Grundarfjörður

er áfangastaðurinn í dag. Valitor varð sem sagt 25 ára í gær og mikil veisla halda á Nordica, í dag er veislunni síðan haldið áfram á Grundarfirði, við Bessi og Börný förum þangað á eftir og erum síðan væntanlega heim einhvern tímann í kvöld.

Ég man ekki hvenær ég fór síðast á Grundarfjörð, það er dáldið langt síðan, gæti mögulega hafa verið einhvern tímann þegar við heimsóttum Hafdísi frænku mína og einn 8 dyggra lesenda bloggsins.

Afmælið í gær var ansi skemmtilegt og afgangurinn af kvöldinu hreinasta afbragð. Fyrir 8 í morgun var ég síðan vakinn við það að hreingerningakonan var mætt. Íbúðin því tandurhrein í dag.

Búið að laga bílinn, best að fara á eftir að pikka hann upp og svona hvað úr hverju ætti að vera óhætt að skipta nagladekkjunum út Smile

Þrátt fyrir að í dag sé góður dagur ætla ég að kveðja með afbragðs lagi með Ugly Kid Joe, skulum bara segja að það sé tileinkað idjótum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Grundarfjörður er ekki sami staðurinn án mín kæri frændi.

 Big Hug 

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 10.5.2008 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband