Grenimelur 2, sérlegir gestabloggarar Dr. Unnur Anna dóttir Valda vegalöggu, Lilja Hugrún og (fyrrum) landsliðsmaður og núverandi KR-ingur og verkefnisstjóri Pétur Hafliði Marteinsson.
Verður hugsanlega örlítið stopult en til að Jón Bjarni skilji hvað er að gerast í leiknum mun ég þó reyna.
19.37 ætla að tékka á liðinu
19.39 Reina, Carra, Skrtel, Sami, Aurelio, Leiva, Mascherano, Gerri, Kuyt, Babel og hinn gullfallegi Fernando Torres
19.41 Inter er með 11 menn inná, nenni ekki að telja þá upp en Zlatan og listamaðurinn sem var áður þekktur sem Patrick Viera eru með.
19.42 Skrtel hefur ekki fríkkað á því að flytja til Liverpool, sjávarloftið ekkert hjálpað
19.43 Liver er með tvo brassa, Inter líka. Jafnt í Brössum, það er allavega eitthvað
19.45 Þetta er byrjað, Carra er hægri bakvörður. Torres að fá horn, Gerri tekur, muna bara yfir fyrsta varnarmann, jebbs en reyndar yfir alla hina líka
19.47 Stankovic að detta, það verður ekki eina skiptið, Carra var að klafsast í Zlatan áðan, held að það sé ekkert gaman að spila á móti Carra, eða reyndar Zlatan heldur. Zlatan með fyrirgjöf og Leiva hreinsaði í horn
19.51 Klafs, jamm og fuður á miðjunni eins og er, langur frá Carra, það verður heldur ekki eina skiptið
19.52 Zlatan að leggja til hliðar og síðan boltinn út, Cruz með gott skot en vel varið hjá Reina, horn sem fór o flangt, hreinsað og Inter fékk innkast
19.54 Virkilega vel varið hjá Reina áðan, Inter aðeins betri núna, þeir pressa nokkuð hátt, dáldið annað en hin glænýja lágpressa sem Newcastle beitti, auki Inter dáldið fyrir utan teig
19.57 Spjald á Babel fyrir að stökkva útúr veggnum, Zlatan tók þá fyrri í Babel og hina seinni yfir
19.58 Julio Cruz datt, dómarinn er búinn að flauta 300 sinnum, ekki bara á auka heldur líka svona áhersluflaut, dómarinn er Svíi, sköllóttur slíkur, hann er að verða dáldið rauður af öllu þessu flauti
20.03 Skrtel sparkaði í Cruz, það er fínt. Babel er kominn með gult og var eitthvða að vesenast í Maicon, sænski dómarinn er annar norskur
20.05 Það er smá action í leiknum, kapp meira en forsjá eða allavega svipa, Zlatan með fínan hæl áðan, þarf að tékka á því hvers lenskur Skrtel er, man það ekki, aftur eftir smá
20.08 Hann er víst Slóvaki, fæddur í Tékkóslóvakíu þá
20.10 Góður bolti frá Aurelio, Babel næstum innfyrir, vel gert hjá markmanninum að koma´út í hann
20.12 Hratt upphlaup hjá Inter, tæpt að einn kæmist innfyrir, það er tempó, Cambiasso að missa boltann, Torres í þröngt færi en varið, fínt ef þeir ætla að gefa dáldið á Torres
20.13 Cruz í gott færi eftir sendingu frá Zlatan, skot framhjá, hjúkk
20.15 Logi að rugla aðeins með nafnið á Zlatan, eftirnafnið þ.e.
20.16 Torres með of langa fyrirgjöf eftir að einn rann, Babel með fyrirgjöf með vinstri, sem eitt og sér er merkilegt, hann tékkar yfirleitt út, ágætis fyrirgjöf samt, Zlatan með klobba en þegar þriðji maðurinn renndi sér þá vann Liver boltann
20.19 Kuyt með fyrirgjafaskot í viðkvæman stað á kólombíumanninum
20.20 Babel með stökk, vilja fá gult á Babel, þeir vita sennilega ekki að þá færi hann útaf, eða kannski vita þeir það og öskruðu þess vegna
20.22 Liver aðeins að mjakast framar, Inter spilar spes taktík, það er lítið sem ekkert kantspil, setja mikið á Zlatan sem síðan trixar
20.28 Maicon upp að endalínu, fast fyrir en Reina var á tánum og tók það
20.29 Cruz liggur enn og aftur, Skrtel sparkaði í hann, ég vorkenni Cruz voðalega lítið, aukinn beint á fyrsta varnarmann, sem var fínt
20.32 Hálfleikur, þetta var fínn fyrri
20.36 Analýsa gestabloggaranna er eftirfarandi.
PHM: Það kemur á óvart hversu illa strúktúreraðan sóknarleik Inter, besta lið Ítalíu síðustu tvö ár, er með. Þetta virðist ganga útá einstaklingsframtak frá Zlatan. Liverpool er hins vegar ekki með leikinn alveg þar sem þeir vilja hafa hann, Liver eru bestir í hröðum powerbolta en það er lítið að gerast hjá þeim sóknarlega.
UAV: Þetta var heldur tíðindalítið
20.38 Nýr gestabloggari, Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði KR og (fyrrum) landsliðsmaður.
20.41 Pétur á 37 landsleiki, Gulli 11, ég var einu sinni markahæstur í bæjakeppni Ólafsfjarðar og Dalvíkur og skoraði einu sinni tvö í bikarnum á móti Kormáki Hvammstanga
20.43 Coke Zero auglýsing í svona quickie Mart, ágæt auglýsing, allavega betri en hnetuauglýsingin frá TM
20.45 Voda auglýsing, hún var líka ágæt
20.46 Tómasi Inga finnst Liver vera líklegir til að vera hættulegri þegar líður á leikinn, skiptum yfir til Loga og Arnars
20.47 Babel að hlaupa inn á völlinn, missti ekki boltann, fékk auka
20.48 Gerri að fá spjald, náði báðum ökklunum á Cambiasso
20.50 Inter sprækari í byrjun, Burdisso að fá annað gult, það er rautt, Liver einum fleiri
20.53 Inter fær þá næstu 12 auka geri ég ráð fyrir
20.53 Pétri Hafliða fannst þetta ekki vera gult, rétt að taka fram að hann er hafsent og skilur ekki að það má ekki taka 30 metra tilhlaup og hlaupa niður Lucas Leiva, þetta var víst gult, mér og Gulla fannst það
20.55 pétur með tárin í augunum, hann vill að Inter skori, ég vona frekar að Liver skori
20.56 Dagur er ekki að horfa á leikinn, hann valdi djazzballettsýingu frekar
20.57 Inter með auka á hættulegum stað
20.57 Gulla finnst að Rafa eigi að raka þennan kleinuhring af sér, aukinn fór annars yfir, held að kleinuhringurinn hafi farið úr tísku í kringum ´90, Skrtel að gefa Zlatan dauðafæri, það reddaðist
20.59 Samkvæmt Pétri gekk leikur Inter í fyrri dáldið líka útá að Zanetti hlypi með boltann og fengi auka, margt til í því, Babel að gera það sem hann gerir vel, taka menn á, auki hjá Liver, Gerri með ágætt skot.
21.02 Rivas er hafsent hjá Inter, hann er líkur Titus Bramble og Asprilla, ætli Faustino hafi eitthvað verið á svæðinu í kringum Ipswich og hitt mömmu Titusar??
21.04 Yossi kominn inná fyrir Babel
21.05 Nammi namm, Aurelio vann boltann, gaf á Torres, vel gert hjá hinum gullfallega Fernando Torres, 0-1, þetta er svo gaman, já og gott á Pétur Hafliða
21.06 Maicon er sennilega af argentískum ættum í Brasilíu, hann er vælukjói
21.08 Vel gert hjá Torres, það er reyndar yfirleitt vel gert hjá honum
21.09 Ágætt hjá Torres og Gerra, gleymdi mér aðeins í spjalli við landsliðsmennina um landsleik Dana og Íslendinga, horn hjá Liver
21.14 tuttugu eftir, Stankovic að fá spjald eftir að Mascherano vann af honum boltann
21.15 Maicon að rífa í peysuna á Yossi, Yossi fékk spjald fyrir olnbogaskot á Maicon, mér finnst það ekki eiga að telja þegar Yossi gefur olnboga, það er eins og að krakki ýti frá sér, ekki mikill kraftur
21.18 Pele inná fyrir Viera, mér finnst edson arantes dos nascimento eigi alltaf að byrja inná, það er kannski bara ég
21.19 Slappur auki hjá Inter, þeir eru ekki mjög sprækir
21.20 Zlatan innfyrir á hlið, skaut yfir, það var fínt, Suazo inná fyrir Zlatan, tíu eftir. Zlatan skoraði ekki mikið á móti Liver þetta tímabilið, Carra að klafsast og fá auka, sparkað í Yossi fyrir utan völlinn, það má ekki
21.24 Torres að fá auka, Lucas og Mascherano hafa verið góðir, Torres og Gerri eru alltaf góðir, þetta hefur verið alveg ágætt reyndar, tæpar tíu eftir, Riise næstum á Torres, Liver áfram með boltann
21.26 Jimenez inná fyrir Stankovic, það er þá bara að einbeita sér að deildinni Inter
21.27 Pennant að koma inná, veit ekki fyrir hvern. Liver í sparkámilli, þetta svona er að fjara út, Inter hafa ekki komið við boltann síðan Köben brann, en nú fengu þeir boltann, jimenez hljómar meira eins og golfari, Arnar skilur að stuðningsmenn Inter séu brjálaðir, Mascherano útaf fyrir listamanninn sem var áður þekktur sem Jermaine Pennant
21.29 Lucas með sendingu á markmanninn, reyndar hjá Inter en það breytir ekki öllu. Riise með skot framhjá, 90 búnar
21.33 Lucas með boltann, svo Mascherano, svo markmaðurinn, svo einhver annar, svo Reina
21.34 Flautað af, sanngjarnt og passlega þægilegt
21.35 Mat gestabloggaranna er eftirfarandi:
UAV: Heldur tíðindalítið
GJ: Já, ég sá nú bara seinni, fannst seinni svipaður og fyrri.
PHM: Pétur vill ítreka það sem hann sagði um fyrri, hann er eins og Unnur, hermir bara eftir henni. Honum fannst Inter ekki ná að opna Liverpool vörnina, Liver var ekki að gera mikið en þeir eru með hinn gullfallega Fernando Torres.
21.39 Mér fannst þetta fínt, best að hlusta á söguna hjá Pétri, hann er reyndar að hugsa núna en hún kemur.
Idol á morgun, sjáumst
Torres skaut Liverpool í 8 liða úrslitin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Leikjadagbók | Aukaflokkur: Íþróttir | 11.3.2008 | 19:37 (breytt kl. 21:40) | Facebook
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Hvað erum við ekki að labba yfir þessa andskotas Ítalaskratta
Ómar Ingi, 11.3.2008 kl. 20:00
þetta er safe
Pétur Björn Jónsson, 11.3.2008 kl. 20:10
Bið að heilsa Pétri er hann ekki alveg 100% Framari ennþá
En bara á kaupi hjá Rúnka og félögum í fótboltaliðið Landsbankans?.
Ómar Ingi, 11.3.2008 kl. 20:16
BESTIR í Meistó
Ómar Ingi, 11.3.2008 kl. 21:34
Aurellio var góður í gær .... og það besta var að Riise getur núna farið að snúa sér að SMS sendinugm í Noregi.
Gísli Torfi, 12.3.2008 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.