Leikjadagbók Liverpool-Inter Milan 19.2.2008

Naustabryggja 29, sérlegur gestabloggari fyrrum landsliðsfyrirliði Jón Pétursson.

Ég veit að ég er snemma á ferðinni, bara tímabilið undir þannig að ég er meira að segja farinn að lesa eitthvað af stöffinu á NewsNow. Liðið ekki komið ennþá en ég fer mögulega út í 6 tíma göngutúr ef listamaðurinn sem áður var þekktur sem Jermaine Pennant verður í liðinu.

Liðið á að vera svona: Reina, Arbeloa, Carra, Skrtel, Riise, Gerri, Mascherano, Alonso, Babel, Crouch og hinn gullfallegi Fernando Torres. Reikna samt frekar með Kuyt í staðinn fyrir Crouching tiger.

Best að hringja í minime, sjá hvað sá snillingur segir, brb.. 

19.00 Jæja, minime var góður, var að koma úr heimsókn frá vini sínum

19.01 Sigfríð að elda grísalundir, verða klárar fyrir hálf, Tómas Ingi og Heimir með Hödda Magga í settinu, Tómas Ingi er snyrtilegur að vanda, skyrtan hans er einhvern veginn bleikbrún, veit ekki almennilega hvað sá litur heitir

19.03 Verið að tala um Arsenal-Milan, mér er alveg sama hvernig sá leikur fer

19.05 Liðið komið, Reina, Finnan, Carra, Sami, Aurelio, Gerri, Mascherano, Lucas, Babel, Kuyt og hinn gullfallegi Fernando Torres. Ekki alveg leikmennirnir sem ég reiknaði með en taktíkin er sú sem ég vonaðist eftir, 4-3-3 með Babel og Kuyt sitthvorum megin við Torres

19.08 Bekkurinn er Itandje, Riise, Arbeloa, Alonso, Benayoun, Pennant, Crouch, ekkert óvænt nema þá helst að það er ekki ennþá búið að selja Pennant

19.10 Bekkurinn hjá Chelsea er Terry, Lampard, Anelka, Wright Phillips, Kalou, Mikel og einhver, þokkalegasti bekkur hjá Chelski verð ég að segja

19.12 Gaupi er að fjalla um Chelski leikinn, það er fínt, hann verður þá ekki viðloðandi Liver leikinn, Gaupi að segja núna hvað hann sé ósammála T'omasi Inga, það er fínt fyrir hann, Tómas Ingi getur þá verið viss um að hann sé á réttri leið.

19.13 Höddi Magg á afmæli í dag, það er nú fínt

19.16 Gummi Ben verður ekki með liver leikinn heldur, það er verra

19.26 Þá fer þetta að byrja, mé rlíður betur með þetta eftir að ég sá liðið sem byrjar

19.37 Gleymdi að þetta byrjar víst ekki fyrr en korter í, það er kannski óþarfi að byrja leikjadagbækur klukkutíma fyrir leik, ekki að þær séu þarfar yfir höfuð

19.39 Logi og Arnar að lýsa, you´ll never walk alone hljómar, koma svo..

19.46 Liver byrjaði með boltann, það er afar mikilvægt í fótbolta

19.46 Liver fékk fyrsta innkastið, það er líka mikilvægt

19.47 Torres með bringuframhjátrix, Materazzi hljóp á hann, það veðrur ekki í fyrsta skipti, hendi á Cordova, ekki víti, sennilega af því að það var bara önnur, Chivu með gult eftir 3 og hálfa.

19.49 Aurelio með auka

19.50 Yfir hjá Aurelio, gaman að segja frá því að hann hefur ekki skorað fyrir Liver, eða reyndar ekkert gaman að segja frá því

19.51 Babel reyndi að hlaupa gegnum Maicon, það virkaði ekki, virkar sjaldnast, Sami hljóp í gegnum Zlatan, auki

19.53 Mikið tempó hjá Liver í byrjun, miklu sprækari og fínt að keyra aðeins á dútlarana frá ítalíu

19.54 Góð sókn hjá Liver, fyrirgjöf kuyt, horn

19.54 Skalli Sami, annað horn, Carra vill fá annað víti, fór ekki enu sinni í aðra hendina

19.55 Gerpið Stankovic trampaði á Gerra, það á að vera gult

19.56 Tíu búnar, Liver betri til að byrja með, reyndar engin sókn hjá Inter, Torres er fljótari en Materazzi, gult á Marco, ekki alveg verðskuldað

19.58 Tek þetta til baka, það er alltaf verðskuldað á Marco, hann á pottþétt eftir að gera eitthvað af sér á eftir sem dómarinn missir af

20.00 Torres næstum í gegn, Mascherano að biðja um gult, fékk ekki

20.02 Zlatan er í appelsínugulum skóm, það er gæfulegra en þegar Keown var í skræpóttu

20.03 Babel er búinn að vera góður, hann er svipaður og Pennant, nema bara góður, fljótur og teknískur

20.05 Finnan á Reina, allt að gerast

20.06 Kuyt að reyna að gefa á Gerra, átti hins vegar að gefa á Finnan, dáldið þröngt þarna 

20.07 Macherano að reyna eitthvað sem hann ræður ekki við, sóla mann, tókst reyndar en honum brá svo að hann missti boltann

20.08 Babel reynir allavega að taka menn á, kannksi aðeins of mikið að reyna að sóla þrjá en virðingarvert að reyna allavega

20.10 Gerri með vont skot

20.11 Auki til hliðar við teiginn, brotið á Torres, Gerri að prófa hvort það sé gott að taka aukann á fyrsta varnarmann, neibbs

20.13 Gott að Materazzi sé kominn með gult, það minnkar líkurnar á því að hann slasi einhvern

20.14 Ég held að það sé leiðinlegt að spila á móti Mascherano, Materazzi fékk annað gult fyrir að toga í Torres, hálftími búinn

20.16 Annar auki á fyrsta varnarmann, prófum að gefa yfir hann næst

20.17 Pressa hjá Liver

20.18 Mancini ekki ánægður

20.19 Línuvörðurinn datt og braut flaggið

20.19 Rúmur hálftími búinn, 0-0, allt of langt útspark hjá Reina, bæði spjöldin á Materazzi komu af því að Torres er fljótur

20.20 Babel með skiptingu útaf, betra að gefa á einhvern

20.21 Ítölsk lið eru góð að verjast, kannski ágætt að eini ítalinn var reikinn útaf

20.22 Zanetti og Torres að heilsast eftir einhverjar deilur

20.24 Babel með skot yfir, það var allavega fast

20.25 Kiddi frændi mættur sem sérlegur gestabloggari, kom með gott komment af hverju það er pointless að setja Crouch inná, ekkert gagn að honum þegar boltinn fer aldrei yfir fyrsta varnarmann

20.27 Gerri með fyrirgjöf, laust í bringuhæð á markmanninn, enginn Liver maður nálægt, Finnan að reyna að gefa í bringuhæð á fyrsta varnarmann, virkaði merkilegt nokk ekki

20.28 Já ég gleymdi að kynna Kidda, heitir sem sagt Kristinn Pétur og er tvíburabróðir pabba, skipstjóri með meiru

20.30 Gerri með gott run en Kuyt var að tala við einhverja stelpu við hina hliðarlínuna held ég, var allt of lengi að aulast inní, þoli ekki þegar menn koma sér ekki inní þegar boltinn kemur flatur fyrir markteiginn

20.31 Búið að flauta til hálfleiks, Liver miklu betri en ekki mikið af færum, reyndar væru þeir 12-0 yfir ef þetta væri keppni í að hitta fyrsta varnarmann, tempó hjá þeim samt og þetta lítur vel út, meira þegar seinni byrjar

20.42 Hnetuauglýsingin frá TM aftur, væri ekki nær að hún væri þegar einhverjar konur eru að horfa? Er merkilegt nokk alltaf í hálfleik á fótboltaleikjum, ætli þetta sé til að konur fái eitthvað spennó, held reyndar að konum finnst þetta ekkert spennandi

20.44 Ok, fyrri var allavega þannig að Liver voru miklu betri en fengu lítið af færum, næstsíðasta sendingin klikkar of oft, stundum að reyna of flókna hluti, of margar fyrirgjafir á fyrsta varnarmann og síðan Kuyt sofani úti á kanti þegar Gerri komst í gegn hægra megin.

20.45 Það sem ætti að gerast í hálfleik er að Crouch ætti að koma inná fyrir kuyt, Finnan er í raun kominn á hægri kantinn og Kuyt að þvælast inní, skárra að stilla Crouch inní, errrrr meinti fyrir framan fyrsta varnarmann, til að taka fyrirgjafirnar

20.47 Það voru svo margar auglýsingar að við misstum af fyrstu 30 sekúndunum á seinni, Lucas með smá run, innkast Liver, engin skipting í hálfleik

20.48 Þið vitið hvað brasilískur bílastæðafótbolti er, við fáum held ég dáldið af ítölskum sleðabolta í seinni

20.50 Inter búnir a fá 3 aukaspyrnur á fyrstu 3 mínútum, nú var Arnar að segja að fyrra brotið hjá Marco hafi verið gult en ekki seinna, það er akkúrat öfugt Arnar

20.51 Lucas er fínn leikmaður, Finnan með gott run, horn

20.52 Liver vildi fá víti, þarf allavega að fara í aðra hendina til þess finnst mér, svona ef ég væri hlutlaus

20.53 Sami með skot af 35 metrum, svona 9 metra framhjá, ekki góð hugmynd og enn lélegri framkvæmd

20.54 Logi vildi núna fá skiptinguna mína, Kuyt-Crouch, horn sem fór yfir fyrsta varnarmann, það er skárra

20.55 Viera á leið inná fyrir Cruz, kemur ekki á óvart, gott hjá Cruz að labba og kveðja dómarann, 54 búnar og þá 13 mínútur í að Rafa skipti, hann veit ekki að það má alltaf skipta, allavega þegar boltinn er farinn útaf

21.00 Dauðafæri hjá Sami, frír skalli á markteig en yfir

20.58 Mascherano rétt missti af því að fá að renna sér, hann var súr, ágæt fyrirgjöf áðan hjá Kuyt

20.59 Dauðafæri hjá Torres, einn innfyrir en vel varið

21.01 Dauðafæri hjá Sami, frír skalli á markteig en yfir

21.01 Þetta var fáránlegt, hendi á Viera en ekki víti, held þetta hafi verið báðar og þess vegna klárt víti

21.03 Hálftími eftir, Crouch á leið inná, verið að endursýna slatta hendina á Viera, þetta var sem sagt víti, getum við nú haldið áfram með leikinn

21.05 Lucas útaf fyrir Crouch, Torres með gott skot framhjá

21.06 Það eru 25 eftir, nóg eftir sem sagt, lítur vel út hjá Liver, kannski fyrir utan það að þeir skora ekki, gengur fótbolti nokkuð útá það

21.08 Erfitt hjá Kuyt, innkast, Aurelio með ferlega erfiðan bolta, Zlatan kominn inní teig, fyrsta horn Inter

21.10 Liver lengi að hreinsa, Sami reddar vel eftir að Zlatan sendi inná Cambiasso, rangstaða reyndar

21.11 Dæmt á Crouch eftir fyrirgjöf frá Finnan, Pennant á leið inná, jibbí

21.12 Carra að reyna 40 metra gegnumbrotssendingu, akkúrat það sem hann er góður í

21.13 Pennant inná fyrir Babel, Rafa er ekki í lagi

21.13 Viera með skot framhjá, Kuyt er kominn á vinstri kantinn, stelpan sem hann var að tala við í fyrri er sennilega kominn þarna megin

21.14 Croch í eðal skotfæri af vítateig, ákvað þá að skjóta framhjá, lélegt skot í góðu færi, Inter verst annars vel, liggja reyndar vel líka núna til að vinna smá tíma

21.15 Sýnist það vera Cordoba sem er á leiðinni útaf á börunum, Burdisso kemur inná fyrir hann

21.16 Markmaðurinn er örvfættur, sparkar langt og vel eins og Kjartan vinur minn sem er líka örvfættur, Kjartan er samt myndarlegri

21.17 Gerri með skot en horn sem ekkert varð úr eftir hörmulegan seinni skalla hjá Carra, Zlatan með Ninjaspark í Carra, það er auki

21.19 Crouch í færi en Maxwell komst fyrir, Finnan með fyrirgjafaskot yfir

21.20 Það jákvæða við Liver núna er að þeir vinna boltann fljótt aftur, Inter nær lítið að halda honum, það er gott, það sem er ekki jafn gott að Liver eru ekki búnir að skora

21.22 Gerri var felldur en hékk á boltanum, Kuyt á ekki að vera í 40 metra skiptingum, Torres hefði getað snúið en áttaði sig ekki á því

21.23 Carra með þéttingsfasta sendingu í magahæð, ekki létt að taka það niður, horn hjá Liver sem ekkert varð úr

21.24 Torres að skalla á markið frá vítateig, það virkar yfirleitt ekki

21.25 Fyrirgjöf frá Pennant og Kuyt skorar á fjær, ætlaði einitt að fara að tala um hvað Kuyt hefði ekki sést, fór aðeins í varnarmann, telur, 1-0 Liver og 5+ eftir

21.27 Þetta var nú fínt, líður betur núna, pressa svo áfram núna, dómarinn dæmir nú dáldið mikið núna, einhver liggur hjá Inter, kemur á óvart

21.30 Gerri með gríðarlegt skot, 2-0 Liver, erfiður vinkill, stöngin inn, nammi namm

21.32 Auki á Liver á miðjunni, síðan dæmt á Viera. Ok, kannski eitt varðandi Pennant, einum fleiri þegar hann þarf ekkert að verjast og getur staðið útá kanti að gefa fyrir þá er hann nothæfur, verð víst að brjóa odd af oflæti mínu og vera afskaplega sáttur við hann í þessum leik, ég er ekkert of góður til þess.

21.35 Búið að flauta af, endaði 2-0 fyrir Liver, sanngjarn sigur hjá Liver þó þetta hafi verið erfið fæðing. Kuyt skoraði gott mark og það var það eina sem hann gerði leiknum, reyndar alveg nóg líka Smile

21.36 Liver fer þá áfram, þeir skora á útivelli og eru góðir í að verjast í evrópukeppni. Skemmtilegt hvað maður er brosmildari þegar svona gengur, ég veit ekki hvað ég hef lítinn áhuga á bandinu hans Bubba. Veit þó að þetta voru fínustu úrslit, kveð að sinni, ciao


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband