewood kominn inná fyrir Petrov, ég sá Petrov ekki einu sinni í fyrri, seinni er sem sagt að byrja, Gardner kominn líka inná hjá Villa

13.51 Villa hefur spilað tuttugu og eitthvað leiki án þess að ná ekki að skora, ég hef ekki hugmynd um hvað það þýðir, nennir einhver að ýta við Gaupa og spyrja útí það

13.53 Bouma að jafna með hægri, lélegt skot sem breytti um stefnu, Given rann á hausinn í skotinu sem hjálpaði ekki til, 1-1

13.54 Gaupi er með dáldið sérstakan stíl, "markið er klaufalegt, það leikur ekki nokkur vafi á því" hann þarf stundum að leggja áherslu á það sem hann e rað segja, virkar svona dáldið eins og að hann viti að það trúir honum enginn almennilega þannig að það virki kannski ef hann segir að það sé pottþétt rétt sem hann segir.

13.57 John Carew að skora eftir horn, 2-1. Keegan fór þá á fætur, óþægilegt sennilega að vakna svona eftir að hafa dottað þægilega á bekknum

13.59 Harper inná fyrir Given, kúl að skipta um markmann eftir að hann fær á sig 2 mörk á nokkrum mínútum, það er skemmtilegri saga en sú rétta, sem er að Given er eitthvað meiddur.

14.02 Butt að fá spjald, kemur lítið á óvart, Villa vinnur þetta og ég ætla að fara að horfa á teiknimynd með minime, kveð í bili, hendi inn hérna á eftir hvernig þetta endaði en það eru litlar líkur á því að Newcastle fái stig. Auf Wienerschnitzel

14.42 Endaði 4-1, Carew með þrennu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband