Færsluflokkur: Tónlist

Rise and shine, eða svoleiðis

Klukkan sjö og ég var að vakna, vann til rúmlega 2 en fór þá heim í smá nap, afar þægilegt. er nú að horfa á Ellý Ármanns segja frá dagskrá kvöldsins, er búinn að gleyma því jafn óðum. Held að þetta hafi verið passlega langur nap, svona 4 tímar, kemur í ljós á eftir. Ég held að menningarnótt sé næstu helgi, ég er ekkert spenntur yfir risatónleikum rásar2 og Landsbankans, sennilega aldurinn. Hlakka hins vegar til miðvikudags, ætla þá að vinna aðeins fram yfir hádegi en ná þá í minime og fara í Jórsali til að horfa á fótbolta, Liver í undankeppni meistaradeildarinnar 14.30, Arsenal eftir það og síðan Chelski í deildinni. Ekki leiðinlegt að boltinn sé byrjaður aftur.

Styttist annars í skólann, ég er farinn að hlakka til, tveir kúrsar núna og svo tveir eftir áramót. Eftir það ferð til Afríku til að rannsaka fullorðinsfræðslu. Er að spá í að setja öll verkefni vetrarins hérna inn, sennilega bara Fjóla sem hefur einhvern áhuga á þeim en hún verður líklega búin að fá að lesa þau öll yfir hvort eð er áður en ég skila þeim, gott að eiga góða að Smile

Stendur á msn-inu hennar Maju að hún sé í Reykjavík City, hef ekki séð hana samt, merkilegt

Kveð ykkur með Alanis Morissette, af einni af uppáhaldsplötunum mínum, Jagged Little Pill. Hún er skemmtilega lítið pirruð í þessu lagi.


ipodinn

þessi þrjú lög með Evanescence eru í ipodinum mínum - ekki alslæm


(Kóða)sumarið búið

Mér hefur yfirleitt þótt verslunarmannhelgin vera endirinn á sumrinu, daginn er tekið að stytta og samfélagið fer að fara í gang eftir sumarfrí. Vissulega stundum ágætis vetur en engu að síður er haustið handan við hornið. Það er reyndar ekki alslæmt enda sumarið stundum dáldið furðulegur tími á Íslandi, það má varla sjást sól þá er hálf þjóðin komin í bæinn á stuttbuxur að fá sér ís.

Þetta sumar hefur verið frekar rólegt hjá mér. Ekki mikið um ferðalög og ég hef eytt nokkrum tíma með kóðanum. Hefur satt að segja verið alveg ágætt og umfram allt athyglisvert. Kóðinn er ekki alveg eins og fólk er flest, hefur skemmtilega sýn á lífið og það er alltaf gaman að kynnast slíku. Nú er verslunarmannahelgina hins vegar liðin og veturinn og hversdagsleikinn framundan. Lífið fer aftur í hefðbundið horf og kóðasamskiptum lokið.

Er með fimm bækur á borðinu sem ég kem til með að lesa í vetur, reyndar búinn að lesa þrjár þeirra að hluta en hlakka til að klára þær og lesa þessar tvær

history of development

Þessi er eftir Gilbert Rist of fjallar um sögu þróunarsamvinnu

 

 

 

 

 

 

finn tarp

 

Bók eftir Finn Tarp sem fjallar um svipað efni

 

 

 

 

 

Tek tvo kúrsa í haust og tvo næsta vor. Eftir það er það rannsókn á fullorðinsfræðslu á vegum íslenskra stjórnvalda í Afríku. Skemmtilegt stöff sem ég hlakka til að takast á við. Á eflaust eftir að leita slatta til Fjólu, hún er klók stelpa(reyndar að verða dáldið gömul) og afbragðs yfirlesari.

Ætli ég reyni ekki að setja verkefni vetrarins hérna inn, ekki það að þau verði skemmtileg en kannski einhver hafi áhuga á að lesa. Er annars mættur í vinnuna þannig að ég hætti í bili og fer að tala við fólk sem situr í umferðarteppu á leiðinni til borgarinnar. Í tilefni þess set ég inn 2 lög með Ugly Kid Joe sem við Sindri vorum með á ferðaspólunni og hlustuðum u.þ.b óteljandi sinnum á sumarið ´93

Cats in the cradle

Everything about you


Josh Groban

ég frétti fyrst af honum í Ally McBeal þætti


Lamontagne og Rice

Strongbow var að benda mér á þetta. Hef aldrei heyrt um þennan Ray áður en hann er góður


Losing a friend

Ég hlusta á þetta lag oft á dag

Getið náð í það hér Wink


mbl.is Emilía hættir í Nylon
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þessi fyrirsögn í lagi?

eða eru sumarfrí hjá Mogganum?
mbl.is Nýjustu plötu Prince dreift ókeypis á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gömul helgi

Fór í jarðarför í gær hjá afa, rúmlega 300 manns sem mættu, hann átti ekki í vandræðum með að kynnast fólki kallinn. Fór síðan í matarboð um kvöldið heima hjá frænda mínum. Bróðurpartur ættarinnar var á svæðinu, sjaldan sem það gerist þannig að þetta var skemmtilegt kvöld. Vann nú lítið í dag, svaraði reyndar slatta af pósti og einhverjum símtölum en viðvera í skútuvogi var heldur lítil.

Á leið á æfingu með son minn sem rétt áðan tilkynnti það yfir hópinn að hann væri heitur í fótboltanum. Hann skortir ekki sjálfstraust frekar en pabbann. Fer í 10 ára brúðkaupsafmæli hjá Pétri Hafliða og Unni Önnu á morgun, verður án efa skemmtilegt. Reyndar ellimerki að vera vinur fólks sem er búið að vera gift í 10 ár, já og þau eru bæði yngri en ég, já og ég hef ekki verið í 10 ára sambandi, já reyndar varla 10 mánaða en það er önnur saga. En klukkuna vantar eina mínútu í næstu mínútu og hér er næsta lag

Helena Christiansen er rugl flott


Justin Newman

Þetta er félagi minn sem hefur verið slatta að spila á Íslandi. Fékk plötuna hans þegar hann var hérna síðast. Nokkur af lögunum á henni eru hérna. Hann spilar yfirleitt slatta af Damein Rice lögum þegar hann er hérna og tekur þau sennilega betur en Rice. Hann ætlaði að koma aftur síðasta vor en eitthvað klikkaði, það verður gaman að hlusta á kallinn þegar hann mætir.

Ég mun að sjálfsögðu tilkynna þeim 7 sem lesa síðuna mína reglulega þegar hann heldur tónleika


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband