Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Skoða Eyjuna svona 60 sinnum á dag, svona letingjafjölmiðill, þ.e. þeir safna fréttum saman fyrir mann. Kannski væri nær að tala um tímasparnað en leti, whatever.. góður vefur allavega.
Ég var hundfúll útí Egil Helgason ekki alls fyrir löngu þegar hann klúðraði viðtali við Jón Ásgeir hressilega. Egill hefur hins vegar verið til fyrirmyndar undanfarið, góður penni og þátturinn góður.
Það er líklega nóg af fólki að tjá sig um kreppuna en best að ég geri það líka.
-sérkennilegt að Geir neiti að skipta um Seðlabankastjórn, þó ekki væri nema til að skapa sér vinnufrið fyrir þau verkefni sem hann þarf að vinna. Það má vel vera að Davíð sé frábær Seðlabankastjóri, þó ég reyndar efist um það. Hann nýtur ekki trausts og Geir hefur miklu betra við tímann að gera en að svara oft á dag sömu spurningunum um Davíð vin sinn.
-Jóhanna finnst manni koma best út af ráðherrunum, ég hef það í það minnsta trú á því að hún vinni af heilindum og krafti. Hrifinn af hugmyndinni hennar um að leyfa fólki að leysa út séreignasparnað. Það er töluvert gæfulegra fyrir fólk að geta notað þá peninga til að greiða niður yfirdrætti, kortaskuldir eða lán sem bera miklu hærri vexti en fólk fær á sparnaðinn. Reyndar merkilegt að sjá þennan Ingólf frá spara.is setja sig upp á móti því, hann talar mikið fyrir því að greiða niður skuldir en þetta vildi hann ekki. Sennilega hefur hann áhyggjur af því að eitthvað fari í neyslu í stað þess að borga niður skuldir. Það má vel vera en ég held að við verðum að treysta því að fólk átti sig á ástandinu.
- Veit ekki hvað VG voru að spá að bera fram þessa vantrauststillögu og hvað þá Steingrímur að berja/pikka/banka í Geir. Það hjálpar ekkert að kjósa núna, hefði verið nær að gera þetta í febrúar eða mars og pressa þannig á kosningar í vor. Það þarf augljóslega að kjósa en ekki tímabært fyrr en búið er að slökkva bálið.
- Reyndar þarf að kjósa strax ef Ingibjörg og Geir ætla að halda áfram þessu moði sínu, þ.e. láta allt sama fólkið stjórna bönkunum á meðan þeir eru að rísa á fætur aftur. Innan bankanna var greinilega töluverð einkavinavæðing og afar vafasamt að láta sama fólkið vera þarna áfram í stjórnendastöðum. Ef Geir/Ingibjörg hins vegar skipta um í Seðlabankanum og FME ásamt því að skipta út viðskipta- og fjármálaráðherrunum þá fá þau í það minnsta vinnufrið. Það eru miklu mikilvægari verkefni framundan en svo að það skipti máli hvort einhver Egó verði særð.
-Eðlilega þarf að skipta út gjaldmiðlinum, hann er algjört sprell, mér er eiginlega slétt sama hvor tþeir festi hann við annan gjaldmiðil eða skipti einhliða út strax, þarf allavega að gerast mjög fljótlega.
-Það er hellingur af góðu fólki utan bankanna sem getur tekið að sér að stjórna þeim. Innan bankanna er síðan fullt af góðu fólki sem er tilbúið að vinna að því að byggja þá aftur upp.
-Ef sjávarútvegurinn skuldar 500 milljarða eins og einhvers staðar kom fram þá er lítið mál að taka kvóta aftur til ríkisins fyrir þennan pening og leigja síðan kvótann út aftur. Mér er sama hvað Siggi Kári vinur minn segir um þjóðareign, ríkið getur víst átt eitthvað , kölluð það bara Leigufisk ohf og þá ætti það að vera klárt.
-Það væri fínt að vita hvað stjórnin ætlar að gera, þó ekki væri nema óljóst plan um hvað gera á vegna fasteignaeigenda. Bjarni Ben saðgi í viðtali fyrir stuttu að 18% húsnæðislána væru í erlendri mynt, það eru þá svona 20.000 heimili sem eru gjaldþrota fyrir utan allan bílaflotann sem er að ég held að mestu leyti með erlend lán.
Kjartan vinur minn sagði einu sinni að hann læsi gjarnan bloggið mitt og ekki síst af því að ég væri lítið að kommenta um pólitík eða annað sem allir aðrir blogga um, vona að hann gefi því séns þó ég hafi laumað inn einni færslu hérna um þetta. Hef einhvern veginn ekki verið í skapi til að skrifa leikjadagbækur þetta haustið. Ætla meira að segja að sleppa Liverleiknum á eftir til að fara í Ikea, þið lofið að segja engum, það færi alveg með reppið
Stjórnmál og samfélag | 26.11.2008 | 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
skondið
Stjórnmál og samfélag | 20.11.2008 | 23:56 (breytt kl. 23:57) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flutningabifreið föst undir Stekkjabakkabrú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 15.4.2008 | 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þrátt fyrir að ég geri ekki ráð fyrir því að hægt sé að semja við 25 íþróttafélög á einum degi þá er þetta afar sérstök dagsetning í ljósi nýs meirihluta á morgun.
Minnti mig á að það eru annars ekki nema 4 og hálft ár eftir af bændasamningunum sem Framsókn gerði korteri fyrir síðustu kosningar, ekki að þá hafi grunað að þeir yrðu ekki í stjórn næstu fjögur ár eða neitt svoleiðis.
Samningar gerðir við 25 íþróttafélög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.1.2008 | 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
og uppáhalds fagið mitt var trúarbagðafræði, var að lesa yfir gömul verkefni þar og fann þetta, sem ég skrifaði einhvern tímann vorið 2004. Man reyndar ekki alveg hvort þetta voru fyrstu drög og þar af leiðandi hversu mikið þarna kemur beint frá öðrum en þá so be it. Fór nefnilega aðeins að pæla í trúarbrögðum útaf skólanum og reyndar líka útfrá hörmungunum í Pakistan, here goes:
Trú endurspeglar allt það sem fólk trúir á. Ekki er aðeins um að ræða það sem við í daglegu tali teljum trúarbrögð, t.d. kristni, islam o.s.frv. Átrúnaður hefur verið til staðar frá tímum fornmanna þegar þeir treystu á hina ýmsu vætti. Átrúnaður getur einnig leynst innan þeirra stjórnmálahugmynda sem hafa það að markmiði að eyða trúarbrögðum. Stjórnmálastefnan sem slík, og hugmyndafræði hennar verður þá trúin, sbr. kommúnismi og nasismi. Átrúnaður tekur hins vegar breytingum með tíð og tíma. Kristni nútímans er ólík kristni frumkirkjunnar rétt eins og búddismi er ólíkur eftir því hvort hann er stundaður á Sri Lanka eða í Tíbet. Menn og þær aðstæður sem þeir fást við í sínu daglega lífi hafa áhrif á trúarbrögðin og þau breytast í samræmi við væntingar á hverju svæði á hverju tíma. Þar gildir einu hvort breytan er landsvæði eða tími.
Því er gjarnan haldið fram að trúarbrögðin séu leiðarvísir mannsins. Markmið þeirra er að kanna djúp mannshugans og leita uppi kjarna tilverunnar. Trú hvers samfélags er því sú leið sem það hefur valið til að ná fram þeim lífsgæðum sem álitin eru æskileg viðkomandi samfélagi. Þar sem trú er svo samofin samfélögum er ljóst að ekki er hægt að skoða sögu án tengingar við trúarbrögð, söguskoðun er því alltaf skoðun trúarbragða hvort sem fólk gerir sér grein fyrir því eður ei. Við skoðun trúarbragða er ekki aðeins verið að skoða hugmyndafræðilegan bakgrunn þeirra heldur einnig hvaða áhrif þau hafa á samfélög og félagslega uppbyggingu þeirra. Trúleysi er átrúnaður í sjálfu sér þar sem afneitun á guðlegum leiðtogum er sú lífskoðun sem viðkomandi hefur tamið sér og verður því að teljast lífskoðun þess aðila.
Hvað er átrúnaður. Trúarbrögð eða átrúnaður er atferli sem byggir hugmyndum manna um hinstu rök tilverunnar þessi skilgreining er gjarnan notuð þó lengra mál þurfi til að skilgreina átrúnað ítarlega.
Lengi hefur verið tilhneiging hverrar trúar að álíta að þeirra trú sé æðri öðrum, það liggur svo sem í hlutarins eðli þar sem að með því að viðurkenna að önnur trú sé æðri þinni ertu jafnframt að hafna eigin trú og álykta að eðlilegt sé fyrir þig að skipta um trú. Nýlendustefna Evrópuþjóða kemur meðal annars af þessum grunni, kristni evrópu var æðri frumstæðari trúarbrögðum og því rétt að fá þær þjóðir til að skipta um trú. Í þessu liggur hins vegar vandi sem er jafn gamall manninum, tilraunir til að fá einhvern til að afneita sínum trúarbrögðum hefur leitt til deilna og átaka frá öfrófi alda og nægir þar að nefna að gyðingar sem lentu í ofsóknum nasista létu frekar lífið en að afneita sínum guði.
Karl Marx hélt því fram að guð væri ekki til og heimurinn stjórnaðist af óbreytanlegum náttúrulögmálum og kommunísminn boðaði því í raun trú á kenningar Marx og urðu þannig trúarbrögð í eðli sínu.
Menn hafa gjarnan velt því fyrir sér hvers vegna menn trúa alls staðar á eitthvað, eflaust er þar um að ræða þörf fyrir leiðarvísi, skýringar á því hvers vegna við eigum að gera eitthvað og hvaða tilgangi það þjónar. Stjónvöld og átrúnaður hafa yfirleitt átt í deilum þar sem völd yfirvalda eru í eðli sínu takmörkuð ef þau koma ekki frá átrúnaðinum.
Á hvað ætli Íslendingar trúi í dag?
Stjórnmál og samfélag | 19.10.2007 | 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
er þetta eitt af vandamálum velmegunarinnar. Launakjör kennara eru ekki samkeppnishæf við einkageirann. Kennarar hafa farið í aðgerðir til að bæta kjör sín en þær hafa ekki skilað nægilega miklu. Kennaramenntað fólk er eftirsótt í aðrar stöður og því miður viljum við ekki greiða þeim betri laun, það sést á því að fulltrúar þjóðarinnar velja þessi kjör handa þeim og kjósendur ákveða að þessi kjör séu ásættanleg.
Vandamálið er vissulega einnig tengt því að ríkið valdi "réttan" tíma til að færa grunnskólana yfir til sveitafélaganna á sínum tíma. Það er hins vegar ekki hægt að kenna ríkinu eingöngu um þetta, fulltrúar þeirra flokka sem stjórnað hafa á Alþingi hafa einnig stjórnað sveitafélögum á þessum tíma og staðan er ennþá þessi. Verst er þó að að ástandið á bara eftir að versna ef launakjörin eru ekki bætt til muna. Ástæðan fyrir því að kennara fara í önnur störf er almennt ekki að þeim finnist starfið í eðli sínu ekki eftirsóknarvert, umbun er hins vegar ekki í samræmi við vinnuálag og ábyrgð og á meðan svo er breytist þetta varla til betri vegar.
Þetta er leiðindastaða því kennarar vinna afar gott starf og leggja sig fram við að vera skapandi, ábyrgir og áreiðanlegir. Skólastarfið er víðast hvar afskaplega gott og framsækið en við viljum engu að síður ekki gera meira í launamálum þeirra. Ef við raunverulega vildum hærri laun fyrir kennarar þá myndum við krefjast þess af stjórnmálamönnum, sem fara með fjárveitingavaldið í umboði okkar, að þeir gerðu starfið eftirsóknarvert. Sýnist rökrétt stefna vera einkaskólar, þar sem þeir sem eiga nægilegt fjármagn, greiða fyrir eins góða kennara og þeir vilja. Leiðinleg leið en því miður held ég að þetta sé sú leið sem við höfum valið okkur.
Skólastjórar segja ekki lengur hægt að halda úti lögboðinni kennslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 19.10.2007 | 19:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Endilega fleiri MR-inga til að stjórna borginni. Getum við ekki fengið Magnús Geir til að stýra menninga- og listasviði? Fáum Árna Gaut heim frá Noregi til að stjórna ÍTR. Hvað fleira gerir borgin annars? Jú, það hlýtur að vera einhver sem ég man ekki eftir sem getur orðið gatnamálastjóri eða er það annars ekki pólitískt, hmm. Allavega má Dagur helst ekki komast í að skipuleggja mikið fleiri Hringbrautarævintýri.
Það hlýtur síðan að vera einhver í þessum flokkum úr Versló sem getur tekið að sér ritarastörf fyrir þessa heiðursmenn.
Nýr aðstoðarmaður borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.10.2007 | 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
verð ég að segja. Hvernig getur stjórnarsamstarf verið rofið af aðilanum sem vill stunda spákaupmennsku með hlutabréf? Ég er reyndar enginn hlutabréfasérfræðingur en ég er nokkuð viss um að ekkert fyrirtæki getur, með nokkurri vissu, lofað margföldun á verðmæti hlutabréfa á stuttum tíma. Sérkennilegt mál í alla staði. Reyndar skil ég ekki alveg hvers vegna opinberir aðilar eru a standa í þessu.
Ég hef heldur ekki hugmynd um það heldur hvað þetta fyrirtæki ætlar að gera, ég veit að þeir eiga slatta í Hitaveitu Suðurnesja en get ekki séð að verðmæti hennar margfaldist á næstu árum. Bjarni Ármannsson er vissulega bright gaukur og þetta fyrirtæki á örugglega eftir að verða alveg ágætt en ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna borgin á að fjárfesta í einhverju sem fyrir mér hljómar eins og langtímafjárfesting í alþjóðlega orkugeiranum.
Reyndar eru ábendingar vel þegnar í þessu máli sem og öðrum. Ef einhver þeirra sjö nei, fyrirgefðu Hafdís, ég meinti átta sem lesa bloggið mitt getur útskýrt fyrir hvað það er sem þetta kompaní ætlar að gera og þá sér í lagi hvað þeir ætla að gera sem margfaldar verðmætið á stuttum tíma þá vinsamlegast skiljið eftir komment með þessum afar mikilvægu upplýsingum.
Mér þætti t.d. gaman að vita hvað Ella Þóra, vinkona mín, hefur um þetta að segja
Sviptingar í borgarstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 11.10.2007 | 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fyrrum ritstjórar DV dæmdir til að greiða miskabætur og sekt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 4.10.2007 | 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Við gætum alveg eins verið í gíslingu því að þegar við erum að fara út á flugvöll endar Reykjanesbrautin í bílskúr í Hafnarfirði."
, þetta er svo satt hjá honum
Erum í gíslingu Garðbæinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 4.10.2007 | 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |