Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Skoða Eyjuna svona 60 sinnum á dag, svona letingjafjölmiðill, þ.e. þeir safna fréttum saman fyrir mann. Kannski væri nær að tala um tímasparnað en leti, whatever.. góður vefur allavega.
Ég var hundfúll útí Egil Helgason ekki alls fyrir löngu þegar hann klúðraði viðtali við Jón Ásgeir hressilega. Egill hefur hins vegar verið til fyrirmyndar undanfarið, góður penni og þátturinn góður.
Það er líklega nóg af fólki að tjá sig um kreppuna en best að ég geri það líka.
-sérkennilegt að Geir neiti að skipta um Seðlabankastjórn, þó ekki væri nema til að skapa sér vinnufrið fyrir þau verkefni sem hann þarf að vinna. Það má vel vera að Davíð sé frábær Seðlabankastjóri, þó ég reyndar efist um það. Hann nýtur ekki trausts og Geir hefur miklu betra við tímann að gera en að svara oft á dag sömu spurningunum um Davíð vin sinn.
-Jóhanna finnst manni koma best út af ráðherrunum, ég hef það í það minnsta trú á því að hún vinni af heilindum og krafti. Hrifinn af hugmyndinni hennar um að leyfa fólki að leysa út séreignasparnað. Það er töluvert gæfulegra fyrir fólk að geta notað þá peninga til að greiða niður yfirdrætti, kortaskuldir eða lán sem bera miklu hærri vexti en fólk fær á sparnaðinn. Reyndar merkilegt að sjá þennan Ingólf frá spara.is setja sig upp á móti því, hann talar mikið fyrir því að greiða niður skuldir en þetta vildi hann ekki. Sennilega hefur hann áhyggjur af því að eitthvað fari í neyslu í stað þess að borga niður skuldir. Það má vel vera en ég held að við verðum að treysta því að fólk átti sig á ástandinu.
- Veit ekki hvað VG voru að spá að bera fram þessa vantrauststillögu og hvað þá Steingrímur að berja/pikka/banka í Geir. Það hjálpar ekkert að kjósa núna, hefði verið nær að gera þetta í febrúar eða mars og pressa þannig á kosningar í vor. Það þarf augljóslega að kjósa en ekki tímabært fyrr en búið er að slökkva bálið.
- Reyndar þarf að kjósa strax ef Ingibjörg og Geir ætla að halda áfram þessu moði sínu, þ.e. láta allt sama fólkið stjórna bönkunum á meðan þeir eru að rísa á fætur aftur. Innan bankanna var greinilega töluverð einkavinavæðing og afar vafasamt að láta sama fólkið vera þarna áfram í stjórnendastöðum. Ef Geir/Ingibjörg hins vegar skipta um í Seðlabankanum og FME ásamt því að skipta út viðskipta- og fjármálaráðherrunum þá fá þau í það minnsta vinnufrið. Það eru miklu mikilvægari verkefni framundan en svo að það skipti máli hvort einhver Egó verði særð.
-Eðlilega þarf að skipta út gjaldmiðlinum, hann er algjört sprell, mér er eiginlega slétt sama hvor tþeir festi hann við annan gjaldmiðil eða skipti einhliða út strax, þarf allavega að gerast mjög fljótlega.
-Það er hellingur af góðu fólki utan bankanna sem getur tekið að sér að stjórna þeim. Innan bankanna er síðan fullt af góðu fólki sem er tilbúið að vinna að því að byggja þá aftur upp.
-Ef sjávarútvegurinn skuldar 500 milljarða eins og einhvers staðar kom fram þá er lítið mál að taka kvóta aftur til ríkisins fyrir þennan pening og leigja síðan kvótann út aftur. Mér er sama hvað Siggi Kári vinur minn segir um þjóðareign, ríkið getur víst átt eitthvað , kölluð það bara Leigufisk ohf og þá ætti það að vera klárt.
-Það væri fínt að vita hvað stjórnin ætlar að gera, þó ekki væri nema óljóst plan um hvað gera á vegna fasteignaeigenda. Bjarni Ben saðgi í viðtali fyrir stuttu að 18% húsnæðislána væru í erlendri mynt, það eru þá svona 20.000 heimili sem eru gjaldþrota fyrir utan allan bílaflotann sem er að ég held að mestu leyti með erlend lán.
Kjartan vinur minn sagði einu sinni að hann læsi gjarnan bloggið mitt og ekki síst af því að ég væri lítið að kommenta um pólitík eða annað sem allir aðrir blogga um, vona að hann gefi því séns þó ég hafi laumað inn einni færslu hérna um þetta. Hef einhvern veginn ekki verið í skapi til að skrifa leikjadagbækur þetta haustið. Ætla meira að segja að sleppa Liverleiknum á eftir til að fara í Ikea, þið lofið að segja engum, það færi alveg með reppið
Bloggar | 26.11.2008 | 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
skondið
Bloggar | 20.11.2008 | 23:56 (breytt kl. 23:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
hitt og þetta að gerast þessa dagana.
Eva á afmæli í dag, orðin 34. Pabbi á afmæli á morgun, örlítið eldri.
Liver tapaði um helgina, Bessi sagði í vinnunni í dag að ég væri svona barómeter á gengi Liver, er eitthvað þyngri brúnin þegar Liver tapar, ágætt að það er sjaldgæft þetta árið.
Nöts mánuður búinn í vinnunni en vonandi örlítið eðlilegra framundan.
Var með hlaupaæfingu fyrir stelpuhandboltalið í gær, 5 sem mættu og fengu að hlaupa aðeins, Idi Amin skrópaði reyndar, þóttist hafa gleymt þessu en hún er grunuð um skróp.
Stefnir í sund í fyrramálið, ætla að reyna að synda öðru hvoru, var að pæla í að kaupa mér átta þúsund króna sundbol og sundgleraugu en hætti við, læt stuttbuxur duga í bili.
Þar sem nú er komin kreppa þá verður ekkert ofurgolfnámskeið í vetur, ætla að draga Finn með að slá í Básum í vetur, þarf helst að fara svona tvisvar í viku, það ætti að halda manni aðeins við.
Það er dáldið spes litur á Pyttipanna þegar maður notar hluta af sósunni af rauðbeðum með, ekki sem verst á bragðið en dáldið spes litur.
Fór í leikhús með Steinríki, Sigfríði og Kollubollu. Fló á skinni er skemmtilega skondið, Sigfríð talaði við leikritið á einum staðnum og Steinríkur hló gríðarlega.
Bloggar | 3.11.2008 | 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |