Færsluflokkur: Íþróttir
Minime er að fara í mót á sunnudag, mæting kl 7.35 í Njarðvík.
Það er býsna snemmt
Íþróttir | 15.1.2010 | 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
best að óska Óla til hamingju með dolluna eitt árið enn.
Veit ekki ennþá af hverju Arshavin var ekki keyptur til Liver.
Allavega þá er þetta búið í bili, skemmtilegur leikur í kvöld en morkinn eftir allt saman eftir úrslitin.
Benítez: United með undirtökin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 22.4.2009 | 01:06 (breytt kl. 08:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
er byrjað. Eða svona golfvorið. Eða svona það er alveg að verða komið.
Fékk tvær nýjar kylfur í gær. Fimm tré frá big bertha og 20°blending big bertha líka. Vantar nú bara pútter þá er þetta klárt.
Stefnan er sett á undir 15 í forgjöf, eftir endurskoðun vetrarins er ég víst með 20,6.
Aðal málið er þó líklega að ég ætla að reyna að spila alla golfvelli landsins næsta sumar, allavega þá sem er forgjafarskráðir. Telst til að þeir séu rúmlega 60.
Hef ekki alveg myndað mér skoðun á því hvenær ég fer í lengri feðrirnar útá land, ef einhver hefur áhuga á ferð vestur, norður eða austur er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að láta mig vita, ég er opinn fyrir flestum tímasetningum.
Er á N55 að horfa á tv, eldaði áðan ef elda skyldi kalla, líklega nær að kalla það hita upp matinn. Það var sem sagt pyttipanna og paprika úr frystinum. Stones borðaði allavega að mestu þegjandi og hljóðalaust. Fer á K20 eftir ca. mánuð. Það verður ágætt að fara úr 101 en líklega skondið fyrir úlfinn að fara þessar 300 tröppur nokkrum sinnum á dag.
Anywho... ef einhver hefur áhuga á golfferð í sumar vestur, austur eða norður þá vinsamlegast láta mig vita.
Íþróttir | 16.3.2009 | 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
búið. Endaði með 21.1 í forgjöf eftir að hafa byrjað með 36. Það er svona þokkalegasti árangur en ég ætlaði að reyna ða komast í 20.
Ég skráði alla hringi sumarsins sem hægt var að skrá, endaði með 47 hringi, meðal punktafjöldi var 32.23 sem þýðir að ég lækka væntanlega eitthvað aðeins þegar forgjöfin er endurskoðuð í vor. Er í 1523 sæti í forgjafarröð klúbbsins.
6 fuglar, sá fyrsti á níundu í Grafarholti. 85 pör og 201 skolli. Stefnan þá eðlilega sett á örn á næsta ári, það verður líklega að gerast með holu í höggi eða á 7 eða 11 á Korpu, 4 eða 12 í Grafarholti.
Ætla annars að reyna að komast í annan flokk á næsta ári, það er dáldið langt í það, mörkin liggja í 14.5 í forgjöf, líklega best að reyna þá að æfa eitthvað í vetur :)
Skemmtilegasti og líklega furðulegasti hringurinn var líklega síðasta daginn á meistaramótinu, 94 högg(af rauðum). Fór fimm fyrstu á einum yfir og síðustu fjórar á einum yfir, tvo yfir á þær 9 en einhvern veginn 21 yfir á þessar níu í miðjunni.
Er allavega kominn með nýjar Callaway Big Bertha kylfur, járn og driver. Get þá ekki vælt mikið yfir kylfunum lengur. Næsti hringur líklega ekki fyrr en einhvers staðar úti í vor, vonandi í lok mars eða byrjun apríl.
Íþróttir | 30.9.2008 | 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Korter í leik, var í Tiger leiknum en ákvað að það væri í lagi að gera hlé vegna landsleiks.
18.17 Liðið er Kjartan, Grétar Rafn, Kristján, Hemmi, Bjarni Ólafur, Stefán, Aron, Eiður, Birkir, Emil og Heiðar. Þetta er naglalið, fínt til að berja aðeins á Skotum.
18.19 Skotar hafa gengið reglulega um Laugaveginn í dag, skemmtilegar týpur. Kristján Guðmundsson og Valtýr Björn að lýsa, Kristján er ekki í miklu uppáhaldi hjá mér, Valtýr er það hins vegar.
18.20 Ég var ánægður með Noregsleikinn, hlakka til þessa leiks, hef góða tilfinningu fyrir honum
18.21 Kristján var að segja okkur að Skotar hafi unnið alla leki á móti Íslandi. Óli Jó leggur upp með sömu taktík og á móti Noregi, það er ekki svo vitlaust, Íslendingarnir voru góðir þar lengst af.
18.23 Ánægður með að vera með Eið á miðjunni, fínt að hafa vel spilandi mann þar, reyndar má Stefán eiga það að hann er alltaf að skána með boltann
18.24 Er með kókdós, það er happa
18.25 Snorri Sturluson að lýsa, heyrist Tóti vera með honum, sjáum það betur á eftir. Védís Hervör er að syngja þjóðsönginn okkar og já ég stend á meðan ég skrifa þetta
18.26 ok, ég sit
18.26 Védís er að syngja þjóðsöng Skota, það heyrist ekki í henni fyrir 2000 Skotum á vellinum, skemmtilegar týpur Skotar og myndarlegt fólk
18.28 ok, ekki fríðir kannski en skemmtilegir
18.29 Veit ekki alveg hverjir þessir Skotar eru, Fletcher og McFadden reyndar
18.30 koma svo
18.31 Skotar byrja með boltann, það er happa fyrir okkur
18.32 Versti dómari Belgíu að dæma, það er spes, það væri dáldið eins og að Ólafur Ragnarsson væri að dæma leiki erlendis
18.32 Skotar með auka en einhver okkar manna skallaði frá, crap það var einhver að meiða sig
18.33 þetta var í lagi, Aron fékk aðeins á smettið en er í lagi. Emil að reyna að sóla, það er hans styrkur, fengum innkast sem var tekið langt, Hemmi fékk skotfæri uppúr því en blokkað
18.34 Ánægður með að vera með Hemma og Krissa sem hafsenta, þeir eru naglar. Við vorum að fá horn
18.35 Stefán tók hornið og við fengum næstum færi
18.37 Kjartan með boltann, lítur vel úr kallinn
18.38 Völlurinn er blautur, reyndar nokkrir Skotar líka
18.38 Við pressum við þeirra boga, það er fínt, þá verða háu sendingarnar þeirra lengri, dómarinn er í svakalegar rauðri peysu.
18.39 Auki sem skotar fengu en við skölluðum frá, þeir fengu svo horn sem ekkert varð úr. Emil er sóknarmaður, fínt að hafa nokkra svoleiðis
18.40 Gott spil hjá Birki og Aroni, ekki nógu góð fyrirgjöf en gott spil, skot núna frá skotum sem einn fékk í sig og grísaðist næstum í gegn. Einn skotinn að fá spjald, Kirk Broadfoot heitir hann, best að segja ekkert
18.42 Kjartan gaf 30 metra sendingu með hægri, get lofað að það hefur ekki gerst áður
18.43 Emil tók ákafan snúning, get eiginlega ekki lýst móttökunni öðruvísi
18.44 Aron buffaðist framhjá einum, gríðarlega vel gert, skalli framhjá. Tóti með gott komment eftir að Snorri fór að bulla um gult spjald. Krissi aðeins klaufi þarna, fékk á sig auka í kjölfarið. Eiður í daupfæri eftir gríðarlegt hlaup hjá Emil en skaut yfir, átti að taka innanfótar svona eftirá að hyggja. Gott hlaup hjá Emil, hann er góður í þessu
18.47 Krissi að redda vel í horn eftir að einn komst á bakvið Bjarna Ólaf. Dammit, skotar komnir í 1-0 eftir hornið, frír skalli hjá Broadfoot
18.50 Það er betra að komast yfir en að lenda undir, Heiðar hefur ekki sést það sem af er
18.53 Eiður næstum í færi, hann hleypur helling
18.54 Mynd af Bjarna Sig á stuttum á bekknum, hann er markmannsþjálfari
18.55 Heiðar með skot sem var ekkert spes. Versti dómari belga dæmdi á Kristján, þetta er versti dómarinn á vellinum
18.56 Brotið illa á Grétari, þetta var verra brot en þegar gaukurinn fékk gult áðan, megum gjarnan jafn fljótlega
18.57 Það er dáldið eins og það sé seinni en það eru bara 25 búnar af fyrri, væri fínt að jafna fljótlega
19.00 Vá hvað einn var frí á nær en sem betur fer fór sendingin beint á Kjartan, yfir gaukinn. Skotarnir vinna annars flesta aðra bolta.
19.01 Heiðar að tækla og fékk auka, það var í lagi og líklega rétt
19.02 Spái 3-1 fyrir Ísland, held að við séum betri
19.03 Kirk Braodfoot er með svona húsavíkurstrípur
19.05 Eiður pantaði einn auka, fékk af sjálfsögðu
19.06 Emil með fyrirgjöf en einn me skutluskalla, reyndar án þess að skutla sér, skotar í hratt upphlaup og fá horn
19.07 Ég held að við höfum verið að reyna að spila einn rangstæðan í innkasit, Robson fékk gult fyrir að sparka í burtu, það er aulalegt í fyrri hálfleik
19.08 Heiðar að skýla en skýldi ekki, 38 búnar
19.09 Stutt horn en Kjartan reddaði veleftir sð við vorum örlítið sofandi. Aron að strauja einn en af því að gaukurinn var að gefa fyrir þá slapp Aron. Hratt upphlaup og Grétar með fyrirgjöf, við fáum langt innkast
19.12 Ágæt sókn og Hemmi komst næstum í færi, fékk hann á mjöðmina
19.13 Emil að gera trix, skotinn fattaði það ekki og náði boltanum
19.15 Að koma hálfleikur, verst að vera 1-0 undir því þetta hefur ekki veriðsem verst hjá okkur, reyndar bara alveg ágætt, höfum fengið færi. 0-1 í hálfleik sem sagt, aftur eftir korter
19.30 Seinni af byrja, Indriði Sigurðsson að koma inná fyrir Bjarna Ólaf.
19.31 Við byrjum með boltann í seinni, það er happa, við með horn eftir 25 sekúndur
19.32 Dæmt á Grétar Rafn í horninu fyrir að láta hrinda sér, Birkir með annað hlaup og við fengum annað horn
19.33 Kristján með afturfyrirsigsnúningssendingarskot, við fengum annað horn og nú langt innkast.
19.35 Snorri er enn að telja upp hverjir eru inná, sama og í fyrri nema Indriði fyrir Bjarna, þetta tók ekki langan tíma
19.36 Það er eins gott að dómarinn tók flautuna með sér, hann er allavega búinn að þurfa að nota hana nóg.
19.37 Fannarrannaf er alveg eins afturábak og áfram.
19.37 Skotarnir aðeins með boltann núna
19.38 McFadden að flikka á sjálfan sig, innkast. Það er tortellini, smá pása
19.46 Fengum á okkur víti sem var rétt, Kjartan varði en þrír skotar fylgdu eftir,0-2
19.58 Búinn að borða, seinni hálfnaður og ennþá 0-2. Pálmi Rafn kominn inná fyrir Aron Einar, Veigar fær þá líklega bara 10
20.00 Dómarapeysan er eins og endurskinsmerki. Kjartan með eitthvða trix sem hann hætti við og datt. Emil í skotfæri en einhver fékk boltann í sig. Korter eftir. Víti og rautt, MacManus tók fyrirgjöf með hendi, furðulega gert. Eiður tekur vítið allavega
20.03 Eiður skorar örugglega, korter eftir og við einum fleiri. Veigar inná fyrir Birki Má
20.04 Það væri dáldið kúl ef allir leikirnir okkar færu 2-2
20.06 Skotarnir skipta í tólfta skipti í leiknum, hélt að það væru bara 3 skiptingar á hvort lið. Gult á Gordon fyrir að tefja, það tefur aðeins
20.08 Eiður hljóp með boltann og gaf útaf, ætlaði að gefa á Óla Jó
20.09 Skotarnir eru með alla til baka, Eiður er búinn að vera með boltann í 123 sekúndur á síðustu 2 mínútum
20.11 rúmar 5 eftir plús þessar þriggja mínútna tafir sem alltaf eru. Gattuso að taka auka eftir að tefja í hálfa mínútu. koma svo
20.13 Kjartan með furðulegt spark, rann þegar hann sparkaði etir jörðinni, spes eitthvða. Pálmi með Ninjatæklingu. Snorri sagði að menn ættu að lúðra boltanum inná teiginn, ég hef ekki hugmynd um hvað það þýðir, hendi á skotana en bara önnur, ekkert dæmt
20.15 Einn skotinn varði óvart með hausnum á línu, horn
20.18 Dómarinn hefur sennilega klárað flautukvótann í fyrri, dæmir dáldið mikið minna í seinni. þremur var bætt við, það er að verða búið.
20.19 Þá er þetta búið, endaði 1-2 og varla sanngjarnt, við verðum hins vegar að vinna heimaleikina, Kjartan sparkaði svo út í síðasta útsparkinu sínu, ekkert spes.
Skotar unnu nauman sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 10.9.2008 | 18:19 (breytt kl. 20:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Íþróttir | 28.8.2008 | 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bollagata 16, engir gestabloggarar en SGÓ er á staðnum.
19.08 Liver byrjaði með boltann, það er happa, best að tékka á liðinu
19.10 Liðið er Reina, Arbeloa, Carra, Skrtel, Aurelio, Kuyt, Gerri, Alonso, Yossi, Keane og hinn gullfallegi Fernando Torres
19.12 Smá aksjón í byrjun og Liver pressar eðlilega framarlega. Varamennirnir eru Cavalieri, Dossena, Agger, Plessis, Spearing, El Zhar og Babel
19.13 Mikið skot frá Standard en Reina varði sem betur fer vel, gott skot og horn Standard. Lélegt horn og hraðupphlaup Liver, Torres fékk ódýra aukaspyrnu til hliðar við teiginn, best að Aurelio taki
19.15 Klafs eftir aukann og Keane reyndi að vippa 8 metra yfir markið, það tókst
19.16 Standard eru þokkalegir, fljótir og sterkir allavega
19.18 Löng hreinsun afturfyrirsig með beinni löpp, kúl gert en dáldið skrýtið að sjá, Standard tækla og allt, Yossi dettur og allt
19.19 Það er dáldið um skrýtið hár og skegg hjá Standard
19.20 Horn Standard sem lítið varð úr, Kuyt skallar frá
19.21 Standard eru ekkert verri eins og er, þetta er í lagi samt ennþá
19.22 Yossi með gott hlaup en hefði betur sleppt boltanum síðan á Torres
19.23 Boltinn er stjörnum prýddur, Standard með tvö færi og Reina reddaði aftur vel. Standard betri síðustu 5 en þeir höndla ekki ðressuna frá Anfield til lengdar. Eitt sem ég er að pæla, þegar hinir eru fljótir og sterkir af hverju er þá Yossi inná en ekki Babel?
19.26 Ágætis touch hjá Arbeloa og gott skotfæri hjá Alonso en lélegt skot, útspark. Keane missti síðan boltann næstum því ekki
19.28 Dante klobbaði Kuyt og nú annað gott skot hjá Standard. Skrtel að reyna eitthvað sem hann ræður ekki við, að hlaupa með boltann
19.30 Torres missti boltann, Carra með einhvers konar utanfótarhreinsun, það er dáldið hans thing
19.32 Veit ekki alveg hvers vegna en það er engin klukka á skjánum, það er sennilega meistaradeildarregla, kannski heimatilbúin en við segjum það í bili. Dómarinn er frá Sviss, hann er alveg hlutlaus
19.33 Í ekkifréttum dagsins er það helst að mikil seinkun er á flugi Iceland Express í dag
19.35 Ágætt spil en hörmuleg sending fyrir frá Aurelio
19.37 Skulum segja að það sé hálftími búinn, það er svona nokkuð nærri lagi en klukkuna vantar á skjáinn, tvö horn Liver
19.40 Liver búnir að eiga góðan kafla núna, eru með boltann á helmingnum hjá Standard, Torres klafsaðist næstum í gegn.
19.43 Standard með auka til hliðar við teiginn, Reina tók´ann. Keane er ekki mikið að spila einfalt
19.44 Einhver að reyna stungusendingu á Yossi, það virkaði merkilegt nokk ekki, fer líklega að nálgast hálfleik, eða sem sagt 5 eftir
19.46 Liver að fá horn án þess að boltinn hafi farið afturfyrir eða það var allavega tæpt en Liver er á heimavelli
19.47 Hætti í hálfleik, ætla að fá mér eitthvað að borða og einbeita mér svo að leiknum, þetta gengur eitthvað brösuglega
19.49 Hendi á Yossi eftir að hann lá einhvers staðar, það er hendi á liggjandi mann, Yossi var annars búinn að rembast við að sóla alltofmikið þarna
19.51 Liðin svipuð í fyrri og 0-0 í hálfleik, Standard með betri færi. Hættur að þessu sinni
Íþróttir | 27.8.2008 | 19:09 (breytt kl. 19:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsti leikurinn hjá Liver, hvað er Gaupi að gera í settinu? Er ekki handboltamót sem hann þarf að lýsa.
16.24 Best að tékka á liðinu.
16.25 Reina, Arbeloa, Carra, Sami, Dossena, Kuyt, Gerri, Plessis, Yossi, Keane og Hinn Gullfallegi Fernando Torres. Einhverjir í liðinu hjá Sunderland
16.27 Jebbs, Gaupi er að lýsa, hmm... sennilega ekki rétt orð yfir þetta, hann er að tala
16.28 Cavalieri, El Zhar, Aurelio, Ngog, Skrtel, Agger, Xabi á bekknum
16.29 var að lesa aftur línuna hér á undan, ElZhar, Ngog, Skrtel. Lítur dáldið út eins og ritgerð eftir lesblindan mann, eintóm ónöfn
16.30 Já alveg rétt, er á Bollagötu, gleymdi að taka það fram
16.32 Missti af því hverjir byrjuðu með boltann, það breytir kannski ekki alveg öllu.
16.33 Gaupi að lesa upp tölfræði frá síðasta ári, það er alltaf jafn lítið skemmtilegt, Gaupi er sannfærður um að Malbranque verði Sunderland mikilvægur, ætli það hafi verið þess vegna sem hinn Keane keypti hann?
16.35 Fjórar búnar, lítið gerst annað en að Sami reyndi að leggja upp færi fyrir Diouf, tókst ekki, kannski ágætt þar sem hann er ekki í Liver lengur
16.36 Keane að reyna tveggja fóta sendingu, tókst ekki, tekst reyndar sjaldnast
16.37 Diouf með nýja klippingu, held það allavega, ólíklegt að það sé komin snjókoma. Dossena og Yossi misstu báðir boltann, ekkert spes miðað við að Sunderland náði honum eiginlega ekki á milli
16.39 Plessis er langur og mjór, hann er þó allavega örvfættur
16.40 Torres með fyrsta, annað og þriðja touch, Liver fékk svo innkast
16.41 Ég held að Gerri sé meiddur, hann elti ekki einu sinni bolta sem var að leka útaf, haltrar ekki en það er eitthvað ekki í lagi
16.42 Gaupi æsti sig aðeins, eða reyndi að æsa sig, svona úlfaldi úr mýflugu
16.43 Dossena gaf á Sunderland kall, hann hitti þó boltann núna, færi núna Sunderland en skallinn beint á Reina
16.44 Kuyt fékk högg á lærið, hnjask
16.45 Er með kók og snakk, enginn bjór ennþá, fer í kveðjupartýsafmæli til hins geðþekka knattspyrnumanns Gústa á eftir. Torres hrint en lítið dæmt, reyndar fékk Sunderland innkast
16.46 Leikmenn Sunderland virka víst mjög þéttir, er það ekki frekar liðið sem er þétt, nema Gaupi sé að meina að þeir sé feitir eða massaðir
16.47 Boltinn beint á Dossena, hann náði honum næstum því með hoppinu sínu en boltinn fór undir hann
16.49 Yossi að tékka á því hvort Sunderland kallinn vildi hlaupa framhjá boltanum, sá ákvað frekar að sparka honum útaf. Gerri með skot áðan sem fór lítið sem ekkert
16.50 Dossena hitti Plessis, alveg 5 metra sending, allt að koma, einn langur frá Sami
16.52 Tuttugu búnar, eggið ennþá, lítið gerst nema þessi skalli frá Murphy áðan
16.53 Arbeloa með fína fyrirgjöf á Gordon, prófar kannski Liver kall næst
16.55 Sunderland með auka dáldið til hliðar við teiginn, reddaðist í öðrum fráskalla
16.56 Horn Liver, 25 búnar
16.58 Diouf með skot slatta yfir, Gaupi heldur áfram að mala, hvenær ætli verði boðið uppá að slökkva á þeim sem lýsir og fá bara hljóðin af vellinum
16.59 Hinn gullfallegi Fernando Torres með smá run, gerðist ekki mikið en hann er að vakna
17.00 Plessis með svona kvennaknattspyrnumarkmannshopp, hoppaði niðrávið
17.01 hálftími búinn, 0-0 og ekki mörg færi, eiginlega ekki nema eitt, Carra með einn langan
17.03 Fjóla var að biðja mig að tefla við sig, hún er ekki með fulle fem. Plessis spilar einfalt
17.04 Auki Liver rétt fyrir utan teig, Gerri tekur, Keane ýta til hliðar
17.05 þeir fengu að hlaupa útúr veggnum eins og venjulega, dómarar eru svo miklar gungur, fyrirgjöf Kuyt síðan og Liver nú með horn
17.06 Liver aftur horn, Liver aðeins að koma til
17.08 Dossena missti boltann næstum því ekki. tæpar tíu eftir
17.09 Keane tók 7 skrefa bakk í mann, það má ekki. Diouf er sköllóttur en með einhvers konar blettaflösu held ég. Gaupi nú að segja okkur að Liver hafi bara tapað tveimur heimaleikjum á síðasta ári, fín tölfræði nema hvað að leikurinn er ekki á Anfield
17.11 Yossi með ágætt run en Torres tókst ekki að komast óvart í gegn, Yossi renndi sér, dáldið skondið, hann hækkaði næstum við það
17.12 Ég er allt of mikið klæddur, er ennþá í golffötunum síðan í morgun, Liver með horn sem lítið varð úr
17.13 Trix hjá Keane en skot framhjá, ágætt samt
17.14 Damien Omen Plessis prófaði núna að hoppa uppávið, vann þennan skallabolta
17.15 Við það að koma hálfleikur, frekar sloj allt eitthvað þessi hálfleikur
17.16 Rangstaða á Kieron, hann varð eitthvað hálf súr, hann var samt rangstæður. Flautað til hálfleiks, hápunktur hálfleiksins var sennilega þegar Fjóla vinkona mín poppaði upp á msn og spurði hvort ég vildi tefla
17.33 Xabi að koma inná fyrir Plessis í hálfleik
17.34 Liver byrjar með boltann í seinni, það er happa
17.35 Diouf með trix úti á kanti og kom boltanum fyrir, tekur reyndar alltaf korter hjá honum en vel gert
17.36 Xabi með langa sendingu afturfyrir
17.37 Gerri og Keane að reyna samtrix, virkaði ekki alveg
17.38 Rafa er í gráum fötum, með grátt bindi, grátt hár, grátt skegg og tyggjó sem sennilega er grátt.
17.39 Torres er vel klipptur
17.42 Gerri með skot framhjá, boltinn þvælist dáldið fyrir Kuyt eitthvað
17.43 Diouf í færi en laust skot beint á Reina. Liver í snögga sókn en trixið hans Torres virkaði ekki
17.44 Ágætt skot frá Yossi en Gordon varði vel, horn Liver
17.45 Arbeloa með ömurlega sendingu og fékk síðan næstum spjald fyrir að brjóta á Kieron, hefði reyndar átt að fá spjald bæði fyrir brotið og sendinguna
17.46 Sami er ekki sérlega fljótur, Yossi er ekki sérlega stór, þetta er ekkert sérstakur leikur en svo sem þokkalegur
17.49 hálftími eftir, fer líklega ekki 5-5 þá, svona víst það er 0-0 ennþá
17.50 Langur bolti frá Sunderland en Carra skallaði í innkast. Er að pæla í því hvað kom yfir Rafa í hálfleik, Plessis hlýtur að hafa meiðst því Rafa hefur sjaldan skipt í hálfleik, það er kannski trixið fyrir þetta tímabil
17.52 Xabi með fyrirgjöf í innkast
17.54 og nú er enn minna að gerast
17.57 Klukkuna vantar eina mínútu í næstu mínútu og hér er næsta lag
17.58 Gaupi að velta því fyrir sér hvað Rafa geti gert, ekki mikið finnst honum
18.00 Auki hjá Liver á vítateigslínu, spurning um að skjóta beint núna
18.01 hmm, Torres skaut í Keane, svona 3 metra frá markinu, gott að þeir vinna vel saman félagarnir, já og Diouf fékk að hlaupa 4 metra á móti aukanum hjá Gerra, hef ég minnst á að dómarar eru gungur
18.04 Gerri að reyna að koma boltanum í gegnum mann, virkaði ekki, Reina er í mjög grænni peysu
18.05 Liver ætla sennilega að reyna áramótatrixið strax, ná dáldið af jafnteflum. Keane útaf fyrir El Zhar
18.08 Kuyt er orðinn senter, það er vænlegt, El Zhar á kantinum
18.09 Aurelio inná fyrir Yossa
18.11 níu plús tafir eftir, Xabi skaut rétt framhjá af 60+ metrum
18.12 Hinn gullfallegi með gullfallegt mark, skot nokkra metra fyrir utan teig, 1-0 Liver
18.13 Veit ekki hvar bandaríkjamenn eru að leita, osama er í stúkunni þarna
18.14 Torres hleypur slatta, El Zhar datt en fékk ekki auka
18.16 Einn sunderland kallinn tók boltann á bringuna, lærið, hnéð og tána í sömu hreyfingunni, Liver komst síðan í hraðupphlaup
18.19 El Zhar að fá spjald fyrir að sparka boltanum í burtu, tafði alveg í 12 sekúndur, 90 búnar, 3 mínútur í viðbót
18.20 Léleg fyrirgjöf hjá Kieron, Reina fékk hann í fangið, það er fínt
18.22 Þá er þetta búið, 3 stig til Liver eftir gott mark hjá Hinum Gullfallega Fernando Torres, alveg eins sanngjarnt, enginn rjómaleikur en svo sem í lagi
18.24 Fínt að boltinn er byrjaður aftur, fínt að Torres skoraði og fínt að liver vann, sjáumst síðar
Íþróttir | 16.8.2008 | 16:25 (breytt kl. 18:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég á harma að hefna í draumaliðsleiknum frá fyrra ári. Er búinn að endurvekja deildina, þeir sem hafa áhuga á að vera með fara inná http://fantasy.premierleague.com/ og skrá sig, deildarnúmerið er síðan 705025-136964 sem slá þarf inní private league reitinn.
Gef lítið upp um mitt lið annað en að ég verð með Torres og Gerra, veit það kemur mikið á óvart.
Íþróttir | 7.8.2008 | 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
meika ekki að skrifa leikjadagbók, hendi kannski einhverju inn öðru hvoru
18.26 En í alvöru, Yossi??
18.27 In Rafa we trust
18.35 Jón Bjarni spáir 1-2, Riise með sigurmarkið, venjulega tæki ég ekki mark á þessu en hann spáði rétt fyrir um útileikinn við Barca í fyrra og ég hló að honum. Ég væri til í þessi úrslit. Snorri spáir 2-1, hann er þar af leiðandi asni. Börný spáir 0-1, Riise á síðustu sekúndu, hún er vinur minn. Stoney 2-1, hún er fyrrverandi vinur minn. Ég spái 1-3, Torres þrjú
18.54 Betri leikur en ég hélt, 10 búnar og 0-0
19.12 Drogba búinn að fá dauðafæri, korter eftir af fyrri, 0-0
21.20 Var Torres meiddur? ef ekki og hann bað ekki um skiptingu þá á að reka Rafa í kvöld, ekki á morgun heldur í kvöld
22.39 Ef Pennant er lausnin, hvað er þá vandamálið?
** uppfært 1.5 kl.10.56 Torres var víst tognaður
Íþróttir | 30.4.2008 | 18:27 (breytt 1.5.2008 kl. 10:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |