Hinn stórskemmtilegi þáttur Klovn er eftir tæpan klukkutíma. Litli maðurinn er sofnaður enda var hann þreyttur áðan þegar við vorum að borða. Hann var kominn í rúmið um hálf átta og dormaði þar í rúman hálftíma áður en hann sofnaði. Rúmið mitt er í norðvesturálmunni en sjónvarpstóllinn minn í vesturálmu þannig að ég sé hann vel héðan.
Var að dunda mér við að leita að bókum handa okkur áðan en endaði á því að finna ekkert sérstakt til að lesa. Aron Freyr var hvort eð er það syfjaður að það skipti ekki öllu. Ég fann hins vegar NEMA ljóð og sögur 2003.
Þetta er sem sagt bók sem Þórður Helgason, kennari í KHÍ, tekur saman á hverju vori eftir kúrs sem heitir Bragur, listin að yrkja. Ég hef ekki skoðað þessa bók í svona 2-3 ár en gaman að fletta í gegnum hana aftur. Ég átti tvö ljóð í henni, annað ferskeytt en hitt sonnetta. Sonnettan er eitthvað sem ég hafði ætlað að spreyta mig á frá því að ég var í Menntaskólanum.
Ein þessara átta sem lesa bloggið mitt, Hafdís föðursystir mín, er merkileg kona fyrir margar sakir og ekki síst fyrir að skrifa sonnettu sem útskriftargjöf til mín eftir Menntaskólann. Ég fór sem sagt fram á það við hana og fékk sonnettu í útskriftargjöf. Sú er reyndar innrömmuð heima hjá mömmu og pabba en ég set hana hér inn við fyrsta tækifæri.
Ætla hins vegar að setja inn þessi tvö ljóð sem ég samdi snemma árs 2003. Til skýringar má kannski nefna að ég vann þá kvöld- og næturvaktir í Vodafone samhliða því að vera í Kennó og Aron Freyr bjó ennþá á Sauðárkróki.
ARON FREYR
Maður næstum mánuð bíður,
mættum gjarnan oftar sjást.
Vinur, þar til vetur líður,
verð að þér úr fjarska að dást.
SJÁLFSVORKUNN
Sá tími dags er draugar eru á ferli
mig dreymir um að losna brátt úr síma
ég finna þarf mér fljótt nú góðan tíma
og forðast það að dvelja í dagsins erli.
Ég kannski ætti að koma mér að verki,
mér kaffið hugsanlega til þess dugar
er dáldið satt að segja annars hugar
er sennilega bara þreytumerki.
Er varla hollt að sofa svona lítið
ég sjálfsagt ætti að vinna aðeins minna
en afborgunum ætlar seint að linna
og oftast ég því sofna í morgunbýtið.
Nú þarna úti þykknar næturhúmið
og því ég ætla að koma mér í rúmið
Bloggar | 8.11.2007 | 20:57 (breytt 25.4.2008 kl. 08:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sjónvarp | 8.11.2007 | 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Plebbamánuður.
Dáldið eins og annar hringurinn í golfmóti eða umferð 7-10 á Íslandsmótinu í fótbolta. Það gerist lítið sem ekkert en samt er einhvern vegin slatti sem maður þarf að gera. Ég er ekki að halda því fram að þetta sé jafn slæmt og febrúar eða mánudagur en samt.
Nóvember er dáldið eins og þriðja prófið af tíu eða eins og að eiga fjóra tíma eftir af niðurhali en vita að maður þurfi að fara að sofa eftir tvo, þ.e ef niðurhal væri löglegt.
Í þessum mánuði er samt reunion þrjár helgar í röð hjá mér. Grunnskólinn var um síðustu helgi, kennó næstu og Menntaskólinn þar á eftir, ég ætla reyndar bara á eitt þeirra en skondið að þetta hitti á þrjár helgar í röð.
Nóvember er dáldið eins og sunnudagur í útilegu, helgina fyrir versló.
Desember er hins vegar snilld, skemmtilegasti mánuður ársins, allt á iði og fólk virðist vera stressað en er miklu frekar spennt. Desember verður væntanlega skemmtilegur hjá mér, allavega ýmislegt á dagskránni sem gæti orðið afar skemmtilegt, nú er bara að hanga og bíða á meðan þessi blessaði nóvember klárast.
Nóvember er hörmulegur mánuður fyrir skólafólk, endalaust af verkefnum sem allt í einu eru alveg að komast á deadline en samt ekki nægilega langt komin til að maður sjái endann. Eina leiðin í gegnum hann er sennilega bara loka sig inni og rumpa því af sem maður veit að þarf að klára. Ekki sérlega skemmtilegt en óhjákvæmilegt.
Desember er framundan, það er fínasta gulrót.
Bloggar | 7.11.2007 | 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Liverpool skoraði 8 mörk og metsigur á Meistaradeildinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 6.11.2007 | 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þá myndi ég mæla með þessum 3 myndum, reyndar er vel þess virði að finna þær á vídjóleigunni.
Kiss Kiss Bang Bang
Thank you for smoking
Peaceful Warrior
Ef niðurhal væri löglegt | 5.11.2007 | 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta er þær 5 myndir sem eru í mestu uppáhaldi hjá mér.
Ekki endilega í réttri röð
Ford Fairlane
A Few Good Men
Seven
A time to Kill
Fucking Åmål-líklega næstbesta mynd allra tíma, á eftir Punktur Punktur Komma Strik að sjálfsögðu
Bloggar | 5.11.2007 | 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
væri ég að horfa á Ewan MacGregor og félaga sem keyrðu kringum heiminn á mótórhjólum, ágætis þættir
og þetta
Ef niðurhal væri löglegt | 5.11.2007 | 01:20 (breytt kl. 01:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bifröst, kaffihúsið nánar til tekið. Sérlegir gestir eru Jón Bjarni og eitthvað gengi: Hjalti, Sara, Sandra, Tryggvi, Berglind
Liðið er víst eftirfarandi, Reina,Finnan,Sami,Carra., Riise, Babel,Mascherano, Xabi,Yossi,Gerri og Kuyt(lesist:kát)
16.55 Var að horfa á Newcie brown ale tapa fyrir Portsmouth
16.57 Sýnist þetta vera svona 3-0 fyrir Liver
16.59 Owen er með tölfræði eftir leikinn, ekki samt jafn góða og mmanrlkhaegh lkh sldghsdghl sem er senter hjá Portsmouth
17.00 Jón segir að Gerri eigi eftir að skora, ég segi bara þetta
17.05 Gummi Ben að lýsa, sem er afar gott, hann kann fótbolta og veit slatta, vildi samt óska þess að hann gæti sagt Kát en ekki kújt
17.08 lalalalalala, Gummi er að fara yfir leiki dagsins, mér er svo sama
17.10 þetta fer að verða þreytandi, meira hjal um leikina, jón farinn að snýta sér, sem er betra en að ekki bara bora heldur borða úr nefinu
17.11 Gerri er fyrirliði, það eru jafn miklar fréttir og að sjálfsstæðisflokkurinn sé við völd
17.13 ég held að Agger verði klár eftir viku, Sami þarf frí, jón segist vilja frekar nota crouch, rétt að taka fram að jón kann ekki fótbolta
17.15 af hverju langar mig meira að hlusta á þetta
17.18 Ægir mættur, það er jafn mikilvægt og að það séu hornfánar
17.19 Benni og Hinn eru frammi hjá Blackburn, þeir eru báðir betri en Kát, er samt að pæla í því hvort Kát sé góður. ég veit það eiginlega ekki, væri almennt betra að vera viss með 10 m punda senter
17.20 Jón að fara út að reykja, ætla að tékka á honum , aftur eftir 3
17.23 það er hægt að tippa á leikinn á 1x2.is
17.25 Rafa stal bindinu hans M.J fox úr secret of my success, rauut sem sagt. Það er ekki crap að gerast í leiknum
17.26 Það er hellings pizzulykt hér, væri samt betra að fólkið sem borðar pizzuna færði sig frá tv-inu, Gerri gaf á engan en fékk innkast
17.30 kominn með annan bjór, sem er gott, það er jafn mikið að gerast í leiknum og í vinstri grænum, þettta bara svona er, langur skalli frá blackburn sem skilaði ekki miklu
17.32 það er gott fyrir kuyt að hann á cash money, hann er ekki fríður, reyndar ekki á shrek/quasimodo leverl en samt
17.34 rúmlega korter búið en ekki mikið að gerast, reyndar ekki jack, pennant er frá vegna meiðsla, sem er gott, allavega fyrir Liver
17.36 horn hjá Black en það fór afturfyrir, Jón var að tala um að Eboue vaxi í hverjum leik, æ ég veit það ekki
17.51 skot í stöng hjá blackburn, goddammitt það gerist aksjúallí ekki í leiknum
17.38 mér sýnist ég ekki nenna þessu, er hættur nema að ég hendi inn ef eitthvað gerist, í leiknum eða veðrinu
Leikjadagbók | 3.11.2007 | 16:58 (breytt 4.11.2007 kl. 15:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
en það var sem sagt Maja vinkona Maju sem vann. svörin hennar eru í kommenti hér fyrir neðan, símaskrá er svarið sem hún vissi ekki. Vinningurinn er á leiðinni til hennar
But anywho, ég er asni, gleymdi hleðslutækinu að lappanum heima og er staddur á bifröst, skrifa leikjadagbókina þess vegna á vélina hans jóns á eftir.
BRB
Bloggar | 3.11.2007 | 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Keppnin fer einfaldlega þannig fram að sá sem er fyrstur að svara flestum spurningum vinnur, ég fel síðan kommentin jafn óðum til að ekki sé hægt að svindla, ekki örvænta því þó að kommentin virðist hverfa
Sérleg aukaverðlaun verða síðan veitt fyrir að tjá sig um þáttinn, þ.e. svona sjónvarpsgagnrýni, dregið verður úr nöfnum þeirra sem skrá komment um þáttinn.
1.Hvaða afmæli áttu Frank og konan hans?
2.Hvernig sýningu ætluðu Frank og Kasper á?
3.Hvers vegna komust þeir ekki á sýninguna?
4.Hvað var það sem rétt slapp við ruslapressuna?
5.Hvað fór á endanum í ruslapressuna?
6.Hvað rétti Frank Casper (og hann skoðaði á bílnum)þegar hann hitti hann í byrjun þáttarins?
(smá breyting á þessari spurningu þar sem hún er að vefjast fyrir fólki, breytinging er innan sviga)
7.Í hvernig bíl fóru þau í jarðarförina?
Verðlaunin eru ekki af verri endanum, áritað eintak af öllum 4 piparsveinahornunum.
Afar verðmætt þar sem Piparsveinninn geðþekki skrifar víst ekki fleiri slík. Merkilegur karakter sem eitt sinn vann veðmál við Maju eingöngu með því að vera til. Eftir á að hyggja er mögulegt að það hafi ekki verið hræðsla við piparsveininn sem varð þess valdandi að veðmálið var gefið heldur hafi aldrei staðið til að vinna, hmmmm var þetta trix sem ég fattaði ekki?
Aukaverðlaun verða tilkynnt síðar en verða ekki mikið síðri en aðalverðlaunin
Bloggar | 1.11.2007 | 22:01 (breytt kl. 23:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |