Gömul helgi

Fór í jarðarför í gær hjá afa, rúmlega 300 manns sem mættu, hann átti ekki í vandræðum með að kynnast fólki kallinn. Fór síðan í matarboð um kvöldið heima hjá frænda mínum. Bróðurpartur ættarinnar var á svæðinu, sjaldan sem það gerist þannig að þetta var skemmtilegt kvöld. Vann nú lítið í dag, svaraði reyndar slatta af pósti og einhverjum símtölum en viðvera í skútuvogi var heldur lítil.

Á leið á æfingu með son minn sem rétt áðan tilkynnti það yfir hópinn að hann væri heitur í fótboltanum. Hann skortir ekki sjálfstraust frekar en pabbann. Fer í 10 ára brúðkaupsafmæli hjá Pétri Hafliða og Unni Önnu á morgun, verður án efa skemmtilegt. Reyndar ellimerki að vera vinur fólks sem er búið að vera gift í 10 ár, já og þau eru bæði yngri en ég, já og ég hef ekki verið í 10 ára sambandi, já reyndar varla 10 mánaða en það er önnur saga. En klukkuna vantar eina mínútu í næstu mínútu og hér er næsta lag

Helena Christiansen er rugl flott


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband