Minnispunktar 10.2.2008

* 4 4 2 er snilldarþáttur

* það er til ferlega mikið af leiðinlegri tónlist, er búinn að vera með eitthvað af henni í gangi í tv á meðan ég er að gera ekkert á netinu.

* hvað ætli maður þurfi að fara í marga ljósatíma til að verða ryðbrúnn eins og gaukurinn í hey hey ho ho laginu í laugardagslögunum í gær.

* Jón P, Sigfríð og minime fóru í Bása áðan, ég hef áhuga á golfi en þegar það er þriggja metra snjór úti þá held ég að ég sleppi golfi.

* Ég hef ekkert sérstaka tilfinningu fyrir Liver leiknum á eftir, þætti betra ef Torres væri með

* Held að ManU labbi yfir City á eftir

* Hlakka til að sjá báða leikina og ætla að reyna að skrifa eitthvað um þá báða

* Held að flestum, þ.m.t. mér sé sama hvort skrifað verði um leikina á eftir.

* Er afar ánægður með að uppáhalds bloggarinn minn, Maja, sé komin úr bloggdvala. Hefur verið eitthvað bloggdeprímeruð undanfarna mánuði. Velkomin aftur

* Sýnist ég vera kominn með rétt um 400 færslur á rétt um 8 mánuðum með þetta blogg, misjafnlega gæfulegar en líklega engar sem hafa verið jafn pointless og managerdagbækurnar, hafði samt glettilega gaman af því að skrifa þær þó ég hafi verið með nettan kjánahroll

* Sýnist svona 30 manns kíkja á bloggið á dag, tel eðlilega ekki þessar sérkennilegu tölur sem koma þegar maður tengir við moggafrétt.

* Fékk einu sinni rúmlega 1000 heimsóknir á síðuna á einum degi og það var alveg án tengingar við mbl, það var færslan þar sem ég auglýsti eftir einhverjum til að þrífa íbúðina mína fyrir 5000 kall. Einhvern veginn endaði það inn á barnalandi þar sem linkað var á þetta. Fékk nokkrar umsóknir um starfið en lét ekki verða af því þá, ég er það mikill snyrtipinni þannig að þess gerðist ekki þörf.

* Við Siggi verðum með einhvern til að þrífa íbúðina okkar vikulega, 5000 kall á viku fyrir 2 tíma, eigum eftir að ráða þannig að ykkur er velkomið að hafa samband, ákveðum okkur í vikunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband