Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Korpa 26.5

Fyrsti fuglinn Smile

Býsna góðar 9 holur á Korpu í dag. Skolli á fyrstu og fugl á annarri. Hef bara einu sinni áður náð 6 a fyrstu þannig að ég er þokkalega sáttur. Sló býsna vel og skoraði ágætlega

47 högg og 17 punktar, 15 pútt, 1 þrípútt og 4 einpútt.

1 fugl og eitt par, þrjár brautir hittar og tvær flatir.

Það besta á sumrinu til þessa.


Hveragerði-Gufudalsvöllur 23.5

Í þvílíku ruglveðri. ABC-mótaröðin sem sagt þannig að það var höggleikur án forgjafar

Logn, rok, rigning, hagl, rigning, hagl, rok.

Það hjálpaði allavega ekki en varla hægt að kenna því alfarið um Smile

Fannst völlurinn leiðinlegur, allt of mikið labb upp og niður brekkur, hjálpaði reyndar ekki neitt að ég var sjaldnast á braut.

Skemmtileg umgjörð að mörgu leyti þarna og vel hirtur völlur en það fer dáldið í taugarnar á mér þegar alltaf eru hindranir í 200 metrum, fékk slatta af vítum þegar ég átti góð högg.

125 högg og 17 punktar var afraksturinn. Finnur mun betri, 7 pör sem samt 102 högg. Dáldið þannig dagur einhvern veginn

Ég átti ekki eitt bördípútt og fékk ekki eitt par


Korpa 19.5 fyrri 9

Ekkert spes 9 holur með seniornum

4 högg út fyrir vallarmörk, samtals 5 víti, kannski kominn tími til að fara í Bása aðeins Smile

Allavega 59 högg(tók tvisvar upp) 27 punktar, 9 hjá mér sem sagt á þessum 9 holum

2 hittar brautir og 2 flatir, 1 par, 1 skolli en rest skrambar

Næsti hringur sennilega um helgina, fer samt fyrst í Bása held ég

1 þrípútt og 1 einpútt á þessum sjö holum, púttin öll að koma til og löngu járnahöggin líka en upphafshöggin týnd og tröllum gefin


Korpa 16.5

Annar hringur ársins, gekk betur en samt verr. Fleiri léleg högg, hitti t.d. bara tvær brautir sem er dáldið ólíkt mér.

Allavega...

108 högg, 23 punktar.

Hittar brautir 2/13, Hittar flatir 0/18 (sem þýðir að ég átti ekki einu sinni eitt bördípútt)

35 pútt, 1 par, 3 skollar og 14 skrambar.

p.s. 6 týndir boltar, þar af þrisvar út fyrir vallarmörk á fyrstu 5 holunum


Korpa 14.5.2009

Fór með Finni kl. 18.20. Stormur en hlýtt

114 högg, 21 punktur

2 pör, 5 skollar, 11 skrambar, (2X)

40 pútt, 3 þrípútt og 1 fjórpútt, 1 einpútt. Hittar brautir 8/13, hittar flatir 2/18

Skemmtilegt að vera kominn af stað, verð samt að gera ráð fyrir að þetta verði ekki besti hringur sumarsins :)

Slatti af góðum höggum en dáldið mörg víti og léleg innáhögg, svo sem við því að búast.


K20

erum flutt á Kambsveg, ég búinn að bera og Steinunn að koma okkur fyrir. Býsna kúl íbúð reyndar.

Veðurspá hörmung fyrir fimmtudag og föstudag þannig að ekki fer ég í golf þá. VALITOR-dagurinn á laugardag, ætti að verða skemmtilegt.

Er kominn með tvö ný pör af golfskóm, 100 bolta og tvær nýjar kylfur, pútter og 24°blendingur. Allt klárt sem sagt.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband