35-40 metrar

Sýndist mér vera lengdin á þessari sendingu hjá Bjarna. Þetta leit reyndar ekki sérstaklega vel út í TV en látbragðið var þess eðlis eftir markið að þetta hafi verið óvart. Rétt hjá honum að hlaupa inní klefa eftir leikinn, sýndist að nokkrir Keflvíkingar hafi verið frekar pirraðir, skiljanlega. Kristján þjálfarinn hjá Kef hefur verið ótrúlega rólegur í viðtölum eftir leiki og er það vel, hef kannast við hann lengi og alltaf fundist hann koma með frekar leiðinleg og neikvæð komment en allt annað að hlusta á hann í sumar, hann var reyndar aðeins pirraður eftir leikinn en það er eðlilegt, hann hélt sér hins vegar innan velsæmismarka sem er vel. Annars alltaf ágætt þegar Kef tapar, hefur lengi þótt það leiðindalið, þeir spila reyndar ágætan bolta en ég held að það sé eitthvað í vatninu þarna.

Pétur var rekinn útaf, ég gleymdi sennilega að láta hann vita að ég er ekki með hann í draumaliðinu lengur þannig að hann þarf ekki að safna mínusstigum lengur Smile

35-40 metrar er líka greinilega sú vegalengd sem ég get hlaupið á þokkalegri ferð án þess að að þurfa súrefni. Spilaði leik með norðanmönnum í Innri Fegurð(nafnið á stórliðinu) áðan, tók svona 3-4 run með boltann þar sem ég gerði trix u.þ.b á þriðjungshraða miðað við það sem var þegar ég var í þokkalegu formi. Eftir hvert þessara hlaupa þurfti ég allavega 5 mínútur til að ná áttum, vita hvar á landinu ég væri staddur og hvað ég væri að gera. Formið er sennilega ekkert spes, hvorki hlaupa eða prófíllinn miðað við þegar ég leit í spegilinn eftir sturtu, þetta er einhvers konar stundaglasform, nema akkúrat öfugt.

Boltinn var hins vegar skemmtilegur sem er hluti af nýju carpe diem pælingunum nema hvað yawp í þessu tilviki var sennilega tilraun til að ná í meira súrefni.  


mbl.is Skagamenn lögðu Keflvíkinga á dramatískan hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband