Staðsetning: Naustabryggja 29, minime viðstaddur að auki. Ekkert saltnammi en djús á borðinu.
Stórmóti ÍR lauk um hádegi, Aron spilaði í næstum öllum leikjunum í 7.flokksmótinu í dag og hafði afskaplega gaman af. Það gekk líkega alveg ágætlega hjá þeim. VIð fórum síðan í Naustabryggju og tókum til við að horfa á bunka af fótboltaleikjum. Ég sofnaði hins vegar þegar west ham leikurinn byrjaði og vaknaði ekki fyrr en í seinni hálfleik í Newcastle leiknum. Nú eru um 10 mín eftir og Höddi Magg er að lýsa.
17.58 Owen er kominn inná, þ.e. skilst mér. hann hefur held ég ekki komið mikið við boltann og allavega ekki gert neitt af viti. Alan Smith er í Newcastle að gera það sem hann gerir best, tækla menn aftan frá, merkilegt ða hægt sé að troða honum í landsliðið, hvaða stöðu ætli hann eigi að gera þar. Höddi bendir réttilega á að leikur Newcastle sé hugmyndasnauður, varla við öðru að búast þegar Smith og Nicky Butt eru á miðjunni hjá þér.
18.02 Dómarinn að massast og spjaldar einhvern fyrir kjaft, Reo-Coker er það víst, jebbs þeir sýndu núna þegar hann henti boltanum í burtu, alltaf sniðugt, Höddi segir okkur frá því að að Reo-Coker hafi fengið 13 gul spjöld á síðasta ári, sem er óvenju vel af sér vikið
18.04 Höddi segir okkur að James Milner minni hann á Chris Waddle, ýmislegt til í því, hann er á miðjunni en restin af miðjunni er sem sagt Smith, Butt og Geremi, má bjóða þér franskar með því
18.06 Höddi segir okkur að Claudio Cacapa sé þúsundasti maðurinn til að spila fyrir Newcastle og að það sé sögulegt, en síðan að það skipti ekki nokkru máli, getur eitthvða verið sögulegt en skipti ekki nokkru máli, hmm
18.08 Höddi segir það vanta hugmyndaauðgi í leik Newcastle, ætli hann hafi verið með orðabók hjá sér? Leikurinn annars búinn, ekkert gerðist í þann tíma sem ég horfði. Newcastle víst búnir að spila 9 klst á heimavelli án þess að skora, það er lélegra en ÍBV held ég svei mér þá.
18.10 Býð upp á nýjungar í dag, ætla að skrifa um 4-4-2, sennilega samviskubit yfir því að hafa ekki skrifað neitt fyrir Jón um leikina í dag. Sýn er besta sætið og samkvæmt auglýsingu hjá þeim er aldrei auðvelt að vinna leiki í Cardiff, hmm
18.16 4-4-2, í settinu Heimir Karlsson, Guðni Bergsson og Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis.Leifur hljóp 10 km en Heimir hleypur bara í spik að eigin sögn.
18.18 Portsmouth-Bolton í lýsingu Arnars Björnssonar, Anelka er rugl fljótur, stakk Hemma af og skoraði 1-0, Kanu 1-1 eftir að enginn ákvað að koma til baka hjá Bolton, þetta var sem sagt Nígeríu Kanu en ekki Kiddi Tomm. Einhver Utaka hjá Portsmouth stakk alla varnarmenn Bolton af, jamms hann er svartur. Kanu fékk víti, sparkaður niður en Arnar segir samt litla snertingu, hann er núna búinn að horfa á þetta oft í tv og segir þetta samt, á hvað er hann að horfa. endaði 3-1 fyrir Portsmouth. Sammy Lee segist hafa séð framfarir hjá liðinu en hvorki Guðni né Heimir sjá þessar sömu framfarir. Leifur segir að Portsmouth þurfi að safna sem flestum stigum fyrir áramót því að þegar Afríkukeppnin byrji tæmist klefinn hjá þeim
18.28 Birmingham-West Ham, úff Gaupi að segja frá leiknum, þarna skall hurð nærri hælum hjá West Ham. Markmaðurinn gaf víti þegar 20 mínútur voru eftir, Noble skoraði, nokkur skot í viðbót og í hvert skipti missti Gaupi legvatnið, ég er alltaf við það að æla uppí mig þegar ég heyri í Gaupa, það er langt síðan þetta þvaður hans var skemmtilegt. Steve Bruce er afleitur þjálfari og er farinn að kenna dómurunum um þetta, merkilegt að þeir þjálfarar sem segjast ekki ætla að ræða dómaramál tala einna mest um það.
18.35 Leifur er skemmtileg týpa, þeir mættu fá hann til að lýsa leikjum í hverri viku, hann segir það sem honum finnst
18.37 Tottenham-Derby, shit hvað Derby eru að fara að húrra niður aftur, Malbranque búinn að skora 2 eftir 6 mínútur. 3-0 eftir 14 mínútur, Jenas labbaði í gegnum vörnina. Lítið um þetta að segja annað en að Arnar er að lýsa, Darren Bent skoraði svo fjórða markið, af 30 sm færi.
18.39 Það eru leikirnir á morgun sem skipta máli, spái 1-1 hjá Arsenal og 1-1 í Man leiknum, Torres sér síðan um Chelski á morgun. Ætti að verða skemmtilegur dagur, over and out
Meginflokkur: Leikjadagbók | Aukaflokkar: Enski boltinn, Vinir og fjölskylda | 18.8.2007 | 18:01 (breytt kl. 18:41) | Facebook
Um bloggið
Pétur Björn
Færsluflokkar
- Alþingi-Rannsóknarskýrsla
- Bloggar
- Ef niðurhal væri löglegt
- Ef veðmál væru lögleg
- Enski boltinn
- Fleyg orð
- Golf
- Gullfallegt
- Hlekkir í keðju skynsamlegra ákvarðana
- Idol
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Leikjadagbók
- Lífstíll
- Minnispunktar
- Piparsveinahornið
- Sjónvarp
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Vinir og fjölskylda
Tenglar
Lesefni
Misáhugavert lesefni
- Fótbolti.net Langbesta íslenska fótboltasíðan
- NewsNowLiver Tenglasafn um Liver
- Sports Guy Afar skemmtilegur penni, skrifar um bandarískar íþróttir og ýmislegt annað frá USA
Blogg sem ég les
Vinir, kunningjar og framandi fólk sem ég les bloggið hjá
- Fríða BifrastarFríða og vinkona hennar
- Ómaríó Skemmtilega pirraður bloggari
- Kúrbíturinn Narti smarti Maldini
- Mái Icelandair ManU kall
- Biggi 5 aur SKO kall og HK-ingur
- Fjóla Verðandi þróunarfræðingur og eilífðarstúdent
- Maja Afar skemmtilegur bloggari þegar hún er ekki allt of löt, geymir piparsveinahornið mitt
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 94118
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
Eldri færslur
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Ágúst 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.