Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Ný/gömul stjórn

verður mynduð fljótlega eftir helgi miðað við kannanir.

Samfylking og VG verða áfram í stjórn og þá er ég að velta fyrir mér hvað á eiginlega að gera.

VG ætlar ekki í evrópusamningaviðræður og Samfylking vill álver.

Þetta er þá í raun Samfylking án ESB og VG með stóriðju. Það eru spes flokkar.

Vona að þetta verði ekki svona en er hræddur um að við fljótum sofandi að feigðarósi.

Næstu kosningar þá væntanlega eftir 12-18 mánuði. Vonandi gerist eitthvað af viti þá.


Æ bögg

best að óska Óla til hamingju með dolluna eitt árið enn.

Veit ekki ennþá af hverju Arshavin var ekki keyptur til Liver.

Allavega þá er þetta búið í bili, skemmtilegur leikur í kvöld en morkinn eftir allt saman eftir úrslitin.


mbl.is Benítez: United með undirtökin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar

á laugardag og ég er búinn að velta því fyrir mér um hvað við eigum að kjósa. Hvað þá hverja við eigum að kjósa. Hef orðið vonsvikinn, pirraður, vonlítill, reiður, fúll, dapur, brjálaður, yfirvegaður og umfram allt hugsi.

Komst að því að kosningarnar snúast fyrir mig bara um tvennt, að sótt verði um aðild að ESB og þjóðin fái síðan að ákveða hvort við við förum síðan þangað inn. Hitt er að einhverjar alvöru aðgerðir hefjist strax til að hjálpa heimilinum.

Þetta rugl með greiðsluaðlögun, einstaklingsbundnar aðgerðir og slíkt er ekki nærri því nóg. Landið verður farið endanlega í rugl ef ekkert drastískt er gert á næstu mánuðum.

Sú stjórn sem nú situr lofaði slatta en gerði lítið, var reyndar ánægður með að þau losuðu okkur við Davíð úr Seðlabankanum, það var löngu tímabært. Úttekt viðbótarlífeyrissparnaðar var fínt útspil en þessi skjaldborg um heimilin varð ekkert meira en tjaldborg eins og einhverjir ágætir gárungar sögðu.

Sjálfstæðisflokkurinn kom ekki til greina, ekki síst eftir þetta rugl með Geir, Guðlaug og styrkina. Hefði sennilega ekki kosið þá hvort eð er. Vintri grænir vilja ekki ESB og ekki hafa þeir komið með neinar aðgerðir til að forða heimilum frá gjaldþrotum.

Endaði því á að gleðja Ellu Þóru vinkonu mína rétt áðan, sagði henni að eini flokkurinn sem ætlar að sækja um aðild að ESB og láta þjóðina kjósa um það ásamt því að koma með einhverja leið til að redda heimilunum fái mitt atkvæði. Ætla að kjósa Framsókn, x-b sem sagt.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband