Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Óskandi að farið væri eftir þessu

Litlar líkur á að það gerist samt, það virðist vera kúltúr hjá ríkinu að eyða bara einhverju í ákveðnum stofnunum, á meðan svo er þýðir lítið að gera þokkaleg fjárlög. Væri gaman að sjá einu sinni fjárlög sem raunverulega standast og eftirlit með ríkisstofnunum sem raunverulega virkar.


mbl.is SUS ítrekar kröfu um samþykkta heildarupphæð fjárlaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært

að þeir setji síðan 2 ráðuneyti í þetta, þannig geta þeir hent þessu á milli sín og haldið áfram að vera með málaliða til viðbótar við alla hermennina, akkúrat það sem þarf
mbl.is Starfsemi Blackwater til rannsóknar í tveimur ráðuneytum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breyttur maður

Verð gjörbreyttur uppúr 6 í dag, ef nefnilega að fara að Pilates kl 5 og hlýt að verða orðinn sjúklega liðugur kl 6. Þetta er annars svo mikið snilldarstöff þetta Pilates, maður basically liggur þarna og gerir ekki neitt en tekur samt slatta á og kófsvitnar. Hugsanlega er þetta eitthvað tengt æfingaleysi hjá mér en ég er samt eiginlega viss um að þetta er snilld. Hef prófað einu sinni hjá Kollu og þótti þetta sniðugt þannig að ef þið sjáið mig liðugan eins og kött þá er þetta ástæðan.

Hérna er annars mail  hjá Kollu fyrir þá sem vilja verða líka geðveikt liðugir, síminn hennar fylgir líka með, mér er slétt sama þó þetta virki dáldið eins og að ég sé að pimpa systur mína

kolbrun_p Kolla - 8672727


Fullt nafn

er Hinn Gullfallegi Fernando Torres Smile

Hann var magnaður í kvöld, að sjá síðan Crouching tiger rembast við hliðina á honum var dáldið sorglegt, klassamunur á þeim. Veit eiginlega ekki almennilega hvernig við fórum að þessu áður en hann kom. Það eru konir tveir kallar í Liver sem geta unnið leiki, hann og Gerri, það ætti að duga slatta, Drogba/Lampard og Ronni/Shrek hafa unnið slatta af leikjum, þetta verður skemmtilegur vetur. 


mbl.is Torres með þrennu í sigri Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í lagi

Það hlýtur þá að vera satt hjá honum. Þetta er einn af fáum gaukum sem maður treystir minna en Bush. Skondið að hann tali um þennan "eiginleika". Bara örlítið veruleikafirrtur


mbl.is Ahmadinejad segir samkynhneigð ekki þekkjast í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Önnur höndin á dolluna

Sjáum hvort þeir klára þetta ekki næstu helgi. Sé ekki að HK taki af þeim stig. Verður gaman að sjá Kjartan vinna deildina, hann á það skilið kallinn, klassamarkmaður og enn betri týpa
mbl.is Valur sigraði FH, 2:0, og fór á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver ber ábyrgð?

Ætli einhver beri ábyrgð á því þegar þetta gerist? eða er þetta bara svona aððíbara.

Sá frétt um það fyrir 2 eða 3 dögum að Landspítali hefði farið meira en milljarð framúr, það var svona lítil frétt sem fékk enga frekari umfjöllun. Til hvers að gera áætlanir ef þú ferð síðan bara eitthvað framúr þeim?

Væri gaman að sjá þetta í einkarekstri, skrá bara einhvern kostnað og síðan eyða bara einhverju. Hvað ætli menn héldu vinnunni lengi þannig? Eða kannski frekar, hver vill halda vinnunni þannig.


mbl.is Flest verkefni fram úr áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi

verður hún forsetaframbjóðandi Demókrata, það er kominn tími til að kona fari í alvöru framboð þarna. Er reyndar að vona ða Obama verði varaforsetaefni líka, þó ekki væri nema til að heyra Chris Rock svara fyrir komment úr einu af standup-unum sínum þar sem hann sagði að það gæti aldrei orðið svartur varaforseti því þá myndi einhver svartur maður drepa forsetann bara til að koma svarta manninum að, hann sagðist reyndar ætla að gera það sjálfur Wink

Hann hefur reyndar baunað slatta á Hillary, sagði líka að Lewinsky vesenið hefði aldrei átt að koma upp því Hillary hefði átt að vera löngu komin itl að sinna Bill.

Hún er annars langbesti kosturinn hjá Demókrötum og ég vona að hún verði næsti forseti, veit ekki hvort heimurinn þoli annan Repúblikana, jafnvel þó það yrði Guiliani.

Er búinn að leita að sketsinum með Chris Rock þar sem hann er að tala um svarta varaforsetann en finn hann ekki í fljótu bragði, ef einhver þessara 7 sem lesa bloggið mitt reglulega finnur hann þá megið þið gjarnan senda mér linkinn, ég get þá smellt vídjóinu hérna inn.


mbl.is Hillary Clinton sætir vaxandi gagnrýni keppinauta sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er einhver á vellinum í Liverpool?

Ef svo er væri s hinn sami til í að segja Rafa að koma Torres inná. Seinni var að byrja og Voronin er inná með Kuyt og beinu ristarspyrnunni hans. Torres skorar ekki af bekknum þannig að það er ekki eftir neinu að bíða.

Mascherano er búinn að vinna svona 300 bolta, hann er dáldið eins og Momo nema ekki með sólgenið sem Momo fékk því miður. Á móti kemur reyndar að Mascherano fékk heldur ekki sendingagenið hans Xabi.

Af hverju ætli Arnar Björnsson sé einn að lýsa? Hljómar ekki sérlega vel hjá honum. Arsenik komnir í 3-0 á móti Derby, gott hjá Newcastle Brown Ale að tapa fyrir þeim, ætli það hafi verið ástæðan fyrir því að Allardyce fór að bauna á Rafa?Smile, reyna aðeins að dreifa athyglinni.

Það er ekki búið að reka Pennant útaf ennþá, merkilegt nokk, á móti kemur að hann hefur eiginlega ekki verið með heldur. 53 mínútur búnar og staðan ennþá 0-0.

Minime fékk verðlaun fyrir mestu framfarir í 8. flokki á uppskeruhátíð Vals, hann er duglegur að æfa sig sjálfur


Foreldrar gifta sig skömmu eftir fæðingu barns

Er samt ekki algengara að þau giftist hvort öðru?

Hann var samt kóngur einu sinni, fyrst í Delirious

og síðan í RAW

en eins og hjá mörgum öðrum byrjaði þetta í Saturday Night Live


mbl.is Murphy á leið í hnapphelduna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband