Páll Þormar

Páll bróðir mömmu dó á föstudaginn.

Sennilega fyrsta minningin mín um hann var þegar við fórum að heimsækja hann á Sogni, einhvers konar íþróttaleikar í gangi, allavega gleði. Það er held dáldið lýsandi fyrir hann, þ.e. það var gaman að hitta hann og líf í kringum hann. Ég man varla eftir honum öðruvísi en með bros á vör.

Við Dagur eyddum afar eftirminnilegu sumri árið 1990 á Raufarhöfn. Spiluðum fótbolta og unnum í Kaupfélaginu en þó aðallega nutum þess að vera til. Við eyddum eðlilega töluverðum tíma heima hjá Páli og Angelu og ég get sagt fyrir hönd okkar beggja að okkur leið alltaf eins og heima hjá okkur.

Það væri líklega að æra óstöðugan að telja upp sögurnar sem hann sagði mér en hann var líkur afa að því leyti, hafði skemmtilegt lag á því að segja sögur og var óhræddur við að segja frá því því sem hann hafði fundið uppá á yngri árum.

Hann var góður kall, mér þykir afar leiðinlegt að hann sé farinn og ég á eftir að sakna hans, bless Palli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samhryggist Pétur minn.

Fjóla (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 20:38

2 identicon

Samhryggist þér félagi...þetta er alltaf jafn erfitt og undarlegt þegar samtíðarmenn okkar hverfa af sviðinu....

Pókerspilarinn (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 20:41

3 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

takk vinir mínir

Pétur Björn Jónsson, 25.5.2008 kl. 20:57

4 identicon

ég samhryggist þér pétur minn

BirnaRún (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 09:56

5 identicon

Samhryggist þér minn kæri

Knús Maja 

María Una (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband