Naustabryggja 29, sérlegur gestabloggari Aron Freyr, Dagur á leiðinni
15.00 Liðið er Reina, Carra, Sami, Skrtel, Riise, Lucas, Alonso, Gerri, Kuyt, Babel og hinn gullfallegi Fernando Torres.
15.01 Arnar Björnsson er einn í settinu, greinilega enginn sérfræðingur verið á lausu. Everton fengu að velja helming, Liver spilar að Kopend í fyrri. Liver fær hins vegar að byrja með boltann, það er eiginlega það sama.
15.02 Aron heldur að þetta fari 2-1 fyrir Liver, ég spái 4-0 fyrir Liver.
15.03 Arteta með þokkalegt vinstriskot, ekki mikil hætta samt. Ætli Mascherano sé ennþá pirraður?
15.04 Spái 2 rauðum, Kuyt með lélega fyrirgjöf eftir að Carra kom með overlap, Sami með langan á Torres sem reyndi að skalla á sjálfan sig, meira að segja hann er ekki það fljótur
15.06 Arnar að segja að honum finnist Hibbert ekkert sérlega góður bakvörður, byggir það á leik sem hann sá á Craven Cottage, fínt að vita. Carra með stökkrennitæklingu, hann tekur yfirleitt nokkrar slíkar
15.07 Yngri Neville systirin er fyrirliði hjá Everton, Liver að fá fyrsta hornið
15.09 Yakubu að reyna að sóla fyrir utan teig, Xabi með tána í boltann, Kuyt til Torres, 1-0 og þessi líka fína afgreiðsla. Lee Carsley með stökktæklingu á Torres, fékk gult og Liver fær auka við vítateigslínu
15.11 Gerri með skot framhjá úr aukanum. Ekki gott skot
15.13 Dagur mættur og Árny Eik með honum, hún heldur líka með Liver
15.13 Luces reyndi labba20metrameðboltanntrix, boltinn var tekinn af honum
15.14 Babel með run og fyrirgjöf með vinstri, Liver fékk horn sem lítið varð úr
15.15 Verið að endursýna markið, fín afgreiðsla en einhver reyndi að taka löppina af honum í skotinu, það má ekki, Everton að mjakast framar þesar mínúturnar, korter búið
15.17 Ætli Pienaar sé minni en Osman og Mascherano, verst að þeir eru ekki inná til að maður geti séð það, Torres og Kuyt í teignum, Kuyt með skot í bakið á einum
15.18 Neville fékk gult fyrir að salt Lucas, réttilega. Phil er annars með strípur, ætli hann hafi verið á Selfossi? eða í Gautaborg?
15.20 Xabi er ekki fljótur, hvernig ætli sprettur hjá Sami og Xabi væri?
15.21 Skrtel hreinsaði svona 40 metra uppí stúku. Dæmt á Yakubu, Arnar ekki alveg að fatta að það var á rangstöðu
15.23 Carra sparkaði í horn, skildi ekkert í því að Liver fékk ekki útspark. Lescott með fína laumufyrirgjöf, reyndar ekki á neinn en laumulega flott samt
15.25 Yakubu hljóp á Sami og fékk dæmt á sig, það var ekki skrýtið, klaufalegt hjá Yak
15.26 Riise með fasta utanfótarfyrirgjöf, Liver fékk horn sem fór í gegnum allan teiginn, klaufalegt að skora ekki úr því, ekki skrýtið miðað við að þetta var Kuyt, hann er meiri kantari
15.28 Kuyt að sóla á miðjum eigin vallarhelmingi, missti boltann, var annars að sjá Osman, hann er sem sagt inná, Riise með fína fyrirgjöf en Babel hitti ekki boltann, skil ekki hvernig hann fór að því að hitta ekki boltann, já og þetta var af þriggja metra færi
15.31 Arnar er greinlega með heilan bunka af tölfræðiblöðum, var að segja okkur núna að flestir sigrara Everton á Anfield koma þegar fyrri leikur tímabilsins er á Anfield
15.32 Jagielka að brjóta klaufalega á Torres til hliðar við teiginn, Gerri tekur aukann
15.33 Góður auki hjá Gerri, Everton tókst að skalla yfir, horn Liver sem Gerri tekur líka. Það er nú verið að gera aðeins lítið úr Babel sem skallamanni, Pienaar er að dekka hann í hornum, menn á stærð við Pieenar eru yfirleitt á stöngunum í hornum
15.36 Gerri með stökkrennitæklingu, honum leiðast þær ekki
15.38 Liver eru búnir að vera töluvert hættulegri, tíu eftir af fyrri og það er helst Yakubu hlaupandi þvert sem er að gerast hjá Everton
15.40 Gerri að reyna Mihajlovic horn, best að skjóta bara beint úr þeim
15.41 Gerri með skot í stöng, verulega tæpt
15.43 Tempó í leiknum, kemur ekki mikið á óvart, varamarkvörðurinn hjá Everton heitir Vessels, þessi skeggjaði sagði Arnar okkur rétt í þessu
15.44 Yakubu reyndi alveg svaðalega lélega sendingu, hún tókst. Reina fékk boltann sem sagt
15.46 Gerri með langa sendingu og Carra með skallafyrirgjöf, Torres lagði út til Kuyt sem skaut slatta framhjá, lélegt skot, sér í lagi miðað við að þetta var með ristinni
15.47 Liver með horn sem varð lítið úr, fast horn sem sagt
15.48 Hálfleikur, Liver betri og reyndar lítið gerst hjá Everton. Aftur eftir korter
16.05 Seinni að byrja, gleymdi að minnast á varamennina áðan, Itandje, Benayoun, Finnan, Crouch og listamaðurinn sem var áður þekktur sem Jermaine Pennant
16.07 Torres með spes skot, ætlaði að vippa eitthvað. Arnar hélt að þetta hefði átt að vera sending, veit ekki alveg á hverni það hefði þá átt að vera því Torres var fremstur
16.08 Babel er fljótur, Pienaar felldi hann og fékk gult, Lucas er eitthvað meiddur, vonandi getur hann haldið áfram því ég veit ekki alveg hver ætti að koma inná fyrir hann, Yossi kannski
16.10 Yakubu með fínan hæl útaf, það var reyndar enginn Everton maður þar en hællinn var beinn og fínn, auki á Carsley
16.12 Kúl, hæll/hæll hjá Torres og Gerra, kom reyndar ekkert útúr því en hællhæll á samherja samt
16.13 Skólastjóraþjálfaradómaranum Leifi Garðarsyni finnst Arteta vera einn af bestu leikmönnum deildarinnar, mér finnst Torres, Gerri og Carra allir vera töluvert betri, skal þó fallast á að Arteta er einn af 10 bestu leikmönnunum sem eru inná núna
16.16 Hibbert er eiginlega alveg eins og Luke Chadwick væri ef hann væri bólulaus, nú sást Osman aftur, léleg sending hjá Lucas, Gerri var ekki sáttur, þetta er sennilega daprasti leikurinn sem ég hef séð hjá Lucas
16.18 Tæpt korter búið, það eru þá svona 7 mínútur í skiptingu hjá Rafa, Everton eru sprækir núna, Osman með skalla rétt framhjá eftir auka frá Arteta, hvernig er hægt að leyfa Leon Osman að skalla, Manuel Fernandes á leið inná, útspark samt fyrst
16.21 Yakubu að reyna að henda sér niður í teignum, mátti reyna, skulum kalla þetta Ronaldotrix
16.22 Carra að reyna vonlaust trix, það tókst ekki enda var það vonlaust
16.24 Everton að tefja, dáldið spes að tefja þegar maður er undir, anywho....
16.25 Babel með fínt tækifæri til að gefa fyrir, reyndi þá lágan á fyrsta varnarmann, það tókst
16.28 Lucas í færi, fór í Yobo og í horn, lítið varð úr horninu, það er dáldið þannig í þessum leik hjá Liver, ekki mikið orðið úr hornunum í þessum leik
16.29 Skrtel með töff svona rennitæklingu, hreinsaði boltanum 40 metra í tæklingunni, tuttugu eftir og ennþá 1-0
16.32 Baines inná fyrir neville, Rafa búinn að gleyma sér eins og venjulega, Lucas í smá tæklingu
16.34 Hraðupphlaup hjá Everton, hraðupphlaup hjá Liver, hraðupphlaup hjá Everton, horn Everton, auki Liver og Reina brosti, það fannst Arnari skemmtilegt
16.35 Babel að hlaupa, ekkert kom uppúr því, ekki fyrsta skipti í þessum leik, honum hefur gengið dáldið brösuglega að klára rönnin sín, korter eftir
16.37 Carra þyrfti að fara í Pilates, hann var að taka innkast og kemur ekki höndunum afturfyrir hausinn
16.40 Hraðupphlaup hjá Liver, Torres að þvælast með boltan, hjálpaði ekki að Kuyt fór fyrir hann, Osman hljóp með boltann en þá fékk Everton innkast, spes
16.42 Og þá eru tíu eftir, Rafa ekki mikið að skipta, er að bíða eftir öðru marki kannski, sama hvort það er Liver eða Everton sem skorar, nú kom þá Yossi inná fyrir babel
16.43 Alonso að brjóta á einhverjum, auki Everton 35 metra frá marki, verður fyrirgjöf allavega
16.45 Kuyt hleypur og hleypur, hoppar og hleypur, það er dáldið hans leikur, sem er ágætt hjá kantara, Skrtel hreinsar í horn
16.47 Kuyt með skot framhjá sem fór ekki marga sentimetra framhjá, horn allavega
16.49 Torres að fá spjald fyrir að sparka boltanum í burtu, heimskulegt spjald, ólíklegt honum, samt annar leikurinn í röð sem hann fær gult fyrir rugl.
16.50 níutíu mínútur búnar, þremur bætt við eða svo
16.52 Hibbert með eina stökkninja, dæmt á það, Crouching Tiger á leið inná fyrir Gerra, hann fær þá bónusinn
16.54 Búið að flauta af, Liver vann sanngjarnan sigur
Meginflokkur: Leikjadagbók | Aukaflokkar: Enski boltinn, Íþróttir | 30.3.2008 | 15:02 (breytt kl. 16:54) | Facebook
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.