Ef niðurhal væri löglegt

þyrfti ég ekki að horfa á einhverja af þessum skrilljón stöðvum sem ég er áhorfandi að. Afar lítið að gerast á þeim vígstöðvunum en ég nenni ekki að lesa í kvöld, einhvern veginn þannig dagur.

Minime væntanlegur heim á morgun, verður gaman að sjá prinsinn, brúnan og sællegan. Nú er farið að styttast í nýja skólann hans, Hörðuvallaskóla, ég fór á smá kynningu þar í vor og þau eru með skemmtilegar pælingar. Samþætting náms virðist fyrirferðarmikil sem er afar gott mál enda skrifaði ég hina stórmerkilegu lokaritgerð mína í KHÍ um samþættingu, vona að einhver þarna kenni eftir landnámsaðferðinni hennar Herdísar Egilsdóttur, mesta snilld sem sögur fara af.

Mér finnst heimasmeistaramót íslenska hestsins, sem er í boði núna á RÚV, vera örlítið minna áhugavert en geimsmeistaramótið í slönguspilinu sem því miður er ekki í boði hjá Digital Ísland í dag. Veit ekki hvort að ég fer á völlinn á morgun, reyndar freistandi að sjá nýja KR liðið hans Loga, verður fróðlegur leikur allavega, gæti farið langt með að tryggja FH dolluna ef KR vinnur þarna, held einhvern veginn að það gæti orðið.

Best að enda þetta á Blake Lewis


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband