býsna stórt mál ef öllum flugvöllum í bretlandi er lokað
vona að þessu ljúki fljótlega
Alþingi-Rannsóknarskýrsla | 15.4.2010 | 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er sem sagt búinn með fyrsta bindið, rúmlega 300 síður það.
Af lestri dagsins er fyrst að nefna allt að því skondna yfirferð yfir ummæli stjórnmálamanna misserin fyir hrun, skulum bara segja sem svo að ummælin samræmist ekki alveg þeim upplýsingum sem þessir sömu aðilar bjuggu yfir(211-220)
Þessar síður sem ég las í dag fjalla annars að mestu um sölu bankanna. Fram kemur að skilyrðin sem sett voru til að velja kaupendur voru mögulega sérsniðin að ákveðnum kaupendum(263+302)
Árið 2005 hafði fme áhyggjur af sjálfslánum eigenda landsbanka, sendi bréf en hætti svo bara við að fylgja því eftir(bls.289)
Á bls 303 er síðan rifjuð upp ankannaleg viðbrögð þegar kaupendur búnaðarbanka stóðu ekki við hluta kaupsamnings
Þema dagsins aftur afar sérstök stjórnsýsla, vantaði dáldið bein í nefið sýnist mér
Alþingi-Rannsóknarskýrsla | 15.4.2010 | 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er búinn með 200 síður, er kominn að niðurstöðum nefndarinnar fyrir fjórða kafla.
Textinn hefur verið þyngri síðustu 40-50 síður, þar sem ég er hvorki viðskipta- né hagfræðimenntaður hefur þetta eflaust tekið lengri tíma en ella. Eftir sem áður var textinn skiljanlegur og afar áhugaverður.
Það sem ég stoppaði helst við voru geðþóttaákvarðanir seðlabankastjóra þegar bankarnir hrundu(bls 161), "ástarbréfa"vitleysuna(bls166) og reynslan úr asíukreppunni hefði átt að kenna stjórnvöldum að erlend skuldasöfnun einkaaðila væri varasöm(bls 189).
Skemmtileg sneið sem Ingólfur Ingólfsson, Vilhjámur Bjarnason og Egill Helga fá á síðu 192
Verulega forvitnileg lesning
Þema dagsins er þá víst sérkennileg stjórnsýsla
Alþingi-Rannsóknarskýrsla | 13.4.2010 | 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er byrjaður að lesa þessa ágætu skýrslu, er búinn með bls 125. Hún er afar vel skrifuð.
Gagnrýnin eins og ég vonaðist eftir.
Það sem af er ber helst að nefna að einkavæðing bankanna var verulega spes, þ.e. í aðdraganda einkavæðingarinnar var talið mikilvægt að um dreifða eignaraðild væri að ræða en síðan valin sama leið og mistókst í Mexíkó 10 árum áður(bls.112).
Sérstakt líka að lesa á bls 124 að stjórnvöld vissu af hættunni við að hækka útlán íbúðalánasjóðs en hafi metið það sem ásættanlegan fórnarkostnað til að halda völdum.
Sjálfstæðisflokkur og framsókn sem sagt það sem af er.
Rétt að þakka rannsóknarnefndinni fyrir að gera skýrsluna læsilega(já og að skrifa hana yfirleitt)
Alþingi-Rannsóknarskýrsla | 12.4.2010 | 23:57 (breytt kl. 23:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Viku?
Alþingi-Rannsóknarskýrsla | 16.3.2010 | 20:27 (breytt 11.4.2010 kl. 15:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Minime er að fara í mót á sunnudag, mæting kl 7.35 í Njarðvík.
Það er býsna snemmt
Íþróttir | 15.1.2010 | 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Merkilegt að kveikja á rúv og finna eitthvað áhugavert, erum að horfa á söngdagskrá í tilefni af afmæli Ellu Fitzgerald, kveiktum akkúrat þegar þátturinn var a byrja.
Fórum á Avatar áðan, alvöru bíómynd. Fíla svona 3D myndir, sýnir hvað hægt er að gera ef menn hafa nóg af cash money og nægan tíma.
Hlakka til að verða svangur allan janúar eftir jólasteikurnar, búin að vera afar góð jól.
Já og Idol byrjar aftur í janúar, good times
Sjónvarp | 27.12.2009 | 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
eða liði allavega betur ef hann væri ekki tileygður, þessi nýi fíni Ítali okkar Livermanna.
En hann er allavega með fínt hár
Aquilani samdi til fimm ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | 7.8.2009 | 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Spilaði fyrri 9 með tveimur boltum. Var býsna jafn, 18 punktar með öðrum og 19 með hinum
45 og 46 högg, sem er býsna gott. Eiginlega það besta í sumar.
Þrípúttaði aldrei og forgjöfin lækkaði í 21.1
Sjáum til hvort ég nenni á morgun kl 13.
Golf | 17.6.2009 | 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18 holur með Jóni P, Tryggva. Aron Freyr var kaddí og púttari.
98 högg, 32 punktar(16/16), bogey á tólftu(þrátt fyrir vít), sem er met held ég hjá mér.
34 pútt, 4 pör, 6 skollar, 8 skrambar
7/13 brautir, 3/18 flatir.
Sæmilegasti hringur í fínu veðri. Kennari á morgun, sjáum hvort þetta lagist ennþá meira þá.
Forgjöf ennþá 21.5
Golf | 15.6.2009 | 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |