Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Garðar Þormar

Eins og sennilega margir þá ólst ég að hluta til upp hjá ömmu og afa. Þau bjuggu á Háaleitisbraut, stutt í Framheimilið þar sem ég var ósjaldan á sumrin. Afi vann hjá Landsvirkjun og kom heim aðra hvora helgi, ég reyndi að að vera sem oftast hjá þeim þá helgi. Afi kenndi mér að tefla og spila. Hellingur af helgum þar sem að við spiluðum eða tefldum, að mér fannst, alla helgina. Reyndar þó ekki fyrr en við vorum búnir að fara í bíltúr á laugardagsmorgninum, oftast þá með viðkomu á umferðarmiðstöðinni þar sem að hann ræddi við menn um allt og ekkert.

Afi keyrði rútu lengi og ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt sögur af því hversu langan tíma það tók að keyra norður á veturna í gamla daga. Reyndar er ég nokkuð viss um að þegar ég var ca. 10 ára þá hafði það tekið um 15 tíma en einhverra hluta vegna lengdist tíminn smám saman og þegar ég var tuttugu og eitthvað þá heyrði ég sömu sögur en tíminn var þá kominn yfir sólarhring. Afi sagði nefnilega sögur og hliðarsögur af þeim. Án nokkurs vafa er þaðan kominn hinn einstaki hæfileiki minn að segja fólki sögur sem enda á einhverju allt öðru efni en þær byrjuðu. Ég byrja sem sagt á sögu sem á að vera tiltölulega stutt en fæ einhverja hugmynd um einhverja hluta sögunnar sem ég þarf þá að útskýra, að mér finnst. Eftir að þetta hefur gerst nokkrum sinnum þá er ég löngu búinn að gleyma um hvað upphaflega sagan var.

Ég hef ekki tölu á þeim prestsonum úr einhverjum sveitum sem eru skyldir sýslumannsfrændum sem unnu með afa eða hann hafði hitt. Hann hafði merkilegt lag á því að segja manni sögur. Ég veit satt að segja ekki hvort þessar sögur voru alltaf skemmtilegar en þær voru eftirminnilegar og klárlega líflegar.

Ég get hins vegar sagt að við vorum alltaf félagar, við höfðum alltaf eitthvað að tala um og það var gaman að hitta hann.

Hann var búinn að vera veikur í nokkur ár og ekki alveg alltaf með fulle fem en það var stutt í góða skapið. Hann var húmoristi og góður kall. Hann dó í dag og ég á eftir að sakna hans.

Bless afi

Malcolm in the middle?

Dewey?MiniMe eða Dewey?

Sonur minn er Valsari

Veit ekki hversu mikið ég hefði hlegið fyrir 10 árum ef einhver hefði sagt mér þetta en það er staðreynd. Aron Freyr er sem sagt knattspyrnumaður með meiru í Val. Hann heldur líka með Chelsea, Barca og Milan. Að eigin sögn er hann fótboltastjarna og betri í fótbolta en ég, reyndar er ég víst ennþá betri að halda á lofti.

Sniðug mynd en hvernig þeir(fotbolti.net) náðu mynd úr leik þar sem einungis voru tveir guttar í kringum boltann veit ég ekki

Hvernig fótbolti.net fór að því að ná mynd úr leik þar sem bara tveir voru í kringum boltann veit ég ekki.

 

 

 

 

 

Einbeittur

Einbeittur að gera trix

 

 

 

 

 

Þakkir til fótbolta.net fyrir þessar skemmtilegu myndir


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband