Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

18 holur

á Grafarholti á mánudag. 37 punktar og smá lækkun. Aron var kaddí og ég lækkaði mig í annað sinn þegar hann var með. 96 högg í heildina sem er víst skásti hringurinn minn af gulum teigum, þokkalega sáttur. Ætla að reyna að komast í kennslu fljótlega og sjá hvort ég get komið mér undir 90 högg. Stefna ennþá sett á 20 í forgjöf fyrir lok sumars.


36

í gær. 18 á Korpu og 26 punktar, 18 á Garðavelli á skaganum og 22 punktar, ekki sérlega góðir hringir sem sagt of forgjöfin komin í 24.5. Er að fara í Grafarholt á eftir að spila með m&p, Aron Freyr verður sérlegur kaddí, mér gengur vel með hann með mér, best að við förum í Bása á undan, sjá hvort ég get notað eitthvað af járnunum, það gekk allavega ekki nægilega vel í gær.

Minime verður hjá mér í tvær vikur, algjör snilld, verðum bæði á Bollagötu og í Naustabryggju. Hann fer á golfnámskeið í vikunni, gott að læra basic atriðin, svona golfleikjanámskeið hjá ProGolf.

Einhver fótbolti og svo finnum við okkur eitthvað til dundurs...


27 holur í dag

9 í Grafarholti og 18 á Korpu, ég held nei ég veit að ég er hrifnari af vellinum á Korpu, miklu minna upp og niður labb. Spilaði þokkalega á Korpu, 35 punktar en verr í Grafarholti, 13 á fyrri 9. Hækka þess vegna í forgjöf, er nú með 24.3.

Ætla að reyna að taka 36 holur á morgun, mjög gott þegar ég get bara slegið með driver, blendingi og wedge-um, flest hin járnin eitthvað að stríða mér, kennari kannski??

Hef komist að því að ég er afar misjafn púttari, að jafnaði þokkalegur en á reglulega svona prumpupútt, 50% of stutt.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband