Færsluflokkur: Fleyg orð
í kjölfar umræðu dagins
Reyna að botna, bragur hljómar
blikið í augum eftir hikið.
Brátt nýr kylfuberi ómar,
brosi mikið fyrir vikið.
Fleyg orð | 8.6.2008 | 00:03 (breytt kl. 00:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ég skrifaði færsluna hér á undan gerðist ég heldur sjálfhverfur og endaði með þetta,
150
Ég tala um margt og ég töluvert segi
ég tímanum stel og svo vona að ég megi.
Á mínum vegi á mögnuðum degi,
svo margt ég teygi og jafnvel beygi.
Fleyg orð | 31.5.2008 | 23:44 (breytt 1.6.2008 kl. 15:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hef verið að velta því fyrir mér hvernig ég á að lýsa ferðinni norður og suður. Var að punkta hjá mér það sem flaug í gegnum hugann á leiðinni norður og það var einhvern veginn svona
Leiðin
Á langri leið á hrjóstrugu landi
á sólríkum degi á skrykkjóttum sandi.
Við þokuðumst nokkuð því Boratinn þandi,
við brátt hittum fólkið er tengjumst blóðbandi
Hugurinn reikaði heilmikið þó,
hress ekki í bragði því frændi minn dó.
Doði og nokkur deyfð en samt ró
dauðinn hann nýverið góðan mann hjó
Fleyg orð | 31.5.2008 | 23:15 (breytt 1.6.2008 kl. 15:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stofnun sem vinnur að krabbameinsrannsóknum, fyrir þá sem hafa áhuga er rétt að benda á www.jimmyv.org
Mögnuð ræða
Hlæja, hugsa og gráta á hverjum degi, njóta lífsins!
Fleyg orð | 20.4.2008 | 21:20 (breytt kl. 21:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
úr góðri bók og góðri mynd
"Shoot all the bluejays you want, if you can hit´em, but remember it´s a sin to kill a mockingbird"
Atticus Finch
Fleyg orð | 5.4.2008 | 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"A man is basically as faithful as his options"
Hér er meira með þessum ágæta manni
Fleyg orð | 30.3.2008 | 14:15 (breytt kl. 14:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er kennt í flestum skólum USA
To An Athlete Dying Young |
|
THE time you won your town the race | |
We chaired you through the market-place; | |
Man and boy stood cheering by, | |
And home we brought you shoulder-high. | |
| |
To-day, the road all runners come, | |
Shoulder-high we bring you home, | |
And set you at your threshold down, | |
Townsman of a stiller town. | |
| |
Smart lad, to slip betimes away | |
From fields where glory does not stay, | |
And early though the laurel grows | |
It withers quicker than the rose. | |
| |
Eyes the shady night has shut | |
Cannot see the record cut, | |
And silence sounds no worse than cheers | |
After earth has stopped the ears: | |
| |
Now you will not swell the rout | |
Of lads that wore their honours out, | |
Runners whom renown outran | |
And the name died before the man. | |
| |
So set, before its echoes fade, | |
The fleet foot on the sill of shade, | |
And hold to the low lintel up | |
The still-defended challenge-cup. | |
| |
And round that early-laurelled head | |
Will flock to gaze the strengthless dead, | |
And find unwithered on its curls | |
The garland briefer than a girl's. |
Fleyg orð | 13.3.2008 | 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kjartan vinur minn er með lið á blogginu sínu sem heitir vængjuð orð, ég er ekki jafn vængjaður og hann þannig að við skulum kalla mitt fleyg orð.
Það er svona gismo á facebook sem heitir famous quotes, sá þetta þar.
"Við sjáum ekki hlutina eins og þeir eru, við sjáum hlutina eins og við erum" Anais Nin
meikar sens
Fleyg orð | 29.2.2008 | 14:49 (breytt kl. 15:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hinn stórskemmtilegi þáttur Klovn er eftir tæpan klukkutíma. Litli maðurinn er sofnaður enda var hann þreyttur áðan þegar við vorum að borða. Hann var kominn í rúmið um hálf átta og dormaði þar í rúman hálftíma áður en hann sofnaði. Rúmið mitt er í norðvesturálmunni en sjónvarpstóllinn minn í vesturálmu þannig að ég sé hann vel héðan.
Var að dunda mér við að leita að bókum handa okkur áðan en endaði á því að finna ekkert sérstakt til að lesa. Aron Freyr var hvort eð er það syfjaður að það skipti ekki öllu. Ég fann hins vegar NEMA ljóð og sögur 2003.
Þetta er sem sagt bók sem Þórður Helgason, kennari í KHÍ, tekur saman á hverju vori eftir kúrs sem heitir Bragur, listin að yrkja. Ég hef ekki skoðað þessa bók í svona 2-3 ár en gaman að fletta í gegnum hana aftur. Ég átti tvö ljóð í henni, annað ferskeytt en hitt sonnetta. Sonnettan er eitthvað sem ég hafði ætlað að spreyta mig á frá því að ég var í Menntaskólanum.
Ein þessara átta sem lesa bloggið mitt, Hafdís föðursystir mín, er merkileg kona fyrir margar sakir og ekki síst fyrir að skrifa sonnettu sem útskriftargjöf til mín eftir Menntaskólann. Ég fór sem sagt fram á það við hana og fékk sonnettu í útskriftargjöf. Sú er reyndar innrömmuð heima hjá mömmu og pabba en ég set hana hér inn við fyrsta tækifæri.
Ætla hins vegar að setja inn þessi tvö ljóð sem ég samdi snemma árs 2003. Til skýringar má kannski nefna að ég vann þá kvöld- og næturvaktir í Vodafone samhliða því að vera í Kennó og Aron Freyr bjó ennþá á Sauðárkróki.
ARON FREYR
Maður næstum mánuð bíður,
mættum gjarnan oftar sjást.
Vinur, þar til vetur líður,
verð að þér úr fjarska að dást.
SJÁLFSVORKUNN
Sá tími dags er draugar eru á ferli
mig dreymir um að losna brátt úr síma
ég finna þarf mér fljótt nú góðan tíma
og forðast það að dvelja í dagsins erli.
Ég kannski ætti að koma mér að verki,
mér kaffið hugsanlega til þess dugar
er dáldið satt að segja annars hugar
er sennilega bara þreytumerki.
Er varla hollt að sofa svona lítið
ég sjálfsagt ætti að vinna aðeins minna
en afborgunum ætlar seint að linna
og oftast ég því sofna í morgunbýtið.
Nú þarna úti þykknar næturhúmið
og því ég ætla að koma mér í rúmið
Fleyg orð | 8.11.2007 | 20:57 (breytt 25.4.2008 kl. 08:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |