Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Idol

Kristi, Jason, Carly, Brooke, Cook, Archuleta, Syesha, Michael


Sverka

dansaði í alveg heila mínútu eftir markið hjá Adebayor. Klassa leikur annars og betra liðið vann :)

Ágætt að fá Chelski enn einu sinni í undanúrslitum, væntanlega síðan ManU-Barca hinum megin. Væri ekki mjög leiðinlegt að fá Liver-ManU í úrslitum.

Gott mark hjá hinum gullfallega Fernando Torres en ég reikna ekki með að Senderos fái launahækkun í bráð, veit ekki alveg hvað hann var að gera í markinu hjá Hyypia, afar sérkennilega dekkun eða ekkidekkun, einhvers konar blak eða körfuboltadekkun


mbl.is Liverpool og Chelsea sigruðu og mætast í undanúrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimaleikur

á útivelli. Sverka the great swedish player kemst ekki frá þannig að ég mæti heim til hans að horfa á leikinn þrátt fyrir að Liver eigi heimaleik, förum nefnilega sigurvissir í leikinn í dag.

Morgunmaturinn var annars Coke Zero og saltnammi


Strumpar


Minnispunktar 7.4.2008

Í dag: 

var ég að vinna frá 9-16

er SGÓ væntanlegur frá Barcelona

kom Kolla heim frá Svíþjóð

var afmæli í vinnunni, en engar afmæliskökur, svindl Smile

er ég að bíða eftir Liverpool-Arsenal leiknum á morgun, horfi á hann með Sverka nema að hann þurfi að laga loftið í sumarbústaðnum aftur

er ég eirðarlaus en spakur, hvernig það svo sem er hægt

er ég að pæla í að fara snemma að sofa, fer síðan eðlilega ekki eftir því, ef niðurhal væri löglegt þá tækist mér eflaust að finna eitthvað stöff til að horfa á

er ég ennþá slappur eftir boltann fyrir 10 dögum, er orðinn gamall held ég

er ég spenntur fyrir Liver-Arsenal, var ég búinn að minnast á það?

er ég að pæla í því hvernig það geta verið 15% stýrivextir hjá Seðlabankanum-spes land sem við búum í, þurfum við að sækja um úrsögn úr fyrsta heiminum eða er það bara afgreitt fyrir okkur

er ég með allt hreint hérna eftir massa þvott í gær, sóun að eyða degi í það, hefði getað psilað goldminer eða eitthvað í staðinn

gleymdi ég að gera athugasemd hjá póstinum vegna boðskortsins sem týndist fyrir helgi

væri ég að fara að horfa á Closer ef niðurhal væri löglegt


Ef niðurhal væri löglegt

þá hefði ég verið að horfa á mynd sem heitir Juno.

Skemmtileg mynd eða eiginlega bara stórskemmtileg. Kann vel við myndir þar sem ekkert sérstaklega mikið gerist en gerist samt.

Var að sjá að Jason Reitman,leikstjóri thank you for smoking gerði þessa, kemur ekki á óvart, sú mynd var vel góð líka. Var að tékka aðeins, Ellen Page, sem leikur í ReGenesis, var tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir leikinn og myndin var tilnefnd sem besta myndin, þessi mynd er svona tólf sinnum betri en no country for old men. Leikstjórinn var tilnefndur en myndin vann síðan fyrir handrit, það var enda mög gott.

hér er smá úr myndinni...


Þvottadagur

í dag, sennilega rétt að nýta þvottavélina og þurrkarann víst maður á slíkt. Þrjár vélar komnar í dag og líklega búið, þarf þá ekki að þvo aftur fyrr en einhvern tímann um miðjan maí.

Maja að auglýsa eftir ferðafélögum að sjá Cohen í sumar, ég er sá eini sem er búinn að melda mig en er samt einhvern veginn svona númer 8 á listanum, best að kæra það, þetta er svona kosningasvindl eins og hjá Mugabe

Ef niðurhal væri löglegt þá væri ég að horfa á Joey seríu 2, af því að ég man ekki hvað þættirnar heita sem JBS mælti með. Verkfallið er annars búið úti þannig að þættirnir eru að koma


Metið fallið

eftir rétt um 150 mínútur þá féll Bollagötumetið í Bubbles

1.116.740, fyrstur yfir milljón

ef niðurhal væri löglegt þá væri rétt að halda áfram með BlackAdder


Fasteignalán í dag

Hef greinilega lítið að gera, var allavega að skoða reiknivélar bankanna

20 milljóna lán í 25 ár, 6% verðbólga og 6,4 % vextir endurgreiðsla 91,4 mills, ef lánið er tekið í 40 ár þá er endurgreiðslan 222 mills.

það er rétt um 130 mills fyrir auka 15 ár, 90 er mikið en 222 mills, það er dáldið mikið mikið, já og ef verðbólgan verður 7% þá verða þetta litlar 289 mills fyrir 40 ár 

takk fyrir fjármálastjórnina stjórnmálamenn


Leikjadagbók Arsenal-Liverpool 5.4.2008

Naustabryggja 29, engir gestabloggarar að þessu sinni.

11.43 Sýnist vera allnokkuð af breytingum, best að tékka á liðinu

11.44 Hmm... Reina, Finnan, Skrtel, Carra, Arbeloa, Yossi, Damen Plessis, Lucas, listamaðurinn sem áður var þekktur sem Jermaine Pennant, Riise og Crouching Tiger. Liðið hjá Arsenik er einhvern veginn

11.47 Carra og grenjuskjóðan með hanakambinn eru fyrirliðar, þessi Plessis er næstum jafn stór og crouch og næstum jafn mjór

11.49 Plessis er örvfættur frá Lyon og langur/mjór, var ég búinn að minnast á það, var að pæla í að kalla hann Damien en það minnir mig of mikið á Omen

11.50 Crouch með gott skot af 35-40 metrum, vel varið í horn, Gerri, Sami, Torres og Voronin á bekknum

11.51 Hinn geðþekki Gilberto Silva er í liðinu hjá Arsenik

11.52 Carra með liðuga spyrnu eða eiginlega liðuga hreinsun, Plessis byrjar ágætlega og síðan Crouch með sendingu hvorki á Yossi né Pennant

11.54 Arnar er einn að lýsa, hann er að vanda sig mikið við framburðinn á Plessis, verður svona plessíííí

11.57 Crouch er dáldið einn að sóla þrjá, það er ekkert sérlega vænlegt, Pennant að fá auka, Arnar með nýjung í íslensku, "Plessíííi virðist virka mjög öruggur á boltann" hmm... er það svona kannski kannski, Sktel að salta Walcott, dæmt horn en þetta var klárlega auki, Skrtel leiðist ekki að taka skutlutæklingar

11.59 Carra með einn langan sem Coruch vann ekki, Lucas svo með einn langan sem Crouch vann ekki

12.01 Arbeloa að reyna trix sem hann réði ekki við, sóla

12.02 Hinn geðþekki Finnan er að verða Sami sýnist mér, fínn sem aukavarnarmaður, hann á þá 1-2 tímabil eftir sem slíkur

12.03 Vitið þið hvernig smámælt P hljómar, Arnar er að æfa það þegar hann segir Phlessíííí, Crouch að reyna trixsendingu á Lucas, virkaði en Lucas gat ekki gert mikið við boltann

12.05 Fín sending hjá Crouch á Riise sem fékk gott færi á vítateig, yfir með hægri, hefði verið betra að leggja í fjær, reyndar flest betra en að skjóta 5 metra yfir

12.06 Rétt hjá Arnari, Liver eru betri þessar mínúturnar

12.07 Plessis spilar einfalt, gott að sjá hjá ungum leikmanni, Pennant spilar útaf, það er verra

12.09 Vitið þið hvernig sódavatnsrjómi bragðast? var með súkkulaðikökunni í gær, eini gallinn eiginlega við skemmtilegt kvöld á Rúbín, Crouch að sóla einn óvart

12.11 Ágætis moment hjá Liver, skot frá Plessis dáldið langt yfir, 23 búnar og staðan 0-0

12.12 Toure með ágæta 60 metra sendingu á Reina, Pennant með fast skot 12 metra framhjá, allavega svona semi-fast

12.13 Arbeloa hljóp á Eboue þegar hann var að fá boltann eða allavega svona fyrir hann, ekkert dæmt, ranglega

12.14 Riise í kapphlaupi við Toure, John Arne er að verða jafn fljótur og Pennant, eftir að hann missti hraðann, Kolo vann sem sagt kapphlaupið

12.15 Svona ef þið eruð að kommenta þá er betra að setja nafnið með, Pennant fékk auka rétt innan við miðju, Riise tekur

12.17 Riise með sendingu á Toure, sem tókst. Riise fékk síðan gult

12.18 Pennant og Crouch að taka þríhyrning útá kanti, Pennant síðan með fyrirgjöf en Crouch var ennþá útá kanti.

12.19 Pennant með blinda þversendingu á eigin vallarhelmingi, Arsenal fékk boltann, Liver með hratt upphlaup en Yossi klúðraði góðu færi, skaut framhjá

12.20 Carra er með Bendtner í vasanum, Skrtel er reyndar líka með hann í vasanum, sóknin hjá Arsenal ekki öflug eins og er

12.21 Plessis með sendingu sem hefði farið beint á Riise ef hann hefði veirð 30 metrum framar og fljótur, útspark

12.22 Bendtner í dauðafæri en gaf beint á Reina, átti að vera skot

12.23 Ég held að Lucas sé að verða þreyttur, þarf smá sumarfrí, hann var slakur á móti Everton og er hálf seinn eitthvað að athafna sig í þessum

12.25 Arsenal komnir aftur inní leikinn, allavega verið sprækari núna í 3-4 mínútur, 10 eftir og 0-0

12.26 Tæpt hja liver, Arsenal innfyrir á hlið en Finnan rétt reddaði fyrirgjöfinni

12.27 Horn Arsenal, Carra var að hreinsa með utanfótarhægri, Plessííííí skallar frá

12.28 brb, lettið

12.30 Liver komnir í 1-0, útspark sem Crouch bakaði eða axlaði til Yossi, fékk boltann aftur og skaut niðrí hornið, gott mark hjá Crouching Tiger og rétt um 3 eftir

12.31 Plessis að hreinsa, þarf kannski ekki að kaupa miðjumann þegar Xabi verður seldur í sumar? Plessííí allavega búinn að spila einn góðan hálfleik á ferlinum, það á hvort eð er að kaupa framliggjandimiðjumann/afturliggjandisentertýpu og láta Gerra spila aðeins aftar, alveg nóg að vera með hinn örfætta Mashcerano þarna aftarlega, Lucas getur síðan leyst hann af í bönnunum sem hann fær

12.34 Liver að fá horn en ég veit ekki hvort þeir ná að taka það, alveg að koma hálfleikur

12.35 Þeir náðu reyndar að taka hornið en hreinsað, kominn hálfleikur og Liver yfir, meira eftir korter

12.56 Tafðist aðeins, var að rista brauð

12.57 Kolo með frían skalla eftir horn, rétt framhjá, 7 búnar og engar breytingar í hálfleik

13.00 Arsenal búnir að jafna, Bendtner með frían skalla af 3 metra færi, veit ekki alveg hvað Reina var að pæla, hann átti að kýla boltann, Pennant gaf annars auka útá kanti og fékk gult, markið kom úr aukanum, veit ekki ennþá hvað Reina var að gera frosinn á línunni

13.03 Adebayor að koma inná fyrir Hoyte, Arnar sagði að hann hefði verið að fara með einhverja galdraþulu þegar hann kom inná, ætli hann hefði sagt það sama ef hvítur maður hefði verið að koma inná og hefði beint fingrunum til himins og sagt eitthvað?

13.04 Gerri að hita upp, Arbeloa að reyna að hlaupa með boltann útaf, það tókst

13.06 Arsenal miklu betri eins og er, Yossi hljóp með boltann og misstann, Plessis að sparka Walcott niður, tók boltann en dáldið hátt með löppina, innkast

13.09 Pennant að hlaupa með boltann, missann og renna sér svo, vill sennilega fá rautt

13.10 Portsmouth komnir í bikarúrslit, unnu WBA með marki Kanu, ekki Kidda Tomm heldur hins Kanu

13.11 Gerri inná fyrir Pennant, Stefán kallinn sagði Arnar, Eboue að fá gult, ekkert sérlega sáttur, glettilega mörg gul miðað við leik sem er ekki grófur, þetta var fyrir að fara dáldið hart í skallabolta, varla gult samt, Riise með aðra lélega fyrirgjöf. Ef Riise er búinn að missa hraða, skot´og sendingagetu, hvað er þá akkúrat eftir?

13.14 Skrtel með stökkrennitæklingu við hornfánann á Adebayor, boltinn síðan í hornfánann og Finnan tók hann

13.15 Fabregas með skot í Carra, boltinn næstum í innkast við miðju, Adebayor með skemmtilegan hæl, reyndar eru eiginlega allir hælar skemmtilegir, Flamini með skot sem Reina varði ágætlega og hélt vel

13.16 Daisy Hill í Boston, hann hefur ekki verið á landinu í viku samfellt síðan Köben brann. Riise að brjóta á Eboue, nú má einhver fara að koma inná fyrir John Arne, reyndar veit ég ekki almennilega hvert vandamálið er ef Voronin er lausnin

13.18 Clichy inná fyrir Armand Traore, vissi ekki að hann hefði verið inná

13.19 sjötíuogþrjár búnar, Plessis er með fína tækni, Liver með innkast viðhornfánann hjá Arsenal, Yossi með millilangt innkast, Crouch með bakfallsspyrnu, Voronin inná fyrir Yossi, fínt að Voronin sé orðinn heill, erfitt að losna við hann öðruvísi

13.21 Hratt upphlaup hjá Liver en Riise kom upp með boltann þannig að upphlaupið varð síðan ekkert sérlega hratt, Riise missti boltann og svo missti Flamini boltann

13.22 Crouch á miklum spretti uppí hornið á eftir boltanum, ekki mjög hratt en hann rembdist slatta allavega

13.23 Gallar kominn í sóknina, meiddi sig eitthvað og fór að gráta, ágætt run hjá Bendtner annars áðan

13.25 Fabregas á leið innfyrir en Arbeloa tæklaði, hratt upphlaup hjá Liver, Voronin í dauðafæri en ákvað að vippa yfir, Hinn gullfallegi Fernando Torres að koma inná fyrir Crouch, 10 eftir

13.26 Hleb inná fyrir Flamini,ég held ða samningurinn hans Flamini við djöfulinn sé útrunninn, hann er ekki góður lengur

13.28 Arsene Wenger er í úlpu með rautt bindi, það sést sjaldan í Herragarðinum, Voronin að komast inní sendingu tli baka en datt, dæmt síðan á Plessis

13.29 Hleb með minirun en Finnan tókann, Torres að breika en kom ekki boltanum á Gerra, tæpt samt

13.30 Torres með hæl en Gerri hélt að hann ætlaði að látann fara, Torres með fyrirgjöf, horn

13.31 Lucas klókur að brjóta á Walcott í breiki, forðaði sé svo hratt og fékk ekki gult, fjórar+ eftir

13.33 Riise með þröngt skot, varð gleitt samt því það fór í innkast við vítateigslínu hinum megin, kom eftir breik hjá Torres, hann er fljótari en Crouch

13.34 Arbeloa braut á Bendtner en ekkert dæmt, var ekki mikið á það en kannski smá

13.35 Walcott á smá fundi með dómaranum, Riise skýldi boltanum útaf og var með olnbogann frekar hátt, Walcott var ekki sáttur

13.36 Carra að hreinsa þrisvar á einni mínútu, níutíu búnar

13.37 Lucas vann boltann vel, eða hreinsaði vel í innkast, þetta er að verða safe jafntefli, ásættanlegt miðað við að Liver hvíldi slatta, Hleb reyndar fékk boltann einn rétt innan við vítapunkt en klúðraði móttökunni svaðalega, var algjörlega einn og hefði haft korter í að skora, búið að flauta af núna, endaði 1-1 og Arsenal ekki sérlega sáttir, þetta var hins vegar nokkurn veginn par hjá Liver, deildin er hvort eð er búin, árangur á móti stóru liðunum á þessu tímabili, jafntefli í báðum við Arsenal og Chelski en tap í báðum fyrir ManU, ekki mikið um sigra þetta árið

13.41 bæ


mbl.is Aftur 1:1 hjá Arsenal og Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband