Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

sem vinnur Idol 2008 heitir Josiah Leming, vídjó af honum er hérna aðeins neðar.

Þar sem þetta er mín síða má ég ráða reglunum. Reglan er sú að maður má bara breyta tvisvar og aldrei eftir topp 7. Fyrsta spá allavega komin

Hann er annars með myspace síðu líka, ekki alvitlaus

http://profile.myspace.com/index.cfm?fuseaction=user.viewprofile&friendid=96470600


Eftir viku

flyt ég í höfuðborgina. Við SGÓ fengum að vita áðan að við fáum leiguíbúðina á Bollagötu.

Hreint afbragð og verður ekki sérlega leiðinlegt að geta labbað í vinnuna, sér í lagi af því að ég er svo mikið fyrr að labba.

Fínasta íbúð annars, stór herbergi og í raun tvær stofur. Allt samt frekar opið og nýtt, gott mál sem sagt.


Idol í dag

Joanne-sem Simon vildi ekki

Tvíburar sem eiga sömu kærustuna, komumst merkilegt nokk ekki áfram


Ef niðurhal væri löglegt

þá væri eitthvað af góðu fólki í þætti 7 í seríu 7 af Idol

Asia

Josiah


Saltkjöt og baunir

hjá ömmu í kvöld. Fékk reyndar saltkjöt í hádeginu en geymi baunirnar þangað til í kvöld.

Kláraði Hjälp í gær, afar skemmtilegir þættir þrátt fyrir að systir sálfræðingsins væri allt of leiðinleg. Benjamin var góður sem og Lars Magnus(minnir að hann heiti það).

Idol á morgun og hinn, lítið eftir af fyrstu þáttunum þannig að nú fer eitthvað að gerast.

Kosningar í HÍ á morgun, ég fer og kýs eðlilega Vöku, bara lúðar sem kjósa Röskvu.

Hér er snillingurinn Felix Herngren sem Benjamin

Varúð, sænska

Hér fór hann heim með stelpu þrátt fyrir að hann búi með manni.

Varúð, smá nekt


Hjälp

er sænsk sjónvarpssería sem Eva systir gaf mér þegar hún kom í heimsókn um daginn. Er búinn að vera að spara hana aðeins. Byrjaði sem sagt áðan og er búinn með 4 þætti, snilldarþættir eins og reyndar margir sænskir sjónvarpsþættir.

Þetta eru sketsjar um nokkrar týpur sem leita til sálfræðings. Reyndar var ég næstum hættur áðan því systir sálfræðingsins fer svo mikið í taugarnar á mér en Felix Herngren reddar þessu, hann leikur homma sem er bara hrifinn af stelpum.

Felix þennan sá ég fyrst í hlutverki Papi Raul

Þetta er á sænsku


Úff

það er kalt.

Rættist úr super bowl í gær í lokin. Er að fara að skoða íbúðina á Njálsgötu klukkan þrjú. Væri gaman að geta gengið frá því sem allra fyrst. SGÓ reyndar veikur en fær þá bara að skoða þetta seinna. Varð líklegast veikur vegna forvitni, fór að gægjast innum glugga til að sjá íbúðina.


Súper

bowl á eftir, New England vinnur það væntanlega létt. Ætla samt að horfa á leikinn. Verður líklega eki búið fyrr en um 3-4. Best að mæta þá um 10 í vinnuna. Fáum vonandi íbúðina í bænum á morgun, kemur í ljós allavega fljótlega í vikunni. Íbúðin sem við SGÓ erum að skoða er cirka þar sem ég legg bílnum á leið í vinnuna núna, sparar slatta af tíma væntanlega. 


Sonur minn

er snillingur. Ég var í svona foreldraviðtali í morgun. Við Rakel vorum þar með minime. Kennarinn hans sagði okkur hitt og þetta um strákinn, sem við foreldrar hans þrjú getum verið stolt af (og þið öll hin líka). Hún var nýlega með könnun þar sem allir þurftu að sitja þöglir og leysa verkefni.

Þar sem minime er frekar fljótur að slíku fær hann að teikna eða skrifa eitthvað þegar hann er búinn. Hann er meira fyrir að skrifa.

Hún sýndi okkur aftan á blaðið, þar voru nokkur fótboltanöfn skrifuð með smáu letri, David James allavega og einhverjir aðrir.

Hins vegar var það skrifað stórum stöfum fullt nafn eins leikmanns. Var nokkurn veginn svona á blaðinu:

Hinn Gullfallegi Fernando Torres

Stoltur pabbi brosti hringinn.

Góða helgi!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband