Eftir mikla ferðaviku fórum við á Silfur á föstudagskvöldið. Pétur HM, Kolla, Ollý, herra og frú Flogman, Bruno, Brynja, Jón bróðir hennar og Elli vinur hans. Snilldarmatur hjá Einari og afskaplega skemmtilegt kvöld, fórum á B5 sem venjulega er ekki í sérstöku uppáhaldi hjá mér en var ágætt, hitti svo Sverka, Gunna, Kanu og Kúrbítinn á Óliver, ekki slæmt kvöld það. Hélt heim á leið um 3 leytið, afar skemmtilegt í alla staði.
Laugardagurinn var rólegur, við Bruno vorum heima mestallan daginn, ég reyndar sótti bílinn og fór í Kolaportið þar sem að ég fann nokkrar Harry Potter bækur fyrir Aron. Sunnudagurinn var reyndar líka rólegur, Nina og Jensa fóru á hestbak í rigningunni, ekki mikið fyrir mig og ég pikkaði þau upp eftir það og við borðuðum síðan í Naustabryggju um kvöldið. Þau hjónin fóru í gærmorgun og eftir að ég fór í vinnuna í nokkra tíma fórum við Bruno að skoða bæinn aðeins í rigningunni, við borðuðum fisk hjá mömmu og pabba um kvöldið og hann átti flug seint í gærkvöldi.
Snilldarheimsókn sem ég fékk þarna, alltaf gaman að hitta þau aftur, Peter er kominn með Losing a friend á heilann . Maður fær ekki mörg tækifæri til að skoða landið þannig að það er gaman að ferðast aðeins um það þó ég mæli almennt ekki með því að keyra rúma 900 kílómetra á einum degi.
Fer í bústaðinn með Ollý og Þróttaranum um helgina, tek með mér nokkrar bækur, verður róleg og þægileg helgi. Gott að slaka aðeins á fyrir haustið, verður hellingur að gera í vinnu og skóla, byrja aftur í Hólmaseli í lok ágúst, gaman að vera með frá byrjun þennan veturinn. Hlakka líka til að hitta Guddu aftur, hún er skemmtileg týpa.
Þar sem að ég hef svo lítið að gera í vetur þá ætla ég að reyna að ná öllum deildarleikjum Liver í vetur. Snilld að þetta sé komið á Sýn, þeir eru líklegir itl að ráða einhverja til að lýsa leikjunum, leiðinlegra að þurfa að mute-a þá ef Gaupi færi nú að lýsa leikjum. Veit ekki alveg hvað fólk er að væla með kostnaðinn vegna Sýnar2. Kostar innan við 5000kall á mánuði að fá alla leikinu í ensku deildinni, það er svipað og miði á 2 leiki í svona sæmilegum sætum. Það sem fólk eðlilega gerir er að segja upp Stöð2 enda ekkert þar sem ekki væri hægt að nálgast á netinu, þ.e.a.s ef niðurhal væri löglegt.
Ætla a reyna að kommenta eitthvað smá á alla leiki, svona til að Jón Bjarni læri nú kannski eitthvað smá um fótbolta, hann verður á Bifröst og því get ég ekki miðlað af visku minni nema með því að blogga um það.
Minime á leið til Svíþjóðar í fyrramálið, eyjan, lestin og að mala Niclas í fótbolta, ekki leiðinlegir dagar það hjá litla manninum.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkar: Ef niðurhal væri löglegt, Vinir og fjölskylda | 31.7.2007 | 15:20 | Facebook
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.