Þá er það búið

Sterkt hjá Fjölni, rúlla KA upp og klára sennilega deildina með þessu, það verður erfitt fyrir Fjarðabyggð að ná þeim úr þessu. Sennilega ágætt eftir allt saman, veit ekki hvort Fjarðabyggð eru tilbúnir í efstu deild, leikmenn eða klúbbur. Gaman að sjá Fjölni fara upp, tek smá kredit fyrir það enda átti ég þátt í að koma þeim uppúr þriðjudeildarruglinu á sínum tíma. Nu þarf hins vegar að búa til aðstöðu á vellinum til að hann verði fólki bjóðandi. Þetta er reyndar klúbbur sem gæti orðið stórlið ef þeir halda vel á spilunum, gríðarlega öflugt yngri flokka starf og stórt hverfi til að styðja þá. Það getur hins vegar reynst erfitt að breyta hugsunarhætti í ungmennafélögum, vona að það takist. Í raun ekkert sem segir að þetta eigi ekki að verða stærri klúbbur en t.d Fram eða Víkingur, allavega hafa þeir fjöldann í það í yngri flokkum. Nú þarf bara að fá Ívar Björns til baka á næsta ári og hugsanlega Andra Stein, þjálfarinn veit greinilega hvað hann er að gera þannig að það ætti ekki að vera vandamál að halda aga á leikmönnum.

Skrýtið að sjá KA og Þór í svona miklu rugli, veit ekki hvort það er sign en bæjarfélagið er greinilega með hugann við annað eins og sést á því að vilja fjarlægja flottasta vallarstæði á landinu til að koma upp enn einni Hagkaupsbúðinni, nær að byggja við stúkuna og fjarlægja hlaupabrautina. Munurinn á liðum eftir stuðningi bæjarfélaga sést ágætlega á HK og Blikum, bæði lið í efstu deild og byggt við Kópavogsvöll, bærinn hefur eflaust fengið tilboð í lóðina sem Kópavogsvöllur stendur á en sem betur fer hefur þeim ekki dottið í hug að selja það undir búðir eða blokkir.


mbl.is Fjölnismenn náðu sex stiga forskoti á Fjarðabyggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Billi bilaði

Það er að koma af teikniborðinu aðstöðubæting hjá Fjölni held ég.  Ef þeir fara upp, þá hlýtur að verða settur kraftur í það.  Þetta gengur alls ekki eins og það er.

Billi bilaði, 18.8.2007 kl. 20:23

2 identicon

Fjölnismenn hafa fínan völl til framtíðarnota og lítið mál að koma upp glæsilegri stúku vestanmegin og norðanmegin við völlinn. En ekki fagna of snemma þó nú muni aðeins 6 stigum á Fjölni og Fjarðarbyggð. Þó má alveg klára stækkunina á teikniborðinu, en við hin - höldum áfram að hvetja okkar menn!! Áfram Fjölnir!!!

Gabríel (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 20:39

3 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Áfram Fjarðabyggð og deildin er nú ekki búin, sjáum til...

kveðja að austan

Bjarney Hallgrímsdóttir, 18.8.2007 kl. 23:47

4 identicon

Jamm ekki er það gott hjá Akureyrar liðunum, en íþróttabærinn eru kolarústir einar, því pólitíkin með stuðningi íþróttafólks sem er fremsta í flokki íþróttanna er að leggja allt niður, vallarstæði sem hefur verið kallað "Perla vallanna" á landinu á að fara undir verslun og er það HAGKAUP sem er þar efst á blaði, Akureyrarbær er búinn að selja sig dýrt, og nú er ÚA endalega að fara úr bænum því Akureyrarbær vildi ekki styðja við útgerð, því fer sem fer, og allatf kjós Akureyringar þetta yfir sig, íþróttavöllurinn hefur verið svikin yfir 40 ár, engin breyting eða uppbygging síðan stúkan var byggð, nokkur tré og moldarvöllurinn gerður að grasi.

Þarna hefði verið hægt að gera 2-3 hæða bílahús (þar sem moldarvöllurinn var) með stúkusætum á einni hlið þess (vestrurhlið), setja göngu braut í stokk eða brú yfir hlaupabrautina vi Glerárgötu, eða Glerárgötu í stokk smá spöl, þaran á efstu hæð bílahúsins væri hægt að vera með útimarkaði.

Byggja þak yfir stúkuna og grasbalann undir klöppinni, byggja sölubása,skrifstofur og bása fyrir frétta menn sunnan við völlinn,

byggja hús norðan við völlinn sem myndi hýsa öll tæki og tól sem vellinum og öðru fylgdi, þannig myndi vera gott skjól á vellinum , ekki þessi norðan og sunnann garri.....

TB

Tryggvi Bjarnason (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 01:12

5 identicon

Sæll Pétur hvaða hugsunarháttur er það sem þú vilt helst breyta hjá ungmennafélögunum? Er það  barna og unglingastarfið, er það að stelpurnar fái að vera með, eða að þeir sem minna geti, fái líka að vera með í starfinu? Breiðablik er líka ungmennafélag, sem og Keflavík, eiga þau að taka Fram og KR sér til fyrirmyndar sem eru bæði að stefna á toppinn?

Sigurður Þorsteinsson (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 11:49

6 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

Sæll Sigurður, Takk fyrir ágætis komment, þessi umræða kemur alltaf reglulega upp og klárlega ekki allir sammála. Það er ekkert að hugsunarhættinum hjá þessum ágætu félögum sem þú nefnir þarna og eðlilega hef ég ekkert á móti unglingastarfi eða að stelpur"fái að vera með" eins og þú orðar það. Unglingastarf er stór hluti af því að ná langtímaárangri, sjá t.d. FH. Þeir sem minna geta eiga að sjálfsögðu að fá að vera með í yngri flokkum. Það sem ég á við með þessu er að það kostar peninga að ná árangri í efstu deild. Félögin þurfa að vera tilbúin að greiða leikmönnum laun enda miklar kröfur gerðar til þeirra. Þetta á við um aðkeypta leikmenn sem og þá sem aldir eru upp hjá félaginu. Ég hef alltaf litið á ungmennafélagshugsunarháttinn sem áhugamennsku, ef til vill ekki alltaf réttnefni en ég held að þú vitir hvað ég á við. Minn punktur er sá að það er óeðlilegt að ætlast til þess að leikmenn leggi á sig þá miklu vinnu sem þarf til að á árangri í efstu deild án þess að fá greitt fyrir hana. Víst þú nefnir KR og Fram þá eru það reyndar ágætis dæmi, KR hefur náð ágætis árangri síðastliðin ár og fá mikið af fólki á völlinn. Fram, það félag sem ég ólst upp hjá, hefur hins vegar ekki náð neinum árangri lengi þrátt fyrir að velta, að ég held, slatta af peningum. Mín skoðun er sú að það sé vegna lélegrar stjórnar, getur eiginlega ekki annað verið þar sem að þeir eru búnir að fara í gegnum slatta af þjálfurum og leikmönnum. Rikki Daða vinur minn er við stjórnvölinn núna sem ég tel afar jákvætt.

Sem sagt, ekkert að starfi ungmennafélaga en árangur í Úrvalsdeild, sérstaklega til lengri tíma, krefst  þess að leikmenn fái greitt fyrir sína vinnu, að öðrum kosti er ekki hægt að krefjast þess að þeir leggi á sig þá vinnu sem nauðsynleg er. Þarf að taka til við leikjadagbók en ég kíki á kommentin á eftir ef þú vilt ræða þetta frekar, ég hef gaman af því að ræða þetta.

Pétur Björn Jónsson, 19.8.2007 kl. 12:28

7 identicon

Sæll Pétur Björn. Ég veit alveg hvað þú átt við, en það hefur bara ekkert með hugsunarhátt ungmennafélaganna að gera. Helsti munurinn á ungmennafélagi og íþróttafélagi er að ungmennafélagið hefur ræktun sem leiðarljós. Það þýðir að allir fái álag miðað við hæfi. Það þýðir líka að afreksmennirnir fái álag miðað við hæfi. Ef félag vill og getur borgað sínum leikmönnum fyrir það að spila, er það bara gott. Málið snýst bara um ábyrgð. Leiftur Ólafsfiði var með menn sem vildu borga leikmönnum sínum fyrir að spila, en gátu það illa. Sú stefna er í ljósi sögunnar afleit. Að minnsta kosti var gengið of langt miðað við burði félagsins.

Árangur Fram og KR segir okkur að það þarf nokk meira til, en að greiða leikmönnum "sómasamleg laun" til þess að ná árangri. Það að geta sé til launagreiðslna getur vissulega hjálpað til. Hugsanlega vantar eitthvað úr stefnu ungmennafélaganna til þess að þessi félög rétti sig við árangurslega séð!

Sigurður Þorsteinsson (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 13:55

8 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

Sæll Sigurður (er þetta formaðurinn?)

Leiftur var að mörgu leyti líkt Grindavík, nokkrir einstaklingar í lykilfyrirtækjum sem styrktu félagið rausnarlega. Vandamálið held ég að hafi komið til þegar félagið lagaði sig ekki að breyttum tímum þegar þessir aðilar höfðu ekki áhuga á því að eyða jafn miklum peningum, en sammála því að of langt var gengið þar. Ég held að það sé öllum félögum hollt að tileinka sér ákveðna þætti úr stefnu ungmennafélaganna, öflugt ungmennastarf er ekki eingöngnu til þess að ala upp afreksmenn heldur skapast mikil stemning í kringum ungmennastarfið sem skapar einnig áhuga fyrir mestaraflokkum. Reyndar er það einnig hvetjandi fyrir barna- og unglingastarf að hafa góða meistaraflokka, ég ólst upp hjá Fram og man vel eftir spenningnum sem fylgdi því að félagið var í titilbaráttu, sem þeir voru ósjaldan í á níunda áratugnum.

Pétur Björn Jónsson, 19.8.2007 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband