Svona

hitt og þetta að gerast þessa dagana.

Eva á afmæli í dag, orðin 34. Pabbi á afmæli á morgun, örlítið eldri.

Liver tapaði um helgina, Bessi sagði í vinnunni í dag að ég væri svona barómeter á gengi Liver, er eitthvað þyngri brúnin þegar Liver tapar, ágætt að það er sjaldgæft þetta árið.

Nöts mánuður búinn í vinnunni en vonandi örlítið eðlilegra framundan.

Var með hlaupaæfingu fyrir stelpuhandboltalið í gær, 5 sem mættu og fengu að hlaupa aðeins, Idi Amin skrópaði reyndar, þóttist hafa gleymt þessu en hún er grunuð um skróp.

Stefnir í sund í fyrramálið, ætla að reyna að synda öðru hvoru, var að pæla í að kaupa mér átta þúsund króna sundbol og sundgleraugu en hætti við, læt stuttbuxur duga í bili.

Þar sem nú er komin kreppa þá verður ekkert ofurgolfnámskeið í vetur, ætla að draga Finn með að slá í Básum í vetur, þarf helst að fara svona tvisvar í viku, það ætti að halda manni aðeins við.

Það er dáldið spes litur á Pyttipanna þegar maður notar hluta af sósunni af rauðbeðum með, ekki sem verst á bragðið en dáldið spes litur.

Fór í leikhús með Steinríki, Sigfríði og Kollubollu. Fló á skinni er skemmtilega skondið, Sigfríð talaði við leikritið á einum staðnum og Steinríkur hló gríðarlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrst af öllu - sorry ég gleymdi afmælinu þínu gæskur í þetta skiptið :-( en betra er seint en aldrei til hamingju með afmælið í síðasta mánuði!!!

Ert þú farinn að þjálfa STELPUR í HANDBOLTA??? Hvernig gerðist það??

Kv. Birna Kr.

Birna Kristín (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 10:08

2 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

takk takk

það er nokkrar stelpur í vinnunni sem eru í þessum handbolta, ég kem þó ekki nærri boltahlutanum heldur læt þær bara hlaupa aðeins

Pétur Björn Jónsson, 13.11.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband